Viðskipti erlent

Nasdaq gerir tilboð í OMX

Bandaríski verðbréfamarkaðurinn Nasdaq lagði í morgun fram yfirtökutilboð í sænska fyrirtækið OMX AB, sem rekur kauphallir í sjö löndum og þar á meðal á Íslandi. Stjórnir beggja fyrirtækja hafa samþykkt tilboðið og mæla með því að hluthafar geri það einnig. Nýja fyrirtækið verður kallað Nasdaq OMX hópurinn.

Forstjóri Nasdaq verður forstjóri þessi og formaður OMX verður stjórnarformaður hins nýja félags. Nasdaq mun greiða fyrir hlutabréf OMX með reiðufé og hlutabréfum. Sameinað félag verður með rekstur í 22 löndum og starfsmenn verða nærri 2.400 talsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×