Hvað kom fyrir augabrúnir Monu Lisu? Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar 18. október 2007 15:38 MYND/AFP Málverkið af Monu Lisu hefur alla tíð valdið vísindamönnum miklum heilabrotum, bæði varðandi fyrirmyndina og málverkið. Ein ráðgátan sem fræðimenn hafa lengi staðið frammi fyrir er af hverju engin augnhár eru á myndinni af þessari dulúðugu konu. Nú hefur franskur verkfræðingur og uppfinningamaður sagt að hann hafi leyst hluta gátunnar. Pascal Cotte tilkynni í gær að hann hefði fundið sönnun þess að þegar Leonardo da Vinci málaði myndina hafi hann málað bæði augnhár og augabrúnir. Cotte rannsakaði þetta frægasta málverk heims með háskerpumyndavél sem hann hannaði sjálfur. Tækið skannaði inn 240 milljón pixla mynd með 13 ljósaskölum, meðal annars með útfjólubláum og innrauðum geislum. Útkoman varð ljósmynd með sérstaklega hárri upplausn upp á 150 þúsund punkta á hverja tommu (2,54cm). Þannig varð stækkunin á andliti Monu Lisu 24-föld. Sönnun Cotte´s fyrir að augabrúnir voru á myndinni - eitt hár var málað ofan við vinstri augabrún. Ef Mona Lisa hafði einhvern tíman augabrúnir og augnhár, hvert fóru þau þá? Hugsanlega fölnuð litarefni, leggur Cotte til, eða misheppnuð tilraun við að þrífa málverkið. Hann segir að ef myndin er skoðuð nánar sjáist greinilega að sprungur í kringum augun hafi lítillega dofnað. Það geti útskýrt að safnvörður eða viðgerðarmaður hafi hreinsað augað, og þannig fjarlægt augnhár og augabrúnir. En rannsóknin leiddi til frekari uppgötvana. Á innrauðri mynd sést á undirlagi að fingur Monu Lisu hafi verið málaðir í örlitið anarri stöðu en á endanlegu útkomunni á efsta lagi málverksins. Cotte útskýrir að ástæðan sé teppi sem módelið hafi haldið í kjöltu sinni. Í gegnum tíðina hafi þúsundir málara reynt að herma eftir þessari stöðu handarinnar, en ekki skilið af hverju hún var svona. "Staða handarinnar er til að halda teppinu við magann. Fyrir mig er þetta gjörsamlega frábær uppgötvun," sagði Cotte. Hluti málverksins hefur dofnað í þau 500 ár sem liðin eru frá því Leonardo lauk við gerð myndarinnar, en hún var meira en áratug í vinnslu og hann vann að henni fram til dauðadags. Orð meistarans voru: "List er aldrei fullkláruð, aðeins yfirgefin." Niðurstöður rannsóknarinnar er að finna í Metreon safninu í San Fransisco sem hluti af sýningunni "Da Vinci: Sýning snillings." Vísindi Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Sjá meira
Málverkið af Monu Lisu hefur alla tíð valdið vísindamönnum miklum heilabrotum, bæði varðandi fyrirmyndina og málverkið. Ein ráðgátan sem fræðimenn hafa lengi staðið frammi fyrir er af hverju engin augnhár eru á myndinni af þessari dulúðugu konu. Nú hefur franskur verkfræðingur og uppfinningamaður sagt að hann hafi leyst hluta gátunnar. Pascal Cotte tilkynni í gær að hann hefði fundið sönnun þess að þegar Leonardo da Vinci málaði myndina hafi hann málað bæði augnhár og augabrúnir. Cotte rannsakaði þetta frægasta málverk heims með háskerpumyndavél sem hann hannaði sjálfur. Tækið skannaði inn 240 milljón pixla mynd með 13 ljósaskölum, meðal annars með útfjólubláum og innrauðum geislum. Útkoman varð ljósmynd með sérstaklega hárri upplausn upp á 150 þúsund punkta á hverja tommu (2,54cm). Þannig varð stækkunin á andliti Monu Lisu 24-föld. Sönnun Cotte´s fyrir að augabrúnir voru á myndinni - eitt hár var málað ofan við vinstri augabrún. Ef Mona Lisa hafði einhvern tíman augabrúnir og augnhár, hvert fóru þau þá? Hugsanlega fölnuð litarefni, leggur Cotte til, eða misheppnuð tilraun við að þrífa málverkið. Hann segir að ef myndin er skoðuð nánar sjáist greinilega að sprungur í kringum augun hafi lítillega dofnað. Það geti útskýrt að safnvörður eða viðgerðarmaður hafi hreinsað augað, og þannig fjarlægt augnhár og augabrúnir. En rannsóknin leiddi til frekari uppgötvana. Á innrauðri mynd sést á undirlagi að fingur Monu Lisu hafi verið málaðir í örlitið anarri stöðu en á endanlegu útkomunni á efsta lagi málverksins. Cotte útskýrir að ástæðan sé teppi sem módelið hafi haldið í kjöltu sinni. Í gegnum tíðina hafi þúsundir málara reynt að herma eftir þessari stöðu handarinnar, en ekki skilið af hverju hún var svona. "Staða handarinnar er til að halda teppinu við magann. Fyrir mig er þetta gjörsamlega frábær uppgötvun," sagði Cotte. Hluti málverksins hefur dofnað í þau 500 ár sem liðin eru frá því Leonardo lauk við gerð myndarinnar, en hún var meira en áratug í vinnslu og hann vann að henni fram til dauðadags. Orð meistarans voru: "List er aldrei fullkláruð, aðeins yfirgefin." Niðurstöður rannsóknarinnar er að finna í Metreon safninu í San Fransisco sem hluti af sýningunni "Da Vinci: Sýning snillings."
Vísindi Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Sjá meira