Viðskipti erlent

Lítil lækkun í Bandaríkjunum

Verðbréfamiðlarar í hamaganginum á bandarískum hlutabréfamarkaði.
Verðbréfamiðlarar í hamaganginum á bandarískum hlutabréfamarkaði. Mynd/AFP

Gengi hlutabréfa lækkaði lítillega eftir sveiflukenndan dag á fjármálamarkaði í Bandaríkjunum í dag. Þrátt fyrir að gengi Bandaríkjadals hafi aldrei staðið lægri gagnvart evru þykja fjárfestar einkar bjartsýnir enda horfa þeir til þess að seðlabanki Bandaríkjanna lækki stýrivexti um allt að 50 punkta á vaxtaákvörðunardegi bankans í næstu viku.

Dow Jones-hlutabréfavísitalan lækkaði um 0,13 stig og stendur í 13.291,65 stigum. Nasdaq-vísitalan lækkaði á sama tíma um 0,21 prósent og stendur hún í 2.592,07 stigum. Engin breyting varð hins vegar á S&P-vísitölunni við lok viðskipta en hún stendur í 1.471,56 stigum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×