Skjóta sig í fótinn í skattaparadísum Ingimar Karl Helgason skrifar 12. mars 2008 00:01 Brýnt að skila framtalinu. Ríkið verður ekki endilega af tekjum, nema menn svíkist um að telja fram. Markaðurinn/E.Ól. „Ríkið verður ekki endilega af neinum tekjum, nema menn telji tekjurnar ekki fram. En þá eru menn að svíkja undan skatti,“ segir Elín Árnadóttir, yfirmaður skatta- og lögfræðisviðs PricewaterhouseCoopers. Indriði H. Þorláksson, fyrrverandi ríkisskattstjóri, hefur bent á að um þriðjungur skráðra félaga í Kauphöllinni sé í eigu félaga sem skráð eru erlendis. Indriði bendir á að tæplega 60 prósent eignarhalds í Straumi sé erlendis, 56 prósent í Bakkavör Group, ríflega helmingur í Landsbanka og Exista, þriðjungur í Glitni og fimmtungur í FL Group, svo dæmi séu tekin. Vafalaust sé megnið af því í eigu Íslendinga. Meirihluti þessa sé í eigu félaga sem skráð séu í Hollandi, Lúxemborg og á lágskattasvæðum. Indriði telur einnig að þetta geti haft áhrif á tekjur sameiginlegra sjóða. Elín Árnadóttir bendir á að einstaklingar, innlendir sem erlendir, greiði tíu prósenta fjármagnstekjuskatt af arði. Þegar greitt sé til innlendra lögaðila, beri þeim sem greiðir arðinn að halda eftir tíu prósenta skatti. Sé arðurinn greiddur til erlends lögaðila beri að halda eftir fimmtán prósenta skatti. Ísland hafi gert tvísköttunarsamning við Holland og Lúxemborg. Tekjur séu skattskyldar þar. Fimm prósenta afdráttarskattur sé tekinn af arði, en félag geti fengið hann endurgreiddan ef það skilar framtali. Þetta eigi við um öll félög innan Evrópska efnahagssvæðisins. En hvað græðir fólk á því að geyma hlutafjáreign í skattaparadísum, Hollandi eða Lúxemborg? „Menn græða ekkert endilega á því. Þeir eru jafnvel bara að skjóta sig í fótinn. Við erum ekki með tvísköttunarsamninga við skattaparadísir og þá eru tekjurnar skattskyldar á Íslandi. Afdráttarskattur til þessara landa er til dæmis fimmtán prósent og fæst ekki endurgreiddur,“ segir Elín Árnadóttir. En hvað ef félag sem skráð er í Hollandi er í eigu félags sem skráð er í skattaparadís? „Í Hollandi er dreginn afdráttarskattur af arðgreiðslum til aflandsvæða. Þar er almennt ekki tekinn af neinn skattur. Þegar einstaklingurinn tekur svo arðinn eða söluhagnaðinn heim, þá greiðir hann sinn tíu prósenta skatt, rétt eins og arðurinn hafi komið beint frá íslensku félagi.“ Héðan og þaðan Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Fleiri fréttir Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Sjá meira
„Ríkið verður ekki endilega af neinum tekjum, nema menn telji tekjurnar ekki fram. En þá eru menn að svíkja undan skatti,“ segir Elín Árnadóttir, yfirmaður skatta- og lögfræðisviðs PricewaterhouseCoopers. Indriði H. Þorláksson, fyrrverandi ríkisskattstjóri, hefur bent á að um þriðjungur skráðra félaga í Kauphöllinni sé í eigu félaga sem skráð eru erlendis. Indriði bendir á að tæplega 60 prósent eignarhalds í Straumi sé erlendis, 56 prósent í Bakkavör Group, ríflega helmingur í Landsbanka og Exista, þriðjungur í Glitni og fimmtungur í FL Group, svo dæmi séu tekin. Vafalaust sé megnið af því í eigu Íslendinga. Meirihluti þessa sé í eigu félaga sem skráð séu í Hollandi, Lúxemborg og á lágskattasvæðum. Indriði telur einnig að þetta geti haft áhrif á tekjur sameiginlegra sjóða. Elín Árnadóttir bendir á að einstaklingar, innlendir sem erlendir, greiði tíu prósenta fjármagnstekjuskatt af arði. Þegar greitt sé til innlendra lögaðila, beri þeim sem greiðir arðinn að halda eftir tíu prósenta skatti. Sé arðurinn greiddur til erlends lögaðila beri að halda eftir fimmtán prósenta skatti. Ísland hafi gert tvísköttunarsamning við Holland og Lúxemborg. Tekjur séu skattskyldar þar. Fimm prósenta afdráttarskattur sé tekinn af arði, en félag geti fengið hann endurgreiddan ef það skilar framtali. Þetta eigi við um öll félög innan Evrópska efnahagssvæðisins. En hvað græðir fólk á því að geyma hlutafjáreign í skattaparadísum, Hollandi eða Lúxemborg? „Menn græða ekkert endilega á því. Þeir eru jafnvel bara að skjóta sig í fótinn. Við erum ekki með tvísköttunarsamninga við skattaparadísir og þá eru tekjurnar skattskyldar á Íslandi. Afdráttarskattur til þessara landa er til dæmis fimmtán prósent og fæst ekki endurgreiddur,“ segir Elín Árnadóttir. En hvað ef félag sem skráð er í Hollandi er í eigu félags sem skráð er í skattaparadís? „Í Hollandi er dreginn afdráttarskattur af arðgreiðslum til aflandsvæða. Þar er almennt ekki tekinn af neinn skattur. Þegar einstaklingurinn tekur svo arðinn eða söluhagnaðinn heim, þá greiðir hann sinn tíu prósenta skatt, rétt eins og arðurinn hafi komið beint frá íslensku félagi.“
Héðan og þaðan Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Fleiri fréttir Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Sjá meira