Hræringar á Wall Street 30. ágúst 2007 14:38 Hamagangur á Wall Street. Gengi bréfa í bandarískum fjármálafyrirtækjum lækkaði á markaði í Bandaríkjunum í dag eftir að gert var ráð fyrir minni hagnaði þeirra á árinu í kjölfar samdráttar á bandarískum fasteignalánamarkaði. Mynd/AFP Gengi hlutabréfa í Bandaríkjunum lækkaði lítillega við opnun fjármálamarkaða vestanhafs í dag en óttast er að háir vextir muni draga úr afkomu fjármálafyrirtækja auk þess sem talið er að samdráttur á bandarískum fasteignamarkaði geti hægt á hagvexti. Hagvísar í Bandaríkjunum benda til að hagvöxtur var umfram væntingar á öðrum ársfjórðungi í Bandaríkjunum þótt úr dragi á seinni hluta árs. Gengi bréfa í bandarísku bönkunum Goldman Sachs, Morgan Stanley, Merrill Lynch og Bear Sterns lækkaði við opnun viðskipta á hlutabréfamörkuðum vestra eftir að fjárfestingabankinn Lehman Brothers Holdings birti uppfærða afkomuspá sína fyrir árið en þar er gert ráð fyrir að hagnaður bankans muni dragast saman á árinu vegna samdráttarins í Bandaríkjunum. Þá lækkaði sömuleiðis gengi bréfa í verslanakeðjurisanum Wal-Mart eftir að Merrill Lynch mælti með því í nýju verðmati sínu að fjárfestar seldu bréf sín í félaginu. Vísitölurnar hafa sveiflast nokkuð og gætir því enn nokkurs taugatitrings í röðum fjárfesta, að sögn fréttaveitu Bloomberg. Dow Jones-vísitalan hefur lækkað um 0,39 prósent og S&P-vísitalan um 9,29 prósent. Hins vegar hefur Nasdaq-vísitalan hækkað um 0,36 prósent. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Viðskipti erlent Fleiri fréttir Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Sjá meira
Gengi hlutabréfa í Bandaríkjunum lækkaði lítillega við opnun fjármálamarkaða vestanhafs í dag en óttast er að háir vextir muni draga úr afkomu fjármálafyrirtækja auk þess sem talið er að samdráttur á bandarískum fasteignamarkaði geti hægt á hagvexti. Hagvísar í Bandaríkjunum benda til að hagvöxtur var umfram væntingar á öðrum ársfjórðungi í Bandaríkjunum þótt úr dragi á seinni hluta árs. Gengi bréfa í bandarísku bönkunum Goldman Sachs, Morgan Stanley, Merrill Lynch og Bear Sterns lækkaði við opnun viðskipta á hlutabréfamörkuðum vestra eftir að fjárfestingabankinn Lehman Brothers Holdings birti uppfærða afkomuspá sína fyrir árið en þar er gert ráð fyrir að hagnaður bankans muni dragast saman á árinu vegna samdráttarins í Bandaríkjunum. Þá lækkaði sömuleiðis gengi bréfa í verslanakeðjurisanum Wal-Mart eftir að Merrill Lynch mælti með því í nýju verðmati sínu að fjárfestar seldu bréf sín í félaginu. Vísitölurnar hafa sveiflast nokkuð og gætir því enn nokkurs taugatitrings í röðum fjárfesta, að sögn fréttaveitu Bloomberg. Dow Jones-vísitalan hefur lækkað um 0,39 prósent og S&P-vísitalan um 9,29 prósent. Hins vegar hefur Nasdaq-vísitalan hækkað um 0,36 prósent.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Viðskipti erlent Fleiri fréttir Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Sjá meira