Viðskipti erlent

Microsoft kaupir hlut í Facebook

Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar
MYND/Getty Images

Mark Zuckerberg stofnaði Facebook fyrir tæpum fjórum árum síðan. Nú hefur Microsft greitt 14 milljarða íslenskra króna fyrir 1,6 prósenta hlut í síðunni. Facebook er afar vinsælt samfélag, eða tengslanet, á internetinu.

Google, keppinautur Microsoft, hafði áður boðið í hlutinn en því tilboði var alfarið hafnað.

Microsoft mun einnig selja internetauglýsingar fyrir Facebook utan Bandaríkjanna. Það er hluti samkomulagsins sem var nokkrar vikur í undirbúningi. Microsoft útvegar fyrirtækinu einnig auglýsingaborða og hlekki.

Mark Zuckerberg setti síðuna á fót á heimavist á meðan hann var í námi í Harvard háskóla. Hann er 23 ára og hefur gefið í skyn að hann myndi vilja bíða með að bjóða hluti til almennings í að minnsta kosti tvö ár. Á síðasta ári hafnaði hann 60 milljarða yfirtökutilboði Yahoo.

Auglýsingasvæði

Facebook vonast til að verða vinsælt auglýsingasvæði með því að fjölga þátttakendum sem nú þegar telja næstum 50 milljónir virkra notenda.

Síðan leyfir notendum að setja upp sínar eigin vef síður og hafa samband við hver aðra.

Þetta er ekki fyrsta sinn sem Google og Microsoft berjast um interneteignir. Á síðasta ári hafði Goggle betur þegar þeir keyptu í YouTube fyrir 100 milljarða.

Facebook býst við að hagnast um tæpa tvo milljarða á næsta ári.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×