Viðskipti innlent

Áfram lækkun í Kauphöllinni

Ágúst og Lýður Guðmundssyni, stærstu eigendur Exista. Gengi félagsins lækkaði mest í Kauphöllinni í dag.
Ágúst og Lýður Guðmundssyni, stærstu eigendur Exista. Gengi félagsins lækkaði mest í Kauphöllinni í dag.

Gengi hlutabréfa lækkaði enn einn daginn í dag en Úrvalsvísitalan lækkaði um 1,07 prósent. Hún hefur hríðlækkað í vikunni, eða sem nemur tæpum tíu prósentum. Líkt og fyrri daginn leiða fjármálafyrirtækin lækkanahrinuna en Gengi Existu lækkaði mest í dag, um 3,2 prósent. Atlantic Petroleum trónir hins vegar á toppnum en gengi bréfa félagsins hækkaði um 4,45 prósent og hefur hækkað um 330 prósent frá áramótum.

Úrvalsvísitalan stendur í 7.223 stigum og hefur hækkað um 12,68 prósent frá áramótum. Hæst fór hún í 9.016 stig um miðjan júlí og hefur lækkað um 24,8 prósent frá því þá.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×