Hvað kom fyrir augabrúnir Monu Lisu? Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar 18. október 2007 15:38 MYND/AFP Málverkið af Monu Lisu hefur alla tíð valdið vísindamönnum miklum heilabrotum, bæði varðandi fyrirmyndina og málverkið. Ein ráðgátan sem fræðimenn hafa lengi staðið frammi fyrir er af hverju engin augnhár eru á myndinni af þessari dulúðugu konu. Nú hefur franskur verkfræðingur og uppfinningamaður sagt að hann hafi leyst hluta gátunnar. Pascal Cotte tilkynni í gær að hann hefði fundið sönnun þess að þegar Leonardo da Vinci málaði myndina hafi hann málað bæði augnhár og augabrúnir. Cotte rannsakaði þetta frægasta málverk heims með háskerpumyndavél sem hann hannaði sjálfur. Tækið skannaði inn 240 milljón pixla mynd með 13 ljósaskölum, meðal annars með útfjólubláum og innrauðum geislum. Útkoman varð ljósmynd með sérstaklega hárri upplausn upp á 150 þúsund punkta á hverja tommu (2,54cm). Þannig varð stækkunin á andliti Monu Lisu 24-föld. Sönnun Cotte´s fyrir að augabrúnir voru á myndinni - eitt hár var málað ofan við vinstri augabrún. Ef Mona Lisa hafði einhvern tíman augabrúnir og augnhár, hvert fóru þau þá? Hugsanlega fölnuð litarefni, leggur Cotte til, eða misheppnuð tilraun við að þrífa málverkið. Hann segir að ef myndin er skoðuð nánar sjáist greinilega að sprungur í kringum augun hafi lítillega dofnað. Það geti útskýrt að safnvörður eða viðgerðarmaður hafi hreinsað augað, og þannig fjarlægt augnhár og augabrúnir. En rannsóknin leiddi til frekari uppgötvana. Á innrauðri mynd sést á undirlagi að fingur Monu Lisu hafi verið málaðir í örlitið anarri stöðu en á endanlegu útkomunni á efsta lagi málverksins. Cotte útskýrir að ástæðan sé teppi sem módelið hafi haldið í kjöltu sinni. Í gegnum tíðina hafi þúsundir málara reynt að herma eftir þessari stöðu handarinnar, en ekki skilið af hverju hún var svona. "Staða handarinnar er til að halda teppinu við magann. Fyrir mig er þetta gjörsamlega frábær uppgötvun," sagði Cotte. Hluti málverksins hefur dofnað í þau 500 ár sem liðin eru frá því Leonardo lauk við gerð myndarinnar, en hún var meira en áratug í vinnslu og hann vann að henni fram til dauðadags. Orð meistarans voru: "List er aldrei fullkláruð, aðeins yfirgefin." Niðurstöður rannsóknarinnar er að finna í Metreon safninu í San Fransisco sem hluti af sýningunni "Da Vinci: Sýning snillings." Vísindi Mest lesið „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Innlent TikTok hólpið í bili Erlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Fleiri fréttir TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Sjá meira
Málverkið af Monu Lisu hefur alla tíð valdið vísindamönnum miklum heilabrotum, bæði varðandi fyrirmyndina og málverkið. Ein ráðgátan sem fræðimenn hafa lengi staðið frammi fyrir er af hverju engin augnhár eru á myndinni af þessari dulúðugu konu. Nú hefur franskur verkfræðingur og uppfinningamaður sagt að hann hafi leyst hluta gátunnar. Pascal Cotte tilkynni í gær að hann hefði fundið sönnun þess að þegar Leonardo da Vinci málaði myndina hafi hann málað bæði augnhár og augabrúnir. Cotte rannsakaði þetta frægasta málverk heims með háskerpumyndavél sem hann hannaði sjálfur. Tækið skannaði inn 240 milljón pixla mynd með 13 ljósaskölum, meðal annars með útfjólubláum og innrauðum geislum. Útkoman varð ljósmynd með sérstaklega hárri upplausn upp á 150 þúsund punkta á hverja tommu (2,54cm). Þannig varð stækkunin á andliti Monu Lisu 24-föld. Sönnun Cotte´s fyrir að augabrúnir voru á myndinni - eitt hár var málað ofan við vinstri augabrún. Ef Mona Lisa hafði einhvern tíman augabrúnir og augnhár, hvert fóru þau þá? Hugsanlega fölnuð litarefni, leggur Cotte til, eða misheppnuð tilraun við að þrífa málverkið. Hann segir að ef myndin er skoðuð nánar sjáist greinilega að sprungur í kringum augun hafi lítillega dofnað. Það geti útskýrt að safnvörður eða viðgerðarmaður hafi hreinsað augað, og þannig fjarlægt augnhár og augabrúnir. En rannsóknin leiddi til frekari uppgötvana. Á innrauðri mynd sést á undirlagi að fingur Monu Lisu hafi verið málaðir í örlitið anarri stöðu en á endanlegu útkomunni á efsta lagi málverksins. Cotte útskýrir að ástæðan sé teppi sem módelið hafi haldið í kjöltu sinni. Í gegnum tíðina hafi þúsundir málara reynt að herma eftir þessari stöðu handarinnar, en ekki skilið af hverju hún var svona. "Staða handarinnar er til að halda teppinu við magann. Fyrir mig er þetta gjörsamlega frábær uppgötvun," sagði Cotte. Hluti málverksins hefur dofnað í þau 500 ár sem liðin eru frá því Leonardo lauk við gerð myndarinnar, en hún var meira en áratug í vinnslu og hann vann að henni fram til dauðadags. Orð meistarans voru: "List er aldrei fullkláruð, aðeins yfirgefin." Niðurstöður rannsóknarinnar er að finna í Metreon safninu í San Fransisco sem hluti af sýningunni "Da Vinci: Sýning snillings."
Vísindi Mest lesið „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Innlent TikTok hólpið í bili Erlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Fleiri fréttir TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Sjá meira