Hússtjórnarkerfi vinsæl 17. september 2007 15:00 Skarphéðinn segir ýmsar gerðir hússtjórnarkerfa í boði. Möguleikarnir séu nánast óendanlegir. MYND/vilhelm Sífellt fleiri fá sér svokölluð hússtjórnarkerfi sem notuð eru til að stýra rafbúnaði húsa með einföldum hætti. Að sögn Skarphéðins Smith, framkvæmdastjóra S. Guðjónsson, er það einkum krafan um aukin þægindi sem ræður ferð. „Fyrir fimm árum mátti telja á fingrum annarrar handar uppsetningar á hússtjórnarkerfum í einkahíbýlum," segir Skarphéðinn Smith, framkvæmdastjóri S. Guðjónsson, sem selur slík kerfi í gegnum verslun sína Prodomo. „Nú er þetta orðið daglegt brauð, sem ræðst af því að fólk hefur meira á milli handanna og leggur meira í húsin sín til að auka þægindin. Það gerir sér líka betur grein fyrir að kerfin auka verð- og notagildi húsa." Til marks um þetta bendir Skarphéðinn á að sumir byggingarverktakar geri ráð fyrir hússtjórnarkerfum í öllum húsum sem þeir byggja eða bjóði kaupendum í það minnsta upp á uppsetningu þeirra. Ástæðuna segir hann vera þá að gera þurfi ráð fyrir svona kerfum strax í upphafi, þar sem þau séu ekki sett upp eftir á. „Það er þó ekkert mál að leggja svona kerfi," segir hann. „Forritunarvinnan er það sem komið er umfram hefðbundna vinnu. Í hana þarf töluverða kunnáttu og við höfum fagmenn á okkar snærum sem sjá um það. Það er eini munurinn vinnulega séð." Ekki nóg með að kerfin séu auðveld í uppsetningu heldur eru þau tiltölulega einföld í notkun þar sem stöðugt er unnið að því að gera þau notendavænni að sögn Skarphéðins. „Alltaf er verið að bæta grunneiningarnar, sem lækka um leið í verði og eins vegna samkeppni á markaðnum. Áður stjórnaði maður hljóðkerfum, lýsingu, gólfhita, rafdrifnum gluggatjöldum og svo framvegis með hnöppum. Nú er það til dæmis gert með snertiskjá og þráðlausum fjarstýringum. Allar stillingar eru síðan merktar í bak og fyrir, enda oft hægt að velja á milli margra aðgerða fyrir eitt rými. Þetta er alls ekki flókið." Og ef marka má Skarphéðin er þetta það sem koma skal. Tækni Mest lesið Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Trump tilkynnir um viðskiptasamkomulag við Japan Viðskipti erlent Tekjur jukust um helming milli ára Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Sífellt fleiri fá sér svokölluð hússtjórnarkerfi sem notuð eru til að stýra rafbúnaði húsa með einföldum hætti. Að sögn Skarphéðins Smith, framkvæmdastjóra S. Guðjónsson, er það einkum krafan um aukin þægindi sem ræður ferð. „Fyrir fimm árum mátti telja á fingrum annarrar handar uppsetningar á hússtjórnarkerfum í einkahíbýlum," segir Skarphéðinn Smith, framkvæmdastjóri S. Guðjónsson, sem selur slík kerfi í gegnum verslun sína Prodomo. „Nú er þetta orðið daglegt brauð, sem ræðst af því að fólk hefur meira á milli handanna og leggur meira í húsin sín til að auka þægindin. Það gerir sér líka betur grein fyrir að kerfin auka verð- og notagildi húsa." Til marks um þetta bendir Skarphéðinn á að sumir byggingarverktakar geri ráð fyrir hússtjórnarkerfum í öllum húsum sem þeir byggja eða bjóði kaupendum í það minnsta upp á uppsetningu þeirra. Ástæðuna segir hann vera þá að gera þurfi ráð fyrir svona kerfum strax í upphafi, þar sem þau séu ekki sett upp eftir á. „Það er þó ekkert mál að leggja svona kerfi," segir hann. „Forritunarvinnan er það sem komið er umfram hefðbundna vinnu. Í hana þarf töluverða kunnáttu og við höfum fagmenn á okkar snærum sem sjá um það. Það er eini munurinn vinnulega séð." Ekki nóg með að kerfin séu auðveld í uppsetningu heldur eru þau tiltölulega einföld í notkun þar sem stöðugt er unnið að því að gera þau notendavænni að sögn Skarphéðins. „Alltaf er verið að bæta grunneiningarnar, sem lækka um leið í verði og eins vegna samkeppni á markaðnum. Áður stjórnaði maður hljóðkerfum, lýsingu, gólfhita, rafdrifnum gluggatjöldum og svo framvegis með hnöppum. Nú er það til dæmis gert með snertiskjá og þráðlausum fjarstýringum. Allar stillingar eru síðan merktar í bak og fyrir, enda oft hægt að velja á milli margra aðgerða fyrir eitt rými. Þetta er alls ekki flókið." Og ef marka má Skarphéðin er þetta það sem koma skal.
Tækni Mest lesið Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Trump tilkynnir um viðskiptasamkomulag við Japan Viðskipti erlent Tekjur jukust um helming milli ára Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira