Í útilegu með öll þægindi 26. mars 2008 00:01 Björgvin Barðdal segir þægindi sem fólk sé vant heima fyrir hafa sitt að segja í útilegunni. fréttablaðið/arnþór „Á sumrin er aðaláhugamál mitt ferðalög innanlands með fjölskyldunni," segir Björgvin Barðdal, framkvæmdastjóri Seglagerðarinnar Ægis. „Uppáhaldsstaðurinn er Skvísuvík við Selsund við Heklurætur. Þar er stórbrotið landslag og áhugaverðar gönguleiðir um hraunið sem fjölskyldan er dugleg að þræða. Staðir eins og Kirkjubæjarklaustur, Húsafell og Hellishólar koma líka til greina þegar farið er í ferðalög með fellihýsið í eftirdragi." Björgvin segir að fellihýsið sé þægilegt í notkun hvort sem ferðinni sé heitið upp á hálendið eða bara til að þræða tjaldstæðin og njóta afslöppunar með fjölskyldunni. „Aðstaðan á tjaldstæðum landsins hefur aldrei verið betri. Yfir 100 staðir á landinu í dag bjóða upp á skipulagða aðstöðu, þar sem hægt er að tjalda vagninum jafnvel með aðgengi að rafmagni og vatni. Útilegur eru ofarlega í huga manns þegar veðrið er gott. Útilega í fellihýsi er ferðamáti sem hefur gert fólki kleift að ferðast um landið án mikillar fyrirhafnar. Auðveldara er að draga þessa vagna um þjóðvegi landsins en margir halda. Bara að passa að börnin séu í bílnum," segir Björgvin í gríni. „Bruna af stað í góða veðrið sem er alltaf einhvers staðar á landinu." Kona Björgvins, Þóra Sif Sigurðardóttir, og börnin Arnþór 16 ára, Björk Steinunn 10 ára og Ófeigur 10 ára, njóta þess að ferðast með þeim þægindum sem vel útbúið fellihýsi hefur upp á að bjóða. „Þegar börnin voru orðin þrjú var stefnan tekin á fellihýsið en það er ferðamáti sem hentar vel fyrir fjölskyldur með börn. Útilegur í venjulegu tjaldi gera fólk háðara veðri. Reynslan er að fólk ferðast meira en ella ef það á sæmilega vel útbúinn vagn. Þægindi sem fólk er vant heima fyrir hafa sitt að segja í útilegunni. Hitakerfið í vagninum gerir gæfumuninn og það fer alltaf vel um fjölskylduna sama hvernig viðrar." Björgvin ólst upp í kringum tjöld og segir að ferðaáhuginn sé honum í blóð borinn. Hann er þriðji ættliður framkvæmdastjóra Seglagerðarinnar Ægis, sem er eitt elsta starfandi fyrirtæki landsins, stofnað 1913, og hefur verið í eigu fjölskyldu hans síðustu sextíu árin. Útivist og útilegur með fjölskyldunni hafa því alltaf verið stór hluti af hans lífsstíl. Björgvin og fjölskylda eiga það oft til að bregða sér í útilegu með mjög stuttum fyrirvara þegar tekur að vora. „Það er gott að geta notið alls í náttúrunni, þar á meðal vonda veðursins, vitandi það að vagninn er afbragðs skjól fyrir þig og þína," segir Björgvin, sem fer fljótlega að setja sig í ferðagírinn með hækkandi sól. - vg Héðan og þaðan Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Sjá meira
„Á sumrin er aðaláhugamál mitt ferðalög innanlands með fjölskyldunni," segir Björgvin Barðdal, framkvæmdastjóri Seglagerðarinnar Ægis. „Uppáhaldsstaðurinn er Skvísuvík við Selsund við Heklurætur. Þar er stórbrotið landslag og áhugaverðar gönguleiðir um hraunið sem fjölskyldan er dugleg að þræða. Staðir eins og Kirkjubæjarklaustur, Húsafell og Hellishólar koma líka til greina þegar farið er í ferðalög með fellihýsið í eftirdragi." Björgvin segir að fellihýsið sé þægilegt í notkun hvort sem ferðinni sé heitið upp á hálendið eða bara til að þræða tjaldstæðin og njóta afslöppunar með fjölskyldunni. „Aðstaðan á tjaldstæðum landsins hefur aldrei verið betri. Yfir 100 staðir á landinu í dag bjóða upp á skipulagða aðstöðu, þar sem hægt er að tjalda vagninum jafnvel með aðgengi að rafmagni og vatni. Útilegur eru ofarlega í huga manns þegar veðrið er gott. Útilega í fellihýsi er ferðamáti sem hefur gert fólki kleift að ferðast um landið án mikillar fyrirhafnar. Auðveldara er að draga þessa vagna um þjóðvegi landsins en margir halda. Bara að passa að börnin séu í bílnum," segir Björgvin í gríni. „Bruna af stað í góða veðrið sem er alltaf einhvers staðar á landinu." Kona Björgvins, Þóra Sif Sigurðardóttir, og börnin Arnþór 16 ára, Björk Steinunn 10 ára og Ófeigur 10 ára, njóta þess að ferðast með þeim þægindum sem vel útbúið fellihýsi hefur upp á að bjóða. „Þegar börnin voru orðin þrjú var stefnan tekin á fellihýsið en það er ferðamáti sem hentar vel fyrir fjölskyldur með börn. Útilegur í venjulegu tjaldi gera fólk háðara veðri. Reynslan er að fólk ferðast meira en ella ef það á sæmilega vel útbúinn vagn. Þægindi sem fólk er vant heima fyrir hafa sitt að segja í útilegunni. Hitakerfið í vagninum gerir gæfumuninn og það fer alltaf vel um fjölskylduna sama hvernig viðrar." Björgvin ólst upp í kringum tjöld og segir að ferðaáhuginn sé honum í blóð borinn. Hann er þriðji ættliður framkvæmdastjóra Seglagerðarinnar Ægis, sem er eitt elsta starfandi fyrirtæki landsins, stofnað 1913, og hefur verið í eigu fjölskyldu hans síðustu sextíu árin. Útivist og útilegur með fjölskyldunni hafa því alltaf verið stór hluti af hans lífsstíl. Björgvin og fjölskylda eiga það oft til að bregða sér í útilegu með mjög stuttum fyrirvara þegar tekur að vora. „Það er gott að geta notið alls í náttúrunni, þar á meðal vonda veðursins, vitandi það að vagninn er afbragðs skjól fyrir þig og þína," segir Björgvin, sem fer fljótlega að setja sig í ferðagírinn með hækkandi sól. - vg
Héðan og þaðan Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Sjá meira