Sjálfbær jöfnuður Katrín Jakobsdóttir skrifar 25. október 2008 06:00 Það er skrýtið að vera Íslendingur þessa dagana. Í ágúst vorum við talin sjötta ríkasta þjóð í heimi. Þegar þetta er skrifað horfum við fram á að íslenska ríkið verði hugsanlega að taka 500 milljarða lán til að greiða fyrir bankaævintýri Landsbankans í Bretlandi. Og aðra 500 milljarða til að koma gjaldeyrisviðskiptum í gang. Eitt þúsund milljarðar fyrir okkur að borga með vöxtum og vaxtavöxtum. Og ekki aðeins okkur heldur börnin okkar og barnabörnin sem eru rétt að byrja lífið og tilveruna og við viljum öll að geti átt bjarta framtíð. Dökkir tímar framundanÞað er myrkt yfir Íslandi núna. En þegar ástandið er svart skiptir máli að sjá týruna í myrkrinu og reyna að glæða það ljós. Og hver er sú týra? Vissulega höfum við horft á fjármálakerfið hrynja á tveimur vikum og við vitum að það hefur slæmar afleiðingar. Fjöldi fólks hefur tapað stórfé í sjóðum bankanna - fólk sem lagði fyrir sinn fimm þúsund kall á mánuði og ætlaði sér að eiga smá sjóð fyrir sumarið eða til að stækka við sig eða fyrir ellina. Þessir sjóðir voru ranglega kynntir sem örugg sparnaðarleið. Fjöldi fólks hefur misst vinnuna. Meirihluti allra íslenskra arkitekta missti vinnuna í vikunni. Þúsund manns kunna að missa vinnuna í bönkunum. Atvinnuleysi kann að verða meira en við höfum þekkt. Og fólk er reitt enda verður ekki betur séð en að ýmsir eigendur bankanna séu stungnir af með seðlavöndlana í vasanum. Á sama tíma sér íslenskur almenningur fram á að borga fyrir öll ævintýrin næstu öldina, ævintýri sem margir tóku engan þátt í. Enn er allsendis óvíst hvort hægt verður að leggja hald á eitthvað af þessum eignum eða halda þeim eftir hér á landi. Fólk er líka reitt af því að ýmsir höfðu haft uppi varnaðarorð en á þau var ekki hlustað. Bankakerfið var orðið meira en tífalt stærra en þjóðarbúið og ljóst að bankarnir hefðu þurft að flytja hluta starfsemi sinnar til útlanda miðað við núverandi gjaldeyrisvaraforða. Stjórnvöld hlustuðu ekki á varnaðarorð með dýrkeyptum afleiðingum. Margt ungt fólk hefur haft samband við mig í vikunni og lýst vonleysi og sér fátt annað í stöðunni en að flytja af landi brott. Ljósið í myrkrinuEn það er týra. Vissulega verður næsta ár erfitt og jafnvel lengri tími. En við getum líka lært af þessum hremmingum. Við getum lært af fordæmi Norðmanna og Svía sem lentu í bankakreppu í byrjun tíunda áratugarins og endurskoðuðu allt fjármálakerfi sitt. Þar á ríkið hlut í öllum stærri bönkum til að geta haft áhrif á þróun mála. Við getum endurskoðað lög um Seðlabankann og tryggt faglegar ráðningar stjórnenda á þeim bæ í staðinn fyrir að ráða gamla stjórnmálamenn. Við getum gert Fjármálaeftirlitið skilvirkara og styrkt lagarammann um fjármálaumhverfið. Við getum líka gert pólitískar breytingar. Við getum kosið öðruvísi í næstu kosningum og tryggt breytingar ef við viljum. Við getum líka velt því fyrir okkur hvað okkur finnst gera tilveruna góða. Er tilveran góð ef maður á flatskjá og Range Rover? Eru það lífsgæði að drekka dýrasta koníakið og ganga í Prada-skóm? Gerir það lífið gott að græða sem mest? Á valdatíma Reagans í Bandaríkjunum og Thatcher í Bretlandi festi sú hugmynd sig í sessi að græðgi væri af hinu góða. Þessi sama hugmyndafræði seytlaði inn í íslenskt samfélag á tíunda áratugnum og skyndilega var það orðið gott og gilt að forstjórar fengju hundruð milljóna fyrir meintan árangur og vísað var í mikla ábyrgð þeirra. Á sama tíma fengu leikskólastarfsmenn engar árangurstengdar greiðslur þó að óneitanlega væri ábyrgð þeirra mikil. Eða framhaldsskólakennarar. Hvað þá sjúkraliðar eða skúringafólk. Að eiga nóg er nógSjálfstæðisflokkurinn hefur verið lengi við völd í þessu landi. Í stjórnartíð hans síðastliðin 17 ár - ásamt Alþýðuflokki, Framsóknarflokki og Samfylkingu - hefur bilið milli hinna lægst launuðu og hæst launuðu stóraukist. Um það hefur hins vegar helst ekki mátt tala því um gróðann hefur ekki mátt efast. En ég leyfi mér að efast. Gróði er ekki góður í sjálfu sér og sama má segja um hagvöxt. Sá hagvöxtur sem hér hefur verið hefur að miklu leyti byggst á neyslu sem hefur verið fjármögnuð með lánum. Slíkur hagvöxtur byggist ekki á verðmætasköpun og hefur reynst hverfull. Þegar ég var lítil, fyrir tuttugu og fimm árum eða svo, átti ég eitt par af vetrarskóm og þeir entust mér a.m.k. einn vetur, jafnvel tvo. Svo átti ég eina strigaskó fyrir sumarið og eina spariskó. Ansi hreint gott. Gott líf snýst ekki endilega um að eiga mikið - það snýst fremur um að hafa nóg - að ganga ekki á höfuðstólinn en rækta sinn garð þannig að hann beri ávöxt. Það á við um náttúruna, það á við um samfélagið og það á við um efnahagslífið. Þessi afstaða er stundum kölluð sjálfbær þróun. Jöfnuður í öndvegiEf við fylgjum hugmyndafræði sjálfbærrar þróunar og setjum jöfnuð í öndvegi eigum við Íslendingar góða möguleika á að vinna okkur út úr þrengingunum og skapa hér betra samfélag en hér ríkti fyrir hrunið mikla. Með því að endurskoða sjávarútvegsstefnu okkar, byggja upp landbúnaðinn, efla hátækni og þekkingariðnað, styrkja ferðaþjónustu og standa vörð um undirstöður samfélagsins; öflugt menntakerfi, gott heilbrigðiskerfi og félagslegt kerfi þar sem enginn dettur milli skips og bryggju, eigum við möguleika á að endurreisa atvinnulífið á nýjum grunni. Ef við lærum af nágrannaþjóðum okkar á Norðurlöndum og endurskoðum lagaumhverfið, hefjum fagleg sjónarmið til vegs og virðingar, skiptum skammtímagróða út fyrir skynsamlega fjármálastefnu og endurskoðum peningamálastefnuna getum við lagt grunn að traustri framtíð. Umfram allt skulum við ekki detta í gamlar gryfjur og endurtaka sömu mistökin. Jöfnuður og sjálfbærni eru þau leiðarljós sem ég sé í þessari blindhríð og úr henni munum við komast. Það mun taka tíma og það veltur að miklu leyti á stjórnvöldum hversu langur tími sá verður. Ég vil ekki að skrifað verði undir lántökur upp á mörg hundruð milljarða til að greiða fyrir Icesave umfram þjóðréttarlegar skyldur okkar, því að íslenskur almenningur á ekki að borga þann reikning. Ég vil að málin verði gerð upp og fólk verði kallað til ábyrgðar. Og ég vil að við notum þessi tímamót til að feta nýja leið og skapa hér jafnaðarsamfélag í sátt við umhverfið. Höfundur er þingmaður VG. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Mest lesið Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Þarf að hemja hina ofurríku? Fastir pennar Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Sjá meira
Það er skrýtið að vera Íslendingur þessa dagana. Í ágúst vorum við talin sjötta ríkasta þjóð í heimi. Þegar þetta er skrifað horfum við fram á að íslenska ríkið verði hugsanlega að taka 500 milljarða lán til að greiða fyrir bankaævintýri Landsbankans í Bretlandi. Og aðra 500 milljarða til að koma gjaldeyrisviðskiptum í gang. Eitt þúsund milljarðar fyrir okkur að borga með vöxtum og vaxtavöxtum. Og ekki aðeins okkur heldur börnin okkar og barnabörnin sem eru rétt að byrja lífið og tilveruna og við viljum öll að geti átt bjarta framtíð. Dökkir tímar framundanÞað er myrkt yfir Íslandi núna. En þegar ástandið er svart skiptir máli að sjá týruna í myrkrinu og reyna að glæða það ljós. Og hver er sú týra? Vissulega höfum við horft á fjármálakerfið hrynja á tveimur vikum og við vitum að það hefur slæmar afleiðingar. Fjöldi fólks hefur tapað stórfé í sjóðum bankanna - fólk sem lagði fyrir sinn fimm þúsund kall á mánuði og ætlaði sér að eiga smá sjóð fyrir sumarið eða til að stækka við sig eða fyrir ellina. Þessir sjóðir voru ranglega kynntir sem örugg sparnaðarleið. Fjöldi fólks hefur misst vinnuna. Meirihluti allra íslenskra arkitekta missti vinnuna í vikunni. Þúsund manns kunna að missa vinnuna í bönkunum. Atvinnuleysi kann að verða meira en við höfum þekkt. Og fólk er reitt enda verður ekki betur séð en að ýmsir eigendur bankanna séu stungnir af með seðlavöndlana í vasanum. Á sama tíma sér íslenskur almenningur fram á að borga fyrir öll ævintýrin næstu öldina, ævintýri sem margir tóku engan þátt í. Enn er allsendis óvíst hvort hægt verður að leggja hald á eitthvað af þessum eignum eða halda þeim eftir hér á landi. Fólk er líka reitt af því að ýmsir höfðu haft uppi varnaðarorð en á þau var ekki hlustað. Bankakerfið var orðið meira en tífalt stærra en þjóðarbúið og ljóst að bankarnir hefðu þurft að flytja hluta starfsemi sinnar til útlanda miðað við núverandi gjaldeyrisvaraforða. Stjórnvöld hlustuðu ekki á varnaðarorð með dýrkeyptum afleiðingum. Margt ungt fólk hefur haft samband við mig í vikunni og lýst vonleysi og sér fátt annað í stöðunni en að flytja af landi brott. Ljósið í myrkrinuEn það er týra. Vissulega verður næsta ár erfitt og jafnvel lengri tími. En við getum líka lært af þessum hremmingum. Við getum lært af fordæmi Norðmanna og Svía sem lentu í bankakreppu í byrjun tíunda áratugarins og endurskoðuðu allt fjármálakerfi sitt. Þar á ríkið hlut í öllum stærri bönkum til að geta haft áhrif á þróun mála. Við getum endurskoðað lög um Seðlabankann og tryggt faglegar ráðningar stjórnenda á þeim bæ í staðinn fyrir að ráða gamla stjórnmálamenn. Við getum gert Fjármálaeftirlitið skilvirkara og styrkt lagarammann um fjármálaumhverfið. Við getum líka gert pólitískar breytingar. Við getum kosið öðruvísi í næstu kosningum og tryggt breytingar ef við viljum. Við getum líka velt því fyrir okkur hvað okkur finnst gera tilveruna góða. Er tilveran góð ef maður á flatskjá og Range Rover? Eru það lífsgæði að drekka dýrasta koníakið og ganga í Prada-skóm? Gerir það lífið gott að græða sem mest? Á valdatíma Reagans í Bandaríkjunum og Thatcher í Bretlandi festi sú hugmynd sig í sessi að græðgi væri af hinu góða. Þessi sama hugmyndafræði seytlaði inn í íslenskt samfélag á tíunda áratugnum og skyndilega var það orðið gott og gilt að forstjórar fengju hundruð milljóna fyrir meintan árangur og vísað var í mikla ábyrgð þeirra. Á sama tíma fengu leikskólastarfsmenn engar árangurstengdar greiðslur þó að óneitanlega væri ábyrgð þeirra mikil. Eða framhaldsskólakennarar. Hvað þá sjúkraliðar eða skúringafólk. Að eiga nóg er nógSjálfstæðisflokkurinn hefur verið lengi við völd í þessu landi. Í stjórnartíð hans síðastliðin 17 ár - ásamt Alþýðuflokki, Framsóknarflokki og Samfylkingu - hefur bilið milli hinna lægst launuðu og hæst launuðu stóraukist. Um það hefur hins vegar helst ekki mátt tala því um gróðann hefur ekki mátt efast. En ég leyfi mér að efast. Gróði er ekki góður í sjálfu sér og sama má segja um hagvöxt. Sá hagvöxtur sem hér hefur verið hefur að miklu leyti byggst á neyslu sem hefur verið fjármögnuð með lánum. Slíkur hagvöxtur byggist ekki á verðmætasköpun og hefur reynst hverfull. Þegar ég var lítil, fyrir tuttugu og fimm árum eða svo, átti ég eitt par af vetrarskóm og þeir entust mér a.m.k. einn vetur, jafnvel tvo. Svo átti ég eina strigaskó fyrir sumarið og eina spariskó. Ansi hreint gott. Gott líf snýst ekki endilega um að eiga mikið - það snýst fremur um að hafa nóg - að ganga ekki á höfuðstólinn en rækta sinn garð þannig að hann beri ávöxt. Það á við um náttúruna, það á við um samfélagið og það á við um efnahagslífið. Þessi afstaða er stundum kölluð sjálfbær þróun. Jöfnuður í öndvegiEf við fylgjum hugmyndafræði sjálfbærrar þróunar og setjum jöfnuð í öndvegi eigum við Íslendingar góða möguleika á að vinna okkur út úr þrengingunum og skapa hér betra samfélag en hér ríkti fyrir hrunið mikla. Með því að endurskoða sjávarútvegsstefnu okkar, byggja upp landbúnaðinn, efla hátækni og þekkingariðnað, styrkja ferðaþjónustu og standa vörð um undirstöður samfélagsins; öflugt menntakerfi, gott heilbrigðiskerfi og félagslegt kerfi þar sem enginn dettur milli skips og bryggju, eigum við möguleika á að endurreisa atvinnulífið á nýjum grunni. Ef við lærum af nágrannaþjóðum okkar á Norðurlöndum og endurskoðum lagaumhverfið, hefjum fagleg sjónarmið til vegs og virðingar, skiptum skammtímagróða út fyrir skynsamlega fjármálastefnu og endurskoðum peningamálastefnuna getum við lagt grunn að traustri framtíð. Umfram allt skulum við ekki detta í gamlar gryfjur og endurtaka sömu mistökin. Jöfnuður og sjálfbærni eru þau leiðarljós sem ég sé í þessari blindhríð og úr henni munum við komast. Það mun taka tíma og það veltur að miklu leyti á stjórnvöldum hversu langur tími sá verður. Ég vil ekki að skrifað verði undir lántökur upp á mörg hundruð milljarða til að greiða fyrir Icesave umfram þjóðréttarlegar skyldur okkar, því að íslenskur almenningur á ekki að borga þann reikning. Ég vil að málin verði gerð upp og fólk verði kallað til ábyrgðar. Og ég vil að við notum þessi tímamót til að feta nýja leið og skapa hér jafnaðarsamfélag í sátt við umhverfið. Höfundur er þingmaður VG.
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun