Stefna að yfirtöku á finnskum banka 22. maí 2007 09:20 Straumur-Burðarás Fjárfestingabanki hefur keypt 62 prósent í finnska bankanum eQ Corporation, sem sérhæfir sig í eignastýringu, verðbréfamiðlun og fyrirtækjaráðgjöf. Gert verður yfirtökutilboð í allt hlutafé og kauprétti í bankann. Samanlagt kaupvirði er 260 milljónir evra, jafnvirði 22.072 milljóna íslenskra króna. Stjórn eQ mælir með því að hluthafar og rétthafar samþykki yfirtökutilboðið.Tilboðsverðið verður 7,60 evrur á hlut og 5,40 evrur fyrir hvern kauprétt en greitt verður með reiðufé.Straumur-Burðarás hefur fengið samþykki íslenska Fjármálaeftirlitsins fyrir viðskiptunum og eru kaupin og yfirtökutilboðið óháð skilyrðum. Yfirtökutilboðið verður gert snemma í júní og verður samþykktartímabilið þrjár vikur, að því er segir í tilkynningu frá bankanum. Í tilkynningunni segir ennfremur að með kaupunum verði Straumi kleift að bæta eignastýringu við þjónustuframboð bankans, útvíkka starfssvæði hans, margfalda fjölda viðskiptavina, stækka efnahagsreikning bankans í 6,2 milljarða evra, jafnvirði 526 milljarða íslenskra króna, sem og að auka þóknanatekjur og hreinar vaxtatekjur úr 43 prósentum í 50 prósent af hreinum rekstrartekjum. Haft er eftir Björgólfi Thor Björgólfssyni, stjórnarformanni Straums-Burðaráss, að bankinn hafi það að markmiði að verða einn af leiðandi fjárfestingabönkum á Norðurlöndum. Kaupin á eQ séu mikilvægur áfangi í uppbyggingu bankans á því svæði því þau eru grundvöllur þess að við getum boðið fram þjónustu okkar í Finnlandi. „Ég hef þá trú að það sé rúm fyrir framsækinn og samkeppnishæfan fjárfestingabanka á finnskum fjármálamarkaði," segir hann. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Straumur-Burðarás Fjárfestingabanki hefur keypt 62 prósent í finnska bankanum eQ Corporation, sem sérhæfir sig í eignastýringu, verðbréfamiðlun og fyrirtækjaráðgjöf. Gert verður yfirtökutilboð í allt hlutafé og kauprétti í bankann. Samanlagt kaupvirði er 260 milljónir evra, jafnvirði 22.072 milljóna íslenskra króna. Stjórn eQ mælir með því að hluthafar og rétthafar samþykki yfirtökutilboðið.Tilboðsverðið verður 7,60 evrur á hlut og 5,40 evrur fyrir hvern kauprétt en greitt verður með reiðufé.Straumur-Burðarás hefur fengið samþykki íslenska Fjármálaeftirlitsins fyrir viðskiptunum og eru kaupin og yfirtökutilboðið óháð skilyrðum. Yfirtökutilboðið verður gert snemma í júní og verður samþykktartímabilið þrjár vikur, að því er segir í tilkynningu frá bankanum. Í tilkynningunni segir ennfremur að með kaupunum verði Straumi kleift að bæta eignastýringu við þjónustuframboð bankans, útvíkka starfssvæði hans, margfalda fjölda viðskiptavina, stækka efnahagsreikning bankans í 6,2 milljarða evra, jafnvirði 526 milljarða íslenskra króna, sem og að auka þóknanatekjur og hreinar vaxtatekjur úr 43 prósentum í 50 prósent af hreinum rekstrartekjum. Haft er eftir Björgólfi Thor Björgólfssyni, stjórnarformanni Straums-Burðaráss, að bankinn hafi það að markmiði að verða einn af leiðandi fjárfestingabönkum á Norðurlöndum. Kaupin á eQ séu mikilvægur áfangi í uppbyggingu bankans á því svæði því þau eru grundvöllur þess að við getum boðið fram þjónustu okkar í Finnlandi. „Ég hef þá trú að það sé rúm fyrir framsækinn og samkeppnishæfan fjárfestingabanka á finnskum fjármálamarkaði," segir hann.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira