Viðskipti erlent

Áfram skellur á bandarískum fjármálamarkaði

Ben Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, er hann kom fyrir efnahagsnefnd bandaríska þingsins í Washington í gær.
Ben Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, er hann kom fyrir efnahagsnefnd bandaríska þingsins í Washington í gær. Mynd/AP

Fjárfestar í Bandaríkjunum horfðu upp á áframhaldandi skell á fjármálamörkuðum vestanhafs í dag. Hlutabréf réttu lítillega úr kútnum fyrir vitnaleiðslu Ben Bernankes, seðlabankastjóra landsins, í gær eftir viðvarandi lækkun alla vikuna en fóru niður með hraði eftir að hann sagði líkur á minni hagvexti í Bandaríkjunum á þessum síðasta fjórðungi ársins vegna fjármálakrísunnar sem sett hefur stórt skarð í afkomutölur helstu fjármálafyrirtækja.

Auk þessa sagðist Bernanke hafa áhyggjur af því að útlit sé fyrir að áhrifa fjármálakrísunnar sé farið að gæta í gengi hlutabréfa í upplýsingatæknigeiranum. Við það tók Nasdaq-vísitalan snarpa dýfu.

Það sem af er degi hefur Dow Jones-vísitalan lækkað um rúmt prósentustig en Nasdaq-vísitalan fallið um rúm tvö prósent.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×