Verkfræðistofur stækka stöðugt Ingimar Karl Helgason skrifar 9. apríl 2008 00:01 Það hefur verið nóg að gera hjá verkfræðingum. Stór verkefni í húsbyggingum, samgöngum og orkumálum. Verkfræðistofurnar stækka í takt við stærri verkefni.Markaðurinn/GVA Stefnt er að því að verkfræðistofurnar Rafhönnun og VGK-hönnun sameinist á föstudag, en hluthafafundur tekur ákvörðun um þetta á fimmtudaginn, samkvæmt heimildum Markaðarins. Ætla má að um 350 manns starfi hjá sameinuðu félagi. Verkfræðistofum hefur fækkað undanfarið og þær stækkað. Þannig var ákveðið fyrr á árinu að sameina verkfræðistofurnar VST og Rafteikningu. Þar starfa allt í allt um 240 manns. Starfsemi í sameinuðu fyrirtæki á að hefjast 23. þessa mánaðar. Því verða um 600 manns í starfi hjá þessum tveimur stærstu verkfræðistofum landsins. „Þetta er að mínu mati jákvætt,“ segir Jóhanna Harpa Árnadóttir, formaður Verkfræðingafélags Íslands. „Með þessu móti komast stofurnar í stærri verkefni og geta í auknum mæli tekið að sér verkefni erlendis, líkt og í orkuútrásinni.“ Jóhanna bendir þó á að ekki safnist allir verkfræðingar saman á stórar stofur. Enn séu smærri stofur í rekstri. Auk þess vekur hún athygli á því að starfssvið verkfræðinga hafi víkkað út á undanförnum árum, en nú starfa fjölmargir verkfræðingar í bankakerfinu. „Það er ef til vill einn liður í því að verkfræðistofurnar sameinast í stærri fyrirtæki, það er mikil samkeppni um að fá verkfræðinga til starfa.“ Hins vegar sé jákvætt fyrir stétt verkfræðinga að sóst sé eftir kröftum þeirra. Nú eru starfandi þrjár verkfræðistofur með hundrað starfsmenn eða fleiri. Auk þeirra sem áður voru nefndar starfa yfir eitt hundrað manns hjá Línuhönnun. Þá starfa upp undir áttatíu manns hjá Almennu verkfræðistofunni, álíka margir hjá VSÓ og upp undir sextíu hjá Hniti. Á flestum stofum eru starfsmenn hins vegar fimm eða færri, eða á bilinu tíu til tuttugu. Til samanburðar má nefna að hjá Orkuveitu Reykjavíkur starfa rúmlega áttatíu verk- og tæknifræðingar og innan við fimmtíu hjá Landsvirkjun. Héðan og þaðan Mest lesið 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Viðskipti innlent Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Viðskipti erlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Neytendur Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Sjá meira
Stefnt er að því að verkfræðistofurnar Rafhönnun og VGK-hönnun sameinist á föstudag, en hluthafafundur tekur ákvörðun um þetta á fimmtudaginn, samkvæmt heimildum Markaðarins. Ætla má að um 350 manns starfi hjá sameinuðu félagi. Verkfræðistofum hefur fækkað undanfarið og þær stækkað. Þannig var ákveðið fyrr á árinu að sameina verkfræðistofurnar VST og Rafteikningu. Þar starfa allt í allt um 240 manns. Starfsemi í sameinuðu fyrirtæki á að hefjast 23. þessa mánaðar. Því verða um 600 manns í starfi hjá þessum tveimur stærstu verkfræðistofum landsins. „Þetta er að mínu mati jákvætt,“ segir Jóhanna Harpa Árnadóttir, formaður Verkfræðingafélags Íslands. „Með þessu móti komast stofurnar í stærri verkefni og geta í auknum mæli tekið að sér verkefni erlendis, líkt og í orkuútrásinni.“ Jóhanna bendir þó á að ekki safnist allir verkfræðingar saman á stórar stofur. Enn séu smærri stofur í rekstri. Auk þess vekur hún athygli á því að starfssvið verkfræðinga hafi víkkað út á undanförnum árum, en nú starfa fjölmargir verkfræðingar í bankakerfinu. „Það er ef til vill einn liður í því að verkfræðistofurnar sameinast í stærri fyrirtæki, það er mikil samkeppni um að fá verkfræðinga til starfa.“ Hins vegar sé jákvætt fyrir stétt verkfræðinga að sóst sé eftir kröftum þeirra. Nú eru starfandi þrjár verkfræðistofur með hundrað starfsmenn eða fleiri. Auk þeirra sem áður voru nefndar starfa yfir eitt hundrað manns hjá Línuhönnun. Þá starfa upp undir áttatíu manns hjá Almennu verkfræðistofunni, álíka margir hjá VSÓ og upp undir sextíu hjá Hniti. Á flestum stofum eru starfsmenn hins vegar fimm eða færri, eða á bilinu tíu til tuttugu. Til samanburðar má nefna að hjá Orkuveitu Reykjavíkur starfa rúmlega áttatíu verk- og tæknifræðingar og innan við fimmtíu hjá Landsvirkjun.
Héðan og þaðan Mest lesið 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Viðskipti innlent Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Viðskipti erlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Neytendur Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Sjá meira