Er þetta lausnin? 27. febrúar 2008 05:45 Rósa Guðbjartsdóttir skrifaði í Fréttablaðið, laugardaginn 23. febrúar, grein um hvernig hækka ætti laun kennara. Þessi sama grein birtist í Fjarðarpóstinum fimmtudaginn 21. febrúar. Það er gott mál að fólki finnist að laun og kjör kennara verði að bæta verulega. En er þetta virkilega lausnin? Að binda kennara frá kl. 8-17 og hækka þannig launin. Það er ekki kauphækkun. Af hverju er lausnin á kjaramálum kennara alltaf að auka vinnuna eða binda okkur niður? Af hverju er ekki bara hægt að hækka launin, punktur? Með þessari aðgerð væri algjörlega verið að koma í veg fyrir að ungt fólk á barneignaraldri verði kennarar. Meðan annars staðar í þjóðfélaginu er verið að auka sveigjanleika á vinnutíma, koma til móts við barnafólk og gera störfin fjölskylduvænni, þá á að binda vinnutíma kennara í ákveðinn ramma. Nú þegar er búið að lengja skólaárið og lengja skólatíma nemenda. Kennarar þurfa að sinna ákveðinni viðveruskyldu í skólanum sem þeir nota við undirbúning eða frágang. Oftar en ekki þurfa þó kennarar að taka verkefnin með sér heim s.s. á álagstímum í kringum próf og fleira. En það hentar oft ungu fjölskyldufólki að geta sótt börnin sín á skikkanlegum tíma til dagmömmu og í leikskóla og klára síðan vinnuna seinna um kvöldið þegar börnin eru komin í ró. Nei, ég held að ef þetta vinnutímaviðkvæði verður sett í kjarasamninga kennara, þá fyrst mun fólksflótti úr stéttinni aukast. Þess vegna er brýnt að samningsaðilar í komandi kjaraviðræðum grunnskólakennara hlusti eftir því hvað kennarar telja að þurfi að gera svo að hagur þeirra og starfsánægja batni. Höfundur er kennari og fulltrúi í Félagi grunnskólakennara í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, seinni grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar Skoðun Ísland á tímamótum – Við skulum leiða gervigreindaröldina! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hvað eru Innri þróunarmarkmið? Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun Áskoranir næstu áratuga kalla á fjármögnun rannsókna Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson skrifar Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson skrifar Skoðun Nýsköpunarlandið Elías Larsen skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson skrifar Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir skrifar Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding skrifar Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen skrifar Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Sjá meira
Rósa Guðbjartsdóttir skrifaði í Fréttablaðið, laugardaginn 23. febrúar, grein um hvernig hækka ætti laun kennara. Þessi sama grein birtist í Fjarðarpóstinum fimmtudaginn 21. febrúar. Það er gott mál að fólki finnist að laun og kjör kennara verði að bæta verulega. En er þetta virkilega lausnin? Að binda kennara frá kl. 8-17 og hækka þannig launin. Það er ekki kauphækkun. Af hverju er lausnin á kjaramálum kennara alltaf að auka vinnuna eða binda okkur niður? Af hverju er ekki bara hægt að hækka launin, punktur? Með þessari aðgerð væri algjörlega verið að koma í veg fyrir að ungt fólk á barneignaraldri verði kennarar. Meðan annars staðar í þjóðfélaginu er verið að auka sveigjanleika á vinnutíma, koma til móts við barnafólk og gera störfin fjölskylduvænni, þá á að binda vinnutíma kennara í ákveðinn ramma. Nú þegar er búið að lengja skólaárið og lengja skólatíma nemenda. Kennarar þurfa að sinna ákveðinni viðveruskyldu í skólanum sem þeir nota við undirbúning eða frágang. Oftar en ekki þurfa þó kennarar að taka verkefnin með sér heim s.s. á álagstímum í kringum próf og fleira. En það hentar oft ungu fjölskyldufólki að geta sótt börnin sín á skikkanlegum tíma til dagmömmu og í leikskóla og klára síðan vinnuna seinna um kvöldið þegar börnin eru komin í ró. Nei, ég held að ef þetta vinnutímaviðkvæði verður sett í kjarasamninga kennara, þá fyrst mun fólksflótti úr stéttinni aukast. Þess vegna er brýnt að samningsaðilar í komandi kjaraviðræðum grunnskólakennara hlusti eftir því hvað kennarar telja að þurfi að gera svo að hagur þeirra og starfsánægja batni. Höfundur er kennari og fulltrúi í Félagi grunnskólakennara í Hafnarfirði.
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun
Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar
Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun