Pliva dregur úr hagnaði Barr 8. ágúst 2007 14:54 Höfuðstöðvar Pliva í Króatíu. Mynd/AP Hagnaður bandaríska lyfjafyrirtækisins Barr nam 45,3 milljónum bandaríkjadala, rúmlega 2,9 milljörðum króna, á öðrum ársfjórðungi. Þetta er 41 prósents samdráttur frá sama tíma í fyrra og skrifast að mestu leyti á kostnað við yfirtöku á króatíska samheitalyfjafyrirtækinu Pliva síðasta haust. Barr keppti við nokkur lyfjafyrirtæki um Pliva. Þar á meðal var Actavis. Barr hafði betur í baráttunni og greiddi 2,4 milljarða dala, eða 170,5 milljarða íslenskra króna, fyrir félagið. Hagnaðurinn jafngildir 41 senti á hlut, sem er langt undir væntingum greinenda, sem höfðu reiknað með hagnaði upp á 72 sent á hlut, að sögn fréttastofu Reuters. Tekjurnar námu 637 milljónum dala, en það er 81 prósents aukning frá sama tíma í fyrra. Sala á vörum fyrirtækisins rúmlega tvöfaldaðist á milli ára en hún nam 487 milljónum dala. Aukningin er tilkomin í gegnum Pliva. Fyrirtækið gerir ráð fyrir að hagnaður lyfjafyrirtækisins nemi 3,3 dölum á hlut, sem er 30 senta hækkun frá fyrri spá. Það jafngildir hagnaði upp á 2,5 milljarða dala, sem er 100 milljónum meira en fyrri spá hljóðaði upp á. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Hafna ásökunum um smánarlaun Viðskipti innlent Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Hagnaður bandaríska lyfjafyrirtækisins Barr nam 45,3 milljónum bandaríkjadala, rúmlega 2,9 milljörðum króna, á öðrum ársfjórðungi. Þetta er 41 prósents samdráttur frá sama tíma í fyrra og skrifast að mestu leyti á kostnað við yfirtöku á króatíska samheitalyfjafyrirtækinu Pliva síðasta haust. Barr keppti við nokkur lyfjafyrirtæki um Pliva. Þar á meðal var Actavis. Barr hafði betur í baráttunni og greiddi 2,4 milljarða dala, eða 170,5 milljarða íslenskra króna, fyrir félagið. Hagnaðurinn jafngildir 41 senti á hlut, sem er langt undir væntingum greinenda, sem höfðu reiknað með hagnaði upp á 72 sent á hlut, að sögn fréttastofu Reuters. Tekjurnar námu 637 milljónum dala, en það er 81 prósents aukning frá sama tíma í fyrra. Sala á vörum fyrirtækisins rúmlega tvöfaldaðist á milli ára en hún nam 487 milljónum dala. Aukningin er tilkomin í gegnum Pliva. Fyrirtækið gerir ráð fyrir að hagnaður lyfjafyrirtækisins nemi 3,3 dölum á hlut, sem er 30 senta hækkun frá fyrri spá. Það jafngildir hagnaði upp á 2,5 milljarða dala, sem er 100 milljónum meira en fyrri spá hljóðaði upp á.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Hafna ásökunum um smánarlaun Viðskipti innlent Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira