Hafa reynst sannspáir um verðbólgu 30. júlí 2008 00:01 Benedikt Jóhannesson segir um áratug vera liðinn síðan kostir evru fyrir íslenskt efnahagslíf voru fyrst tíundaðir í Vísbendingu. Í þessari viku kemur út sérstök afmælisútgáfa efnahagsritsins. Markaðurinn/Arnþór Í tilefni af tuttugu og fimm ára afmælinu stendur mikið til hjá tímaritinu Vísbendingu. Í vikunni kemur út sérstakt afmælisrit þar sem farið er yfir efni blaðsins frá upphafi og tínd til eftirminnileg ummæli um ástand og framtíðarhorfur efnahagsmála. Benedikt Jóhannesson segir að það sé líka búið að semja við Landsbókasafnið um að eldri árgangar Vísbendingar séu aðgengilegir á timarit.is. „Það er hægt að fletta blöðunum og þar er líka orðaleit. Ég veit að sumar greinar hafa verið notaðar mjög mikið. Þetta getur verið mikilvæg söguleg heimild og gagnleg fyrir aðra sem eru að skoða íslenskt efnahagslíf.“ Saga Vísbendingar er samofin sögu íslensks fjármálalífs. „Það hefur alltaf verið skýrt í Vísbendingu að við erum hluti af stærri heild, að íslenska hagkerfið er ekkert ónæmt fyrir hagfræðilögmálum,“ segir Benedikt. Vísbending var gefin út af Kaupþingi allt til ársins 1993. „Vísbending varð í upphafi eitt af aðalatriðinum í rekstri Kaupþings. Í ágúst 1983 var frétt í Morgunblaðinu þar sem sagt er að Kaupþing sé ráðgjafarfyrirtæki í erlendum viðskiptum og gefi út tímaritið Vísbendingu, sem var þá bara hálfs mánaðar gamalt. Þá var litið svo á að þetta tvennt væri meginstarfsemi Kaupþings. Það er svolítið gaman miðað við hvernig Kaupþing hefur þróast síðan þá.“ Benedikt segir mikið vatn hafa runnið til sjávar síðan Vísbending hóf göngu sína: „Það voru auðvitað engin viðskiptablöð. Það var helst Frjáls verslun sem var að fjalla um viðskipti og efnahagsmál og það var nú enginn sérstakur viðskiptaáhugi í samfélaginu. En síðan þá eru komin viðskiptablöð og viðskiptasíður í öllum blöðunum, þannig að áhuginn er óneitanlega miklu meiri á þessu, en framboðið líka, þannig að við þurfum að halda okkur meira við fræðilegri umræðu.“Höfðar til stjórnenda og sérfræðinga„Vísbending hefur alltaf verið rit sem höfðar mjög til stjórnenda og sérfræðinga. Upplagið er ekkert mjög stórt, en hins vegar eru langflestir af forstjórum stærstu fyrirtækjanna áskrifendur, mjög margir pólítíkusar, ráðherrar og forstöðumenn stofnana. [...] Þegar maður sér viðtöl við stjórnendur fyrirtækja í sjónvarpinu sjást oft Vísbendingarmöppurnar uppi í hillu í bakgrunni. Þannig að maður sér hvar blaðið er lesið. Að minnsta kosti keypt, og vonandi lesið!“Nokkrar áherslubreytingar hafa orðið í tuttugu og fimm ára sögu Vísbendingar, en blaðið hefur að mestu haldið sömu mynd síðan það kom fyrst út. Blaðið, sem kemur út vikulega, er fjórar síður sem setur efnistökum ákveðnar skorður. Benedikt segir að þótt blaðið forðist allt „sérfræðingatal“ sé markmið blaðsins að fjalla á dýpri og fræðilegri hátt um þau mál sem helst eru á döfinni í efnahags- og viðskiptalífi þjóðarinnar. Þrátt fyrir lítið upplag hefur því verið tekið eftir Vísbendingu og oft vitnað til greina í blaðinu. „Ég hugsa að í gegnum tíðina hafi allir helstu hagfræðingar landsins skrifað eitthvað í blaðið, að minnsta kosti þeir sem eru af yngri kynslóðinni, og við höfum reynt að hafa viðtöl við þá sem eru eldri.“Ábyggilegustu verðbólguspárnar„Lengi vel voru ýmiss konar spár um ýmislegt efni, eins og verðbólgu, sérstaklega meðan hún var mikil, eins og hún er að verða aftur núna, og við vorum til 1997 alltaf með verðbólguspár. Framan af vorum við með ákveðið líkan, en svo var það nú þannig að okkur fannst það ekki eiga nógu vel við og við fórum bara að spá eins og spákonur, nánast að horfa í kristalskúlur.Ég hef nú ekki upplýst um þetta fyrr og ég vil nú ekki segja að spár okkar hafi verið óvísindalegar, en þær byggðust ekki á nákvæmu efnahagslegu líkani, heldur innsæi ritstjórnar. Það kom svo í ljós þegar Fjármálatíðindi gerðu úttekt á þessu að þá reyndust spár Vísbendingar nákvæmastar. Já, já, við vorum nokkuð ánægðir með okkur,“ bætir Benedikt við hlæjandi.Fjallar um það sem er efst á baugi„Við reynum að fjalla um eitthvað sem tengist umræðunni og ég held að virk umræða um ýmislegt í efnahagslífinu hafi fyrst komið fram í Vísbendingu. Sem dæmi má nefna að virk umræða um efnahagsleg áhrif kvótakerfisins hófst í Vísbendingu 1986 til 1987, nokkru fyrr en hún fór af stað í þjóðfélaginu. Menn áttuðu sig í raun ekki á hverjar voru efnahagslegar afleiðingar kvótakerfisins, að við takmörkun veiða skapaðist nýtt verðmæti í kvótaeign. Í Vísbendingu skrifaði Þorvaldur Gylfason og margir fleiri hins vegar um þetta.“Benedikt nefnir umræðuna um evru sem annað dæmi. „Það tala margir um að nú sé verið að tala um evruna vegna yfirstandandi efnahagserfiðleika, en fyrsta greinin sem ég fann um evruna í Vísbendingu er frá 1998, hún er sem sagt tíu ára gömul. Þar er mælt með evrunni og kostir hennar taldir upp.“Ákveðin íhaldssemiRauði þráðurinn í ritstjórn blaðsins hefur alla tíð verið frelsi í viðskiptum, að frjáls viðskipti séu hagkvæm og að draga eigi úr afskiptum ríkisins af viðskiptum. „En það er oft hætta á því að þegar kemur kreppa, eins og núna er kannski í uppsiglingu að menn fari útaf sporinu og vilji alls konar inngrip ríkisins af ýmsu tagi. En þar sé ég nú ákveðnar hættur, sem ég reikna með að við munum benda á.“ Benedikt segir skiljanlegt að menn spyrji sig hvort núverandi vandi sé til kominn vegna einkavæðingarinnar: „Ég held þó ekki að svo sé, en kannski hafa menn farið býsna hratt. Það er annað sem oft hefur komið fram í Vísbendingu, ákveðin íhaldssemi, að menn fari ekki alltof geyst. [...] Það getur virst svolítið hallærislegt þegar það kemur upp einhver netbóla, eða útrásarbóla en svo þegar aldan fer frá sést hverjir eru berrassaðir. Þá eru þetta aftur orðin gömlu góðu gildin sem gilda, sem giltu bara alltaf.“ spáð fyrir um framtíðinaÞá er í Vísbendingu gjarnan spáð í efnahagsframvinduna. „Við höfum til dæmis farið yfir þetta með verðmæti á hlutabréfum, Hlutabréfavísitalan núna, ef maður tekur langtímaþróun, þá er hún heldur lægri en maður hefði búst við ef það hefði bara verið jöfn og þétt hækkun. Gengisvísitalan núna, er líka of há, ef maður horfir á það í sögulegu samhengi, ég held að vísitalan ætti að settlast í kringum 140-145 miðað við eðlilegt ástand. Hins vegar er þetta ekki bara kreppa á Íslandi, þetta er kreppa í öllum heiminum. Og þá koma inn aðrir faktorar sem hafa áhrif um sinn, en eins og ástandið er núna, þá er krónan of veik tel ég í sögulegu samhengi. Sama með húsnæðisverð. Við reynum að benda á þetta aftur og aftur, að tugprósentahækkun getur ekki staðist til lengdar. Alveg sama hvort það er á húsnæðisverði eða hlutabréfaverði.“ Héðan og þaðan Mest lesið Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Viðskipti innlent „Fer út í daginn uppfull af hundaknúsi“ Atvinnulíf Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Viðskipti erlent Fleiri fréttir Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Sjá meira
Í tilefni af tuttugu og fimm ára afmælinu stendur mikið til hjá tímaritinu Vísbendingu. Í vikunni kemur út sérstakt afmælisrit þar sem farið er yfir efni blaðsins frá upphafi og tínd til eftirminnileg ummæli um ástand og framtíðarhorfur efnahagsmála. Benedikt Jóhannesson segir að það sé líka búið að semja við Landsbókasafnið um að eldri árgangar Vísbendingar séu aðgengilegir á timarit.is. „Það er hægt að fletta blöðunum og þar er líka orðaleit. Ég veit að sumar greinar hafa verið notaðar mjög mikið. Þetta getur verið mikilvæg söguleg heimild og gagnleg fyrir aðra sem eru að skoða íslenskt efnahagslíf.“ Saga Vísbendingar er samofin sögu íslensks fjármálalífs. „Það hefur alltaf verið skýrt í Vísbendingu að við erum hluti af stærri heild, að íslenska hagkerfið er ekkert ónæmt fyrir hagfræðilögmálum,“ segir Benedikt. Vísbending var gefin út af Kaupþingi allt til ársins 1993. „Vísbending varð í upphafi eitt af aðalatriðinum í rekstri Kaupþings. Í ágúst 1983 var frétt í Morgunblaðinu þar sem sagt er að Kaupþing sé ráðgjafarfyrirtæki í erlendum viðskiptum og gefi út tímaritið Vísbendingu, sem var þá bara hálfs mánaðar gamalt. Þá var litið svo á að þetta tvennt væri meginstarfsemi Kaupþings. Það er svolítið gaman miðað við hvernig Kaupþing hefur þróast síðan þá.“ Benedikt segir mikið vatn hafa runnið til sjávar síðan Vísbending hóf göngu sína: „Það voru auðvitað engin viðskiptablöð. Það var helst Frjáls verslun sem var að fjalla um viðskipti og efnahagsmál og það var nú enginn sérstakur viðskiptaáhugi í samfélaginu. En síðan þá eru komin viðskiptablöð og viðskiptasíður í öllum blöðunum, þannig að áhuginn er óneitanlega miklu meiri á þessu, en framboðið líka, þannig að við þurfum að halda okkur meira við fræðilegri umræðu.“Höfðar til stjórnenda og sérfræðinga„Vísbending hefur alltaf verið rit sem höfðar mjög til stjórnenda og sérfræðinga. Upplagið er ekkert mjög stórt, en hins vegar eru langflestir af forstjórum stærstu fyrirtækjanna áskrifendur, mjög margir pólítíkusar, ráðherrar og forstöðumenn stofnana. [...] Þegar maður sér viðtöl við stjórnendur fyrirtækja í sjónvarpinu sjást oft Vísbendingarmöppurnar uppi í hillu í bakgrunni. Þannig að maður sér hvar blaðið er lesið. Að minnsta kosti keypt, og vonandi lesið!“Nokkrar áherslubreytingar hafa orðið í tuttugu og fimm ára sögu Vísbendingar, en blaðið hefur að mestu haldið sömu mynd síðan það kom fyrst út. Blaðið, sem kemur út vikulega, er fjórar síður sem setur efnistökum ákveðnar skorður. Benedikt segir að þótt blaðið forðist allt „sérfræðingatal“ sé markmið blaðsins að fjalla á dýpri og fræðilegri hátt um þau mál sem helst eru á döfinni í efnahags- og viðskiptalífi þjóðarinnar. Þrátt fyrir lítið upplag hefur því verið tekið eftir Vísbendingu og oft vitnað til greina í blaðinu. „Ég hugsa að í gegnum tíðina hafi allir helstu hagfræðingar landsins skrifað eitthvað í blaðið, að minnsta kosti þeir sem eru af yngri kynslóðinni, og við höfum reynt að hafa viðtöl við þá sem eru eldri.“Ábyggilegustu verðbólguspárnar„Lengi vel voru ýmiss konar spár um ýmislegt efni, eins og verðbólgu, sérstaklega meðan hún var mikil, eins og hún er að verða aftur núna, og við vorum til 1997 alltaf með verðbólguspár. Framan af vorum við með ákveðið líkan, en svo var það nú þannig að okkur fannst það ekki eiga nógu vel við og við fórum bara að spá eins og spákonur, nánast að horfa í kristalskúlur.Ég hef nú ekki upplýst um þetta fyrr og ég vil nú ekki segja að spár okkar hafi verið óvísindalegar, en þær byggðust ekki á nákvæmu efnahagslegu líkani, heldur innsæi ritstjórnar. Það kom svo í ljós þegar Fjármálatíðindi gerðu úttekt á þessu að þá reyndust spár Vísbendingar nákvæmastar. Já, já, við vorum nokkuð ánægðir með okkur,“ bætir Benedikt við hlæjandi.Fjallar um það sem er efst á baugi„Við reynum að fjalla um eitthvað sem tengist umræðunni og ég held að virk umræða um ýmislegt í efnahagslífinu hafi fyrst komið fram í Vísbendingu. Sem dæmi má nefna að virk umræða um efnahagsleg áhrif kvótakerfisins hófst í Vísbendingu 1986 til 1987, nokkru fyrr en hún fór af stað í þjóðfélaginu. Menn áttuðu sig í raun ekki á hverjar voru efnahagslegar afleiðingar kvótakerfisins, að við takmörkun veiða skapaðist nýtt verðmæti í kvótaeign. Í Vísbendingu skrifaði Þorvaldur Gylfason og margir fleiri hins vegar um þetta.“Benedikt nefnir umræðuna um evru sem annað dæmi. „Það tala margir um að nú sé verið að tala um evruna vegna yfirstandandi efnahagserfiðleika, en fyrsta greinin sem ég fann um evruna í Vísbendingu er frá 1998, hún er sem sagt tíu ára gömul. Þar er mælt með evrunni og kostir hennar taldir upp.“Ákveðin íhaldssemiRauði þráðurinn í ritstjórn blaðsins hefur alla tíð verið frelsi í viðskiptum, að frjáls viðskipti séu hagkvæm og að draga eigi úr afskiptum ríkisins af viðskiptum. „En það er oft hætta á því að þegar kemur kreppa, eins og núna er kannski í uppsiglingu að menn fari útaf sporinu og vilji alls konar inngrip ríkisins af ýmsu tagi. En þar sé ég nú ákveðnar hættur, sem ég reikna með að við munum benda á.“ Benedikt segir skiljanlegt að menn spyrji sig hvort núverandi vandi sé til kominn vegna einkavæðingarinnar: „Ég held þó ekki að svo sé, en kannski hafa menn farið býsna hratt. Það er annað sem oft hefur komið fram í Vísbendingu, ákveðin íhaldssemi, að menn fari ekki alltof geyst. [...] Það getur virst svolítið hallærislegt þegar það kemur upp einhver netbóla, eða útrásarbóla en svo þegar aldan fer frá sést hverjir eru berrassaðir. Þá eru þetta aftur orðin gömlu góðu gildin sem gilda, sem giltu bara alltaf.“ spáð fyrir um framtíðinaÞá er í Vísbendingu gjarnan spáð í efnahagsframvinduna. „Við höfum til dæmis farið yfir þetta með verðmæti á hlutabréfum, Hlutabréfavísitalan núna, ef maður tekur langtímaþróun, þá er hún heldur lægri en maður hefði búst við ef það hefði bara verið jöfn og þétt hækkun. Gengisvísitalan núna, er líka of há, ef maður horfir á það í sögulegu samhengi, ég held að vísitalan ætti að settlast í kringum 140-145 miðað við eðlilegt ástand. Hins vegar er þetta ekki bara kreppa á Íslandi, þetta er kreppa í öllum heiminum. Og þá koma inn aðrir faktorar sem hafa áhrif um sinn, en eins og ástandið er núna, þá er krónan of veik tel ég í sögulegu samhengi. Sama með húsnæðisverð. Við reynum að benda á þetta aftur og aftur, að tugprósentahækkun getur ekki staðist til lengdar. Alveg sama hvort það er á húsnæðisverði eða hlutabréfaverði.“
Héðan og þaðan Mest lesið Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Viðskipti innlent „Fer út í daginn uppfull af hundaknúsi“ Atvinnulíf Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Viðskipti erlent Fleiri fréttir Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Sjá meira