Sveiflur á bandarískum hlutabréfamarkaði 10. september 2007 14:42 Frá hamagangi á hlutabréfamarkaði í Bandaríkjunum. Mynd/AFP Gengi hlutabréfa hefur sveiflast nokkuð eftir opnun fjármálamarkaða í Bandaríkjunum í dag. Þetta er nokkuð í takt við þróunina á mörkuðum í Evrópu. Fjárfestar þykja bjartsýnir á að seðlabanki Bandaríkjanna lækki stýrivexti vegna aðstæðna á fjármálamörkuðum og ætla síðar í dag að rýna í orð nokkurra af stjórnendum seðlabankans. Þar á meðal er Frederic Mishkin, hagfræðingur og einn af bankastjórum seðlabankans, sem vann skýrslu um íslenskt efnahagslíf í fyrra í félagi við Tryggva Þór Herbertsson, forstjóra Askar Capital. Ásamt Mishkin munu tveir aðrir stjórnendur bankans ræða um efnahagslíf vestanhafs og stöðuna á fjármálamarkaði. Fjárfestar munu rýna vel í orð þeirra um stöðuna auk þess sem þeir vonast til að sjá þreifingar bankans í þá átt að lækka stýrivexti. Bankastjórnin hefur hins vegar ekkert gefið upp um næstu skref að öðru leyti en því að hann muni gera hvað hann geti til að koma til móts við fjármálafyrirtæki sem mörg hver glími við lausafjárskort, að sögn fréttastofunnar Associated Press. Gengi hlutabréfa hefur bæði hækkað og lækkað eftir að markaðir opnuðu. Nú er staðan sú að Dow Jones hefur lækkað um rúm 0,2 prósent, Nasdaq lækkað um rúm 0,6 prósent og S&P lækkað um 0,5 prósent. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Grunur um listeríu í vinsælum ostum Neytendur Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Gengi hlutabréfa hefur sveiflast nokkuð eftir opnun fjármálamarkaða í Bandaríkjunum í dag. Þetta er nokkuð í takt við þróunina á mörkuðum í Evrópu. Fjárfestar þykja bjartsýnir á að seðlabanki Bandaríkjanna lækki stýrivexti vegna aðstæðna á fjármálamörkuðum og ætla síðar í dag að rýna í orð nokkurra af stjórnendum seðlabankans. Þar á meðal er Frederic Mishkin, hagfræðingur og einn af bankastjórum seðlabankans, sem vann skýrslu um íslenskt efnahagslíf í fyrra í félagi við Tryggva Þór Herbertsson, forstjóra Askar Capital. Ásamt Mishkin munu tveir aðrir stjórnendur bankans ræða um efnahagslíf vestanhafs og stöðuna á fjármálamarkaði. Fjárfestar munu rýna vel í orð þeirra um stöðuna auk þess sem þeir vonast til að sjá þreifingar bankans í þá átt að lækka stýrivexti. Bankastjórnin hefur hins vegar ekkert gefið upp um næstu skref að öðru leyti en því að hann muni gera hvað hann geti til að koma til móts við fjármálafyrirtæki sem mörg hver glími við lausafjárskort, að sögn fréttastofunnar Associated Press. Gengi hlutabréfa hefur bæði hækkað og lækkað eftir að markaðir opnuðu. Nú er staðan sú að Dow Jones hefur lækkað um rúm 0,2 prósent, Nasdaq lækkað um rúm 0,6 prósent og S&P lækkað um 0,5 prósent.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Grunur um listeríu í vinsælum ostum Neytendur Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira