Fasteignaverð lækkar í Bretlandi 13. september 2007 09:08 Fasteignaverð lækkaði í Bretlandi í ágúst í fyrsta sinn í tæp tvö ár. Fasteignir á borð við villu indverskættaða stálkóngsins Laksmi Mittal í Lundúnum hafa hins vegar hækkað í verði. Mynd/AFP Fasteignaverð lækkaði lítillega í Bretlandi á milli mánaða í ágúst. Breska dagblaðið Guardian segir þetta fyrstu merki þess að samfellt hækkanaferli síðustu tveggja ára sé á enda og kennir háum vaxtastigi um. Verð á fasteignum í og við Lundúnir hefur hins vegar haldið áfram að hækka. Fasteignaverð í Bretlandi hefur hækkað gríðarlega síðustu tvö ár. Stýrivextir hafa að sama skapi hækkað jafnt og þétt, eða fimm sinnum, síðastliðna tólf mánuði, og segir Guardian nú svo komið að mjög erfitt sé fyrir fólk að festa sér sína fyrstu íbúð. Þá hafi hátt verðlag og vaxtakjör hafi gert það að verkum að fólk í fasteignahugleiðingum hafi haldið að sér höndum og sé það að nokkru leyti því að kenna að fasteignum á söluskrá hafi fjölgað. Guardian segir að ástandið muni aðeins versna vegna óróleika á alþjóðlegum fjármálamörkuðum en bankar og fjármálafyrirtæki hafi hækkað vexti á fasteignalánum. Aðgerðir Englandsbanka, sem hélt stýrivöxtum óbreyttum í síðastu viku, hafi því ekki skilað tilætluðum árangri, að mati Guardian. Lundúnasvæðið er það eina í Bretlandi þar sem verðlækkunar hefur ekki orðið vart. Verðið hækkaði enn á svæðinu í ágúst. Guardian segir ástæðuna einfaldlega þá, að hjarta fjármálalífsins í Bretlandi sé staðsett þar í borg og hafi háar bónusgreiðslur til starfsmanna fjármálafyrirtækja á árinu haldið fasteignaverðinu háu. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Fasteignaverð lækkaði lítillega í Bretlandi á milli mánaða í ágúst. Breska dagblaðið Guardian segir þetta fyrstu merki þess að samfellt hækkanaferli síðustu tveggja ára sé á enda og kennir háum vaxtastigi um. Verð á fasteignum í og við Lundúnir hefur hins vegar haldið áfram að hækka. Fasteignaverð í Bretlandi hefur hækkað gríðarlega síðustu tvö ár. Stýrivextir hafa að sama skapi hækkað jafnt og þétt, eða fimm sinnum, síðastliðna tólf mánuði, og segir Guardian nú svo komið að mjög erfitt sé fyrir fólk að festa sér sína fyrstu íbúð. Þá hafi hátt verðlag og vaxtakjör hafi gert það að verkum að fólk í fasteignahugleiðingum hafi haldið að sér höndum og sé það að nokkru leyti því að kenna að fasteignum á söluskrá hafi fjölgað. Guardian segir að ástandið muni aðeins versna vegna óróleika á alþjóðlegum fjármálamörkuðum en bankar og fjármálafyrirtæki hafi hækkað vexti á fasteignalánum. Aðgerðir Englandsbanka, sem hélt stýrivöxtum óbreyttum í síðastu viku, hafi því ekki skilað tilætluðum árangri, að mati Guardian. Lundúnasvæðið er það eina í Bretlandi þar sem verðlækkunar hefur ekki orðið vart. Verðið hækkaði enn á svæðinu í ágúst. Guardian segir ástæðuna einfaldlega þá, að hjarta fjármálalífsins í Bretlandi sé staðsett þar í borg og hafi háar bónusgreiðslur til starfsmanna fjármálafyrirtækja á árinu haldið fasteignaverðinu háu.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira