Hlutabréf lækka í Bandaríkjunum 18. október 2007 14:05 Fjárfestar þykja ekki glaðir í Bandaríkjunum í dag eftir að Bank of America, næststærsti banki landsins, skilaði döpru uppgjöri fyrir þriðja ársfjórðung. Mynd/AP Gengi hlutabréfa lækkaði almennt á fjármálamörkuðum í Bandaríkjunum í dag í kjölfar lélegs uppgjörs bandaríska risabankans Bank of America á þriðja ársfjórðungi. Hagnaður bankans dróst saman um 32 prósent á milli ára og nam litlum 3,7 milljörðum dala, jafnvirði um 222 milljarða íslenskra króna. Afkoman er talsvert undir væntingum markaðsaðila en þykir endurspegla þau vandræði sem fjármálaheimurinn vestanhafs stendur frammi fyrir í kjölfar samdráttar á fasteignalánamarkaði. Fréttastofur Bloomberg og Associated Press hafa hins vegar eftir greinendum að óróleiki á fjármálamörkuðum síðustu vikur sem hafi sett skarð í afkomu fjármálafyrirtækja auki líkurnar á því að seðlabanki Bandaríkjanna lækki stýrivexti að loknum næsta vaxtaákvörðunarfundi sínum í enda þessa mánaðar. Dow Jones-vísitalan hefur lækkað um 0,49 prósent frá því viðskipti hófust vestanhafs í dag, Nasdaq-vísitalan um 0,69 prósent og S&P um 0,49 prósent. Þetta er í samræmi við þróun á alþjóðlegum hlutabréfamörkuðum í dag. Þar á meðal í Kauphöllinni hér en Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 1,02 prósent það sem af er dags. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Grunur um listeríu í vinsælum ostum Neytendur Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Gengi hlutabréfa lækkaði almennt á fjármálamörkuðum í Bandaríkjunum í dag í kjölfar lélegs uppgjörs bandaríska risabankans Bank of America á þriðja ársfjórðungi. Hagnaður bankans dróst saman um 32 prósent á milli ára og nam litlum 3,7 milljörðum dala, jafnvirði um 222 milljarða íslenskra króna. Afkoman er talsvert undir væntingum markaðsaðila en þykir endurspegla þau vandræði sem fjármálaheimurinn vestanhafs stendur frammi fyrir í kjölfar samdráttar á fasteignalánamarkaði. Fréttastofur Bloomberg og Associated Press hafa hins vegar eftir greinendum að óróleiki á fjármálamörkuðum síðustu vikur sem hafi sett skarð í afkomu fjármálafyrirtækja auki líkurnar á því að seðlabanki Bandaríkjanna lækki stýrivexti að loknum næsta vaxtaákvörðunarfundi sínum í enda þessa mánaðar. Dow Jones-vísitalan hefur lækkað um 0,49 prósent frá því viðskipti hófust vestanhafs í dag, Nasdaq-vísitalan um 0,69 prósent og S&P um 0,49 prósent. Þetta er í samræmi við þróun á alþjóðlegum hlutabréfamörkuðum í dag. Þar á meðal í Kauphöllinni hér en Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 1,02 prósent það sem af er dags.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Grunur um listeríu í vinsælum ostum Neytendur Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira