Óvirk samkeppni Ingimar Karl Helgason skrifar 19. mars 2008 00:01 Samkeppnismarkaður með raforku er lítt virkur. Íslenskir raforkukaupendur sjá ekki ástæður til að skipta um raforkusala, enda munar ekki miklu á verðinu. Markaðurinn/Pjetur „Sjálfum fannst mér að ein meginniðurstaða hennar væri að samkeppni á raforkumarkaði væri fjarri því farin að virka sem skyldi,“ segir Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra um skýrslu ráðuneytisins um raforkumál. Í skýrslunni kemur fram að í hitteðfyrra hafi um 600 heimili skipt um raforkusala, eða sem nemur 0,35 prósentum almennra raforkunotenda. „Munurinn á verði er samt svo lítill að það skipta nánast engir um orkusala,“ segir Össur. Ný raforkulög tóku gildi um mitt ár 2003. Samfara gildistökunni átti að hefjast hér samkeppnismarkaður. Frá 1. janúar 2006 áttu allir raforkunotendur að geta valið sér raforkusala. Fram kemur í skýrslu iðnaðarráðuneytisins að fjöldi þeirra sem skipta um raforkuseljanda sé nánast eini mælikvarðinn á samkeppni á raforkumarkaði. Staðan sé töluvert önnur annars staðar á Norðurlöndum. Frá ársbyrjun 2003 hafi Danir getað valið sér raforkusala. Þar hafi 1,5 prósent notenda skipt um raforkusala í hitteðfyrra. Tæp fjögur prósent Finna skiptu um raforkusala á sama ári. Frá árinu 1997 hafa allir norskir raforkunotendur getað valið sér orkusala. Í hitteðfyrra skiptu 11,5 prósent raforkunotenda um sölufyrirtæki og 7,8 prósent Svía. Fram kemur í skýrslunni að hátt hlutfall Finna og Svía semji beint við seljanda sinn um lækkun á taxtaverði. Sambærilegar upplýsingar um slíka samninga hérlendis liggi ekki fyrir hjá Orkustofnun. „Hlutfallið er mun hærra í nágrannalöndunum, þar sem markaðurinn er þroskaðri. Í Noregi er hlutfallið til dæmis ríflega þrítugfalt meira. Þar telja neytendur greinilega að eftir einhverju sé að slægjast með því að velja nýjan orkusala. Það speglar væntanlega miklu þróaðri samkeppni, og meira hlaup í orkuverði milli fyrirtækja,“ segir Össur. Sjá má á töflunni að verðmunur milli orkusala er lítill. Sé miðað við ársnotkun í fjölbýli í Breiðholtinu munar innan við tvö þúsund krónum á hæsta og lægsta verði á raforku, sem hleypur rétt undir 50 þúsund krónum, sé kostnaður við dreifinguna tekinn með. Fólk greiðir sérstaklega fyrir hverja kílóvattstund. Síðan þarf fólk að greiða svonefnt fastagjald, sem hjá Orkuveitu Reykjavíkur nemur 6.746 krónum, án virðisaukaskatts, auk gjalds fyrir hverja kílóvattstund, sem kostar meira en kílóvattstundin kostar að jafnaði frá seljandanum. Hjörleifur Kvaran, forstjóri Orkuveitunnar, segist ekki skilja hvernig þeir sem kaupi raforkuna frá Landsvirkjun fari að því að bjóða svipað verð og Orkuveitan. „Við framleiðum sjálf um helminginn af því rafmagni sem við seljum almennum notendum. Það kostar mun minna en það sem við kaupum af Landsvirkjun og gerir okkur kleift að bjóða jafn lágt verð og raun ber vitni,“ segir Hjörleifur. Héðan og þaðan Mest lesið Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Viðskipti innlent Bjartara yfir við opnun markaða Viðskipti erlent Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Neytendur Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Viðskipti innlent Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Viðskipti erlent Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Viðskipti innlent Hækkanir í Kauphöllinni á ný Viðskipti innlent Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Sjá meira
„Sjálfum fannst mér að ein meginniðurstaða hennar væri að samkeppni á raforkumarkaði væri fjarri því farin að virka sem skyldi,“ segir Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra um skýrslu ráðuneytisins um raforkumál. Í skýrslunni kemur fram að í hitteðfyrra hafi um 600 heimili skipt um raforkusala, eða sem nemur 0,35 prósentum almennra raforkunotenda. „Munurinn á verði er samt svo lítill að það skipta nánast engir um orkusala,“ segir Össur. Ný raforkulög tóku gildi um mitt ár 2003. Samfara gildistökunni átti að hefjast hér samkeppnismarkaður. Frá 1. janúar 2006 áttu allir raforkunotendur að geta valið sér raforkusala. Fram kemur í skýrslu iðnaðarráðuneytisins að fjöldi þeirra sem skipta um raforkuseljanda sé nánast eini mælikvarðinn á samkeppni á raforkumarkaði. Staðan sé töluvert önnur annars staðar á Norðurlöndum. Frá ársbyrjun 2003 hafi Danir getað valið sér raforkusala. Þar hafi 1,5 prósent notenda skipt um raforkusala í hitteðfyrra. Tæp fjögur prósent Finna skiptu um raforkusala á sama ári. Frá árinu 1997 hafa allir norskir raforkunotendur getað valið sér orkusala. Í hitteðfyrra skiptu 11,5 prósent raforkunotenda um sölufyrirtæki og 7,8 prósent Svía. Fram kemur í skýrslunni að hátt hlutfall Finna og Svía semji beint við seljanda sinn um lækkun á taxtaverði. Sambærilegar upplýsingar um slíka samninga hérlendis liggi ekki fyrir hjá Orkustofnun. „Hlutfallið er mun hærra í nágrannalöndunum, þar sem markaðurinn er þroskaðri. Í Noregi er hlutfallið til dæmis ríflega þrítugfalt meira. Þar telja neytendur greinilega að eftir einhverju sé að slægjast með því að velja nýjan orkusala. Það speglar væntanlega miklu þróaðri samkeppni, og meira hlaup í orkuverði milli fyrirtækja,“ segir Össur. Sjá má á töflunni að verðmunur milli orkusala er lítill. Sé miðað við ársnotkun í fjölbýli í Breiðholtinu munar innan við tvö þúsund krónum á hæsta og lægsta verði á raforku, sem hleypur rétt undir 50 þúsund krónum, sé kostnaður við dreifinguna tekinn með. Fólk greiðir sérstaklega fyrir hverja kílóvattstund. Síðan þarf fólk að greiða svonefnt fastagjald, sem hjá Orkuveitu Reykjavíkur nemur 6.746 krónum, án virðisaukaskatts, auk gjalds fyrir hverja kílóvattstund, sem kostar meira en kílóvattstundin kostar að jafnaði frá seljandanum. Hjörleifur Kvaran, forstjóri Orkuveitunnar, segist ekki skilja hvernig þeir sem kaupi raforkuna frá Landsvirkjun fari að því að bjóða svipað verð og Orkuveitan. „Við framleiðum sjálf um helminginn af því rafmagni sem við seljum almennum notendum. Það kostar mun minna en það sem við kaupum af Landsvirkjun og gerir okkur kleift að bjóða jafn lágt verð og raun ber vitni,“ segir Hjörleifur.
Héðan og þaðan Mest lesið Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Viðskipti innlent Bjartara yfir við opnun markaða Viðskipti erlent Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Neytendur Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Viðskipti innlent Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Viðskipti erlent Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Viðskipti innlent Hækkanir í Kauphöllinni á ný Viðskipti innlent Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Sjá meira