Vísitölur lækka lítillega í Evrópu 24. ágúst 2007 09:29 Frá hlutabréfamarkaði í Asíu. Gengi hlutabréfa lækkaði í Hong Kong eftir að einn stærsti banki Kína sagðist hafa fjárfest í bandarískum fasteignalánasöfnum. Mynd/AFP Helstu hlutabréfavísitölur í Asíu og Evrópu hafa lækkað á fjármálamörkuðum í dag. Lækkunin kemur í kjölfar lækkunar á bandarískum hlutabréfamarkaði í gær eftir að forstjóri Countrywide Financial, eins stærsta húsnæðislánafyrirtækis Bandaríkjanna, sagði samdrátt á fasteignamarkaði hvergi nærri lokið. Nikkei-vísitalan í Japan lækkaði um tæpt hálft prósentustig en Hang Seng-vísitalan í Hong Kong lækkaði um 0,8 prósent. Ástæðan fyrir lækkuninni í Kína er sú að í ljós hefur komið að Kínabanki, einn af stærstu bönkum landsins, greindi frá því að hann hefði fjárfest fyrir jafnvirði 9,7 milljarða bandaríkjadala í bandarískum fasteignalánasöfnum. Greinendur segja þetta ekki fréttir sem fjárfestar vilji heyra þessa dagana. Fréttin olli taugatitringi í röðum fjárfesta í Kína og seldu þeir mikið magn bréfa sinna í bankanum með þeim afleiðingum að gengi bréfa í bankanum féll um 5,4 prósent í kauphöllinni í Hong Kong. Þá hafa hlutabréfamarkaðir í Evrópu ekki farið varhluta af lækkun á öðrum mörkuðum en sem dæmi hefur FTSE-vísitalan í Bretlandi lækkað rétt lítillega, þýska Dax-vísitalan farið niður um tæp 0,5 prósent en hin franska Cac-40 hefur lækkað um rúm 0,2 prósent. Svipuð þróun hefur átt sér stað á Norðurlöndunum en þar hafa vísitölur lækkað um tæpt prósentustig. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Helstu hlutabréfavísitölur í Asíu og Evrópu hafa lækkað á fjármálamörkuðum í dag. Lækkunin kemur í kjölfar lækkunar á bandarískum hlutabréfamarkaði í gær eftir að forstjóri Countrywide Financial, eins stærsta húsnæðislánafyrirtækis Bandaríkjanna, sagði samdrátt á fasteignamarkaði hvergi nærri lokið. Nikkei-vísitalan í Japan lækkaði um tæpt hálft prósentustig en Hang Seng-vísitalan í Hong Kong lækkaði um 0,8 prósent. Ástæðan fyrir lækkuninni í Kína er sú að í ljós hefur komið að Kínabanki, einn af stærstu bönkum landsins, greindi frá því að hann hefði fjárfest fyrir jafnvirði 9,7 milljarða bandaríkjadala í bandarískum fasteignalánasöfnum. Greinendur segja þetta ekki fréttir sem fjárfestar vilji heyra þessa dagana. Fréttin olli taugatitringi í röðum fjárfesta í Kína og seldu þeir mikið magn bréfa sinna í bankanum með þeim afleiðingum að gengi bréfa í bankanum féll um 5,4 prósent í kauphöllinni í Hong Kong. Þá hafa hlutabréfamarkaðir í Evrópu ekki farið varhluta af lækkun á öðrum mörkuðum en sem dæmi hefur FTSE-vísitalan í Bretlandi lækkað rétt lítillega, þýska Dax-vísitalan farið niður um tæp 0,5 prósent en hin franska Cac-40 hefur lækkað um rúm 0,2 prósent. Svipuð þróun hefur átt sér stað á Norðurlöndunum en þar hafa vísitölur lækkað um tæpt prósentustig.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira