Epal og Liborius saman í miðbæinn Annas Sigmundsson skrifar 2. júlí 2008 00:01 Hildur Björgvinsdóttir Starfsmaður í nýju versluninni. Verslunin er bæði ætluð Íslendingum og erlendum ferðamönnum. fréttablaðið/gva Ekki eru allir búnir að missa trúna á Laugaveginum sem verslunargötu. Fyrir stuttu opnuðu fyrirtækin Epal og Liborius nýja verslun á Laugavegi 7. Epal hefur fram að þessu verið með verslun í Skeifunni og fríhöfninni í Leifsstöð. ,,Okkur fannst það skemmtilegur leikur að fara niður á Laugaveg,“ segir Ingibjörg Friðjónsdóttir, sölustjóri hjá Epal. Spurð um markhópinn segir hún að búðin á Laugaveginum sé ætluð öllum. ,,Bæði Íslendingum og erlendum ferðamönnum,“ segir Ingibjörg. Hún segir að viðbrögðin við nýju búðinni hafi verið góð en þó séu einungis þrjár vikur síðan búðin var opnuð. Epal og Liborius deila með sér um 120 fermetra húsnæði. Þar er seld gjafavara frá Epal, nytjahlutir og skrautmunir fyrir heimilið. Liborius býður hátískufatnað fyrir dömur og herra frá hönnuðunum Christian Dior í Frakklandi, Ann Demeulemeester í Belgíu, Number (N)ine og Undercover í Japan sem dæmi. Einnig fást í versluninni sérvalin ilmvötn og ýmiss konar fylgihlutir, meðal annars úr silki, kasmírull, leðri og silfri, að ógleymdum svörtum demöntum. Flestar vörurnar eru til í takmörkuðu upplagi og einungis í boði í tengslum við árstíðabundna framleiðslulínu hönnuðarins, og eru sagðar afar eftirsóttar víðs vegar um heim. Liborius fylgir einnig fordæmi kunnra verslana í París sem kynna reglulega sérvalin bókmenntaverk. Minnisbók Sigurðar Pálssonar var fyrst kynnt þar og nýlega var bók Charlies Strand, Project Iceland, kynnt hjá Liborius og eru allar bækur eru áritaðar af höfundi. Þessi nýja verslun er ekki í einu af elstu húsum á Laugaveginum því að húsið að Laugavegi 7 var reist snemma á 8. áratugnum undir starfsemi Landsbankans. ,,Nú bjóða menn viðskiptavini Epal og Liborius velkomna og vona að þeir gangi út aftur ekki óglaðari en úr bankanum forðum,“ segir Ingibjörg að lokum. Héðan og þaðan Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Sjá meira
Ekki eru allir búnir að missa trúna á Laugaveginum sem verslunargötu. Fyrir stuttu opnuðu fyrirtækin Epal og Liborius nýja verslun á Laugavegi 7. Epal hefur fram að þessu verið með verslun í Skeifunni og fríhöfninni í Leifsstöð. ,,Okkur fannst það skemmtilegur leikur að fara niður á Laugaveg,“ segir Ingibjörg Friðjónsdóttir, sölustjóri hjá Epal. Spurð um markhópinn segir hún að búðin á Laugaveginum sé ætluð öllum. ,,Bæði Íslendingum og erlendum ferðamönnum,“ segir Ingibjörg. Hún segir að viðbrögðin við nýju búðinni hafi verið góð en þó séu einungis þrjár vikur síðan búðin var opnuð. Epal og Liborius deila með sér um 120 fermetra húsnæði. Þar er seld gjafavara frá Epal, nytjahlutir og skrautmunir fyrir heimilið. Liborius býður hátískufatnað fyrir dömur og herra frá hönnuðunum Christian Dior í Frakklandi, Ann Demeulemeester í Belgíu, Number (N)ine og Undercover í Japan sem dæmi. Einnig fást í versluninni sérvalin ilmvötn og ýmiss konar fylgihlutir, meðal annars úr silki, kasmírull, leðri og silfri, að ógleymdum svörtum demöntum. Flestar vörurnar eru til í takmörkuðu upplagi og einungis í boði í tengslum við árstíðabundna framleiðslulínu hönnuðarins, og eru sagðar afar eftirsóttar víðs vegar um heim. Liborius fylgir einnig fordæmi kunnra verslana í París sem kynna reglulega sérvalin bókmenntaverk. Minnisbók Sigurðar Pálssonar var fyrst kynnt þar og nýlega var bók Charlies Strand, Project Iceland, kynnt hjá Liborius og eru allar bækur eru áritaðar af höfundi. Þessi nýja verslun er ekki í einu af elstu húsum á Laugaveginum því að húsið að Laugavegi 7 var reist snemma á 8. áratugnum undir starfsemi Landsbankans. ,,Nú bjóða menn viðskiptavini Epal og Liborius velkomna og vona að þeir gangi út aftur ekki óglaðari en úr bankanum forðum,“ segir Ingibjörg að lokum.
Héðan og þaðan Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Sjá meira