Er þetta lausnin? 27. febrúar 2008 05:45 Rósa Guðbjartsdóttir skrifaði í Fréttablaðið, laugardaginn 23. febrúar, grein um hvernig hækka ætti laun kennara. Þessi sama grein birtist í Fjarðarpóstinum fimmtudaginn 21. febrúar. Það er gott mál að fólki finnist að laun og kjör kennara verði að bæta verulega. En er þetta virkilega lausnin? Að binda kennara frá kl. 8-17 og hækka þannig launin. Það er ekki kauphækkun. Af hverju er lausnin á kjaramálum kennara alltaf að auka vinnuna eða binda okkur niður? Af hverju er ekki bara hægt að hækka launin, punktur? Með þessari aðgerð væri algjörlega verið að koma í veg fyrir að ungt fólk á barneignaraldri verði kennarar. Meðan annars staðar í þjóðfélaginu er verið að auka sveigjanleika á vinnutíma, koma til móts við barnafólk og gera störfin fjölskylduvænni, þá á að binda vinnutíma kennara í ákveðinn ramma. Nú þegar er búið að lengja skólaárið og lengja skólatíma nemenda. Kennarar þurfa að sinna ákveðinni viðveruskyldu í skólanum sem þeir nota við undirbúning eða frágang. Oftar en ekki þurfa þó kennarar að taka verkefnin með sér heim s.s. á álagstímum í kringum próf og fleira. En það hentar oft ungu fjölskyldufólki að geta sótt börnin sín á skikkanlegum tíma til dagmömmu og í leikskóla og klára síðan vinnuna seinna um kvöldið þegar börnin eru komin í ró. Nei, ég held að ef þetta vinnutímaviðkvæði verður sett í kjarasamninga kennara, þá fyrst mun fólksflótti úr stéttinni aukast. Þess vegna er brýnt að samningsaðilar í komandi kjaraviðræðum grunnskólakennara hlusti eftir því hvað kennarar telja að þurfi að gera svo að hagur þeirra og starfsánægja batni. Höfundur er kennari og fulltrúi í Félagi grunnskólakennara í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal skrifar Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson skrifar Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Sjá meira
Rósa Guðbjartsdóttir skrifaði í Fréttablaðið, laugardaginn 23. febrúar, grein um hvernig hækka ætti laun kennara. Þessi sama grein birtist í Fjarðarpóstinum fimmtudaginn 21. febrúar. Það er gott mál að fólki finnist að laun og kjör kennara verði að bæta verulega. En er þetta virkilega lausnin? Að binda kennara frá kl. 8-17 og hækka þannig launin. Það er ekki kauphækkun. Af hverju er lausnin á kjaramálum kennara alltaf að auka vinnuna eða binda okkur niður? Af hverju er ekki bara hægt að hækka launin, punktur? Með þessari aðgerð væri algjörlega verið að koma í veg fyrir að ungt fólk á barneignaraldri verði kennarar. Meðan annars staðar í þjóðfélaginu er verið að auka sveigjanleika á vinnutíma, koma til móts við barnafólk og gera störfin fjölskylduvænni, þá á að binda vinnutíma kennara í ákveðinn ramma. Nú þegar er búið að lengja skólaárið og lengja skólatíma nemenda. Kennarar þurfa að sinna ákveðinni viðveruskyldu í skólanum sem þeir nota við undirbúning eða frágang. Oftar en ekki þurfa þó kennarar að taka verkefnin með sér heim s.s. á álagstímum í kringum próf og fleira. En það hentar oft ungu fjölskyldufólki að geta sótt börnin sín á skikkanlegum tíma til dagmömmu og í leikskóla og klára síðan vinnuna seinna um kvöldið þegar börnin eru komin í ró. Nei, ég held að ef þetta vinnutímaviðkvæði verður sett í kjarasamninga kennara, þá fyrst mun fólksflótti úr stéttinni aukast. Þess vegna er brýnt að samningsaðilar í komandi kjaraviðræðum grunnskólakennara hlusti eftir því hvað kennarar telja að þurfi að gera svo að hagur þeirra og starfsánægja batni. Höfundur er kennari og fulltrúi í Félagi grunnskólakennara í Hafnarfirði.
Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar