Vilja koma í veg fyrir aðra undirmálslánakrísu 16. nóvember 2007 09:43 Hús til sölu í Bandaríkjunum. Bandaríkjaþing hefur samþykkt frumvarp sem felur í sér hertara eftirlit með fasteignalánafyrirtækjum. Mynd/AFP Bandarískir þingmenn hafa samþykkt frumvarp sem felur í sér hert eftirlit með bandarískum fasteignalánafyrirtækjum með það fyrir augum að koma í veg fyrir að fjármálakrísa í tengslum við undirmálslán vestanhafs endurtaki sig. Rót krísunnar liggur í auknum vanskilum á svokölluðum undirmálslánum, sem veitt eru einstaklingum með lélegt lánshæfi og litla greiðslugetu. Þau fylgja stýrivaxtastigi bandaríska seðlabankans, sem þýðir að fyrir um þremur árum voru vextirnir afar lágir en hafa farið stighækkandi í samræmi við vaxtaþróun bankans. Af þessum sökum þykja þau afar áhættusöm og þung í vöfum fyrir einstaklinga með lítið umleikis. Lækkun stýrivaxta vestanhafs upp á síðkastið hefur ekki síst falist í því að gera einstaklingum sem þessum auðveldara um vik að greiða af lánum sínum. Þá hefur spilað inn í kólnun á fasteignamarkaði í Bandaríkjunum sem hefur hægt með á veltu með fasteignir og lækkun verðs. Í frumvarpinu kemur meðal annars fram að útlánareglur fyrirtækjanna eru hertar til muna og þurfa þau að tryggja að lántakendur geti greitt af lánum sínum. Bandarísk fasteignalánafyrirtæki hafa gagnrýnt frumvarpið og segja það geta bæði komið illa niður á fyrirtækjunum auk þess sem það komi í veg fyrir að einstaklingar með litla greiðslugetu geti keypt sér húsnæði. Frumvarpið hefur enn ekki verið lagt fyrir öldungadeild bandaríska þingsins en breska ríkisútvarpið hefur eftir bandarískum fjölmiðlum að líklega muni það sæta harðri gagnrýni. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Bandarískir þingmenn hafa samþykkt frumvarp sem felur í sér hert eftirlit með bandarískum fasteignalánafyrirtækjum með það fyrir augum að koma í veg fyrir að fjármálakrísa í tengslum við undirmálslán vestanhafs endurtaki sig. Rót krísunnar liggur í auknum vanskilum á svokölluðum undirmálslánum, sem veitt eru einstaklingum með lélegt lánshæfi og litla greiðslugetu. Þau fylgja stýrivaxtastigi bandaríska seðlabankans, sem þýðir að fyrir um þremur árum voru vextirnir afar lágir en hafa farið stighækkandi í samræmi við vaxtaþróun bankans. Af þessum sökum þykja þau afar áhættusöm og þung í vöfum fyrir einstaklinga með lítið umleikis. Lækkun stýrivaxta vestanhafs upp á síðkastið hefur ekki síst falist í því að gera einstaklingum sem þessum auðveldara um vik að greiða af lánum sínum. Þá hefur spilað inn í kólnun á fasteignamarkaði í Bandaríkjunum sem hefur hægt með á veltu með fasteignir og lækkun verðs. Í frumvarpinu kemur meðal annars fram að útlánareglur fyrirtækjanna eru hertar til muna og þurfa þau að tryggja að lántakendur geti greitt af lánum sínum. Bandarísk fasteignalánafyrirtæki hafa gagnrýnt frumvarpið og segja það geta bæði komið illa niður á fyrirtækjunum auk þess sem það komi í veg fyrir að einstaklingar með litla greiðslugetu geti keypt sér húsnæði. Frumvarpið hefur enn ekki verið lagt fyrir öldungadeild bandaríska þingsins en breska ríkisútvarpið hefur eftir bandarískum fjölmiðlum að líklega muni það sæta harðri gagnrýni.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira