Ímynd og sparisjóður Vala Georgsdóttir skrifar 2. apríl 2008 00:01 Gluggað í tölurnar á bak við ímyndina Mikilvægt er að nota staðföst skilaboð í markaðsstarfi, að sögn þeirra Ingibjargar Ástu Halldórsdóttur, forstöðukonu á markaðssviði Sparisjóðsins, og Höllu Helgadóttur, hjá auglýsingastofunni Fíton.Markaðurinn/GVA Þegar ímynd og markmið haldast í hendur getur útkoman verið árangursrík. Samkvæmt nýlegri mælingu á ímyndarvísitölu fjármálafyrirtækja hafa íslensku sparisjóðirnir sterka ímynd í hugum íslenskra neytenda. „Í flestum tilfellum eru ákvarðanir neytenda ómeðvitaðar,“ nefnir Hallgrímur Óskarsson, framkvæmdastjóri Fortuna, sem hefur séð um mælingar á ímyndarvístölu bankanna. Mælingarnar eru unnar út frá ZMET-rannsóknaraðferðinni sem Gerald Zaltmann, prófessor við Harvard Business School, er upphafsmaður að. „Rannsóknaraðferðin gengur út á að greina ómeðvitaðar hugsanir til að geta greint hvaða þættir eru raunverulega ráðandi hjá viðskiptavininum,“ bendir Hallgrímur á. Íslensku sparisjóðirnir samanstanda af þremur fjármálafyrirtækjum sem eru Sparisjóðurinn, Byr og Spron. Þegar rýnt er í niðurstöður mælinganna kemur í ljós að sparisjóðirnir virðast höfða meira til þeirra sem teljast áhættufælnir. Þegar spurt er um hvaða fjármálafyrirtæki leggi áherslu á fleiri þætti en hagnaðinn einan fengu sparisjóðirnir bestu umsögnina. Glitnir, Landsbankinn og Kaupþing höfðuðu aftur á móti betur til þeirra áhættusæknu. Þeir þóttu því standa sig betur en sparisjóðirnir þegar spurt er um þætti eins og góða ávöxtun, uppbyggingu og útrás. Þegar spurt er um hvaða fjármálafyrirtæki sýni viðskiptavinum tillitsemi eru það sparisjóðirnir sem eiga vinninginn í þeim flokki. Einnig þegar spurt er út í hvaða fjármálafyrirtæki bjóði „hvern sem er velkominn“ fá sparisjóðirnir flestu stigin í mælingunni. Auk þess eru sparisjóðirnir fyrsti kostur þeirra sem íhuga að skipta um banka. Ingibjörg Ásta Halldórsdóttir forstöðukona á markaðssviði Sparisjóðsins nefnir að „Sparisjóðurinn hafi ætíð lagt ríka áherslu á samfélagslega ábyrgð sína“. Hún vísar til þess að „Sparisjóðurinn haldi uppi víðtæku dreifineti afgreiðslustaða út um allt land,“ og bætir við að „Sparisjóðurinn taki einnig virkan þátt í mannlífinu á landsvísu.“ Auglýsingastofan Fíton hefur unnið náið með markaðssviði Sparisjóðsins á undanförnum árum. Halla Helgadóttir teiknistofustýra hjá Fíton segir að lögð hafi verið áhersla á að nota staðföst skilaboð í markaðsstarfinu. En slagorð Sparisjóðsins „Sparisjóðurinn – Fyrir þig og þína,“ er dæmi um „skilaboð sem beint er til viðskiptavina á persónulegu nótunum,“ segir Ingibjörg Ásta. „Markmið Sparisjóðsins hefur einmitt verið að einbeita sér að einstaklingsþjónustu á heimamarkaði. En á sama tíma hafa Glitnir, Landsbankinn og Kaupþing verið uppteknir við að vinna nýja markaði í útlöndum,“ benda þær báðar á. Þessar ólíku áherslur stóru bankanna annarsvegar og sparisjóðanna hinsvegar endurspeglast vel í nýlegri mælingu á ímyndarvísitölunni. Sparisjóðurinn er ágætis dæmi um fjármálafyrirtæki sem hefur haft það að markmiði að veita einstaklingum fjármálaþjónustu sem lagar sig að þörfum hvers og eins. Þess skilaboð virðast neytendur hafa skynjað þegar rýnt er í töfluna sem sýnir mælingar á ímyndarvísitölu bankanna þetta misserið. Héðan og þaðan Mest lesið Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Viðskipti innlent Bjartara yfir við opnun markaða Viðskipti erlent Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Neytendur Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Viðskipti innlent Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Viðskipti erlent Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Viðskipti innlent Hækkanir í Kauphöllinni á ný Viðskipti innlent Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Sjá meira
Þegar ímynd og markmið haldast í hendur getur útkoman verið árangursrík. Samkvæmt nýlegri mælingu á ímyndarvísitölu fjármálafyrirtækja hafa íslensku sparisjóðirnir sterka ímynd í hugum íslenskra neytenda. „Í flestum tilfellum eru ákvarðanir neytenda ómeðvitaðar,“ nefnir Hallgrímur Óskarsson, framkvæmdastjóri Fortuna, sem hefur séð um mælingar á ímyndarvístölu bankanna. Mælingarnar eru unnar út frá ZMET-rannsóknaraðferðinni sem Gerald Zaltmann, prófessor við Harvard Business School, er upphafsmaður að. „Rannsóknaraðferðin gengur út á að greina ómeðvitaðar hugsanir til að geta greint hvaða þættir eru raunverulega ráðandi hjá viðskiptavininum,“ bendir Hallgrímur á. Íslensku sparisjóðirnir samanstanda af þremur fjármálafyrirtækjum sem eru Sparisjóðurinn, Byr og Spron. Þegar rýnt er í niðurstöður mælinganna kemur í ljós að sparisjóðirnir virðast höfða meira til þeirra sem teljast áhættufælnir. Þegar spurt er um hvaða fjármálafyrirtæki leggi áherslu á fleiri þætti en hagnaðinn einan fengu sparisjóðirnir bestu umsögnina. Glitnir, Landsbankinn og Kaupþing höfðuðu aftur á móti betur til þeirra áhættusæknu. Þeir þóttu því standa sig betur en sparisjóðirnir þegar spurt er um þætti eins og góða ávöxtun, uppbyggingu og útrás. Þegar spurt er um hvaða fjármálafyrirtæki sýni viðskiptavinum tillitsemi eru það sparisjóðirnir sem eiga vinninginn í þeim flokki. Einnig þegar spurt er út í hvaða fjármálafyrirtæki bjóði „hvern sem er velkominn“ fá sparisjóðirnir flestu stigin í mælingunni. Auk þess eru sparisjóðirnir fyrsti kostur þeirra sem íhuga að skipta um banka. Ingibjörg Ásta Halldórsdóttir forstöðukona á markaðssviði Sparisjóðsins nefnir að „Sparisjóðurinn hafi ætíð lagt ríka áherslu á samfélagslega ábyrgð sína“. Hún vísar til þess að „Sparisjóðurinn haldi uppi víðtæku dreifineti afgreiðslustaða út um allt land,“ og bætir við að „Sparisjóðurinn taki einnig virkan þátt í mannlífinu á landsvísu.“ Auglýsingastofan Fíton hefur unnið náið með markaðssviði Sparisjóðsins á undanförnum árum. Halla Helgadóttir teiknistofustýra hjá Fíton segir að lögð hafi verið áhersla á að nota staðföst skilaboð í markaðsstarfinu. En slagorð Sparisjóðsins „Sparisjóðurinn – Fyrir þig og þína,“ er dæmi um „skilaboð sem beint er til viðskiptavina á persónulegu nótunum,“ segir Ingibjörg Ásta. „Markmið Sparisjóðsins hefur einmitt verið að einbeita sér að einstaklingsþjónustu á heimamarkaði. En á sama tíma hafa Glitnir, Landsbankinn og Kaupþing verið uppteknir við að vinna nýja markaði í útlöndum,“ benda þær báðar á. Þessar ólíku áherslur stóru bankanna annarsvegar og sparisjóðanna hinsvegar endurspeglast vel í nýlegri mælingu á ímyndarvísitölunni. Sparisjóðurinn er ágætis dæmi um fjármálafyrirtæki sem hefur haft það að markmiði að veita einstaklingum fjármálaþjónustu sem lagar sig að þörfum hvers og eins. Þess skilaboð virðast neytendur hafa skynjað þegar rýnt er í töfluna sem sýnir mælingar á ímyndarvísitölu bankanna þetta misserið.
Héðan og þaðan Mest lesið Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Viðskipti innlent Bjartara yfir við opnun markaða Viðskipti erlent Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Neytendur Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Viðskipti innlent Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Viðskipti erlent Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Viðskipti innlent Hækkanir í Kauphöllinni á ný Viðskipti innlent Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Sjá meira