Viðskipti erlent

Nokia og Microsoft í sæng saman

Valur Hrafn Einarsson skrifar
Hægt verður að nota Messenger í Nokia símanum sínum.
Hægt verður að nota Messenger í Nokia símanum sínum.

Finnski farsímaframleiðandinn Nokia tilkynnti í vikunni um nýjan samning við Microsoft. Samningurinn er um innleiðingu á hugbúnaði frá Microsoft í símtæki Nokia.

Frá því í gær gátu eigendur ákveðinna Nokia síma í ellefu löndum náð sér í Windows Live hugbúnað. Pakkinn inniheldur aðgang að Windows Live Hotmail, Messenger, LIve Contacts og Live Spaces.

Til að byrja með verður þjónustan aðeins í boði fyrir eigendur Nokia síma í þessum ellefu löndum. Ísland er ekki þar á meðal. En samkvæmt heimasíðu Nokia mun nýjum löndum verða bætt við þegar fram dregur. Þjónustan mun fyrst um sinn vera ókeypis, en á sumum mörkuðum mun í framtíðinni vera tekið mánaðarlegt gjald fyrir hana.

Hægt er að sjá símtækin og löndin sem þjónustan er virk á heimasíðu Nokia.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×