Viðskipti innlent

Samruni VBS og FSP samþykktur

Samþykkt var á aðalfundum VBS fjárfestingarbanka hf. og FSP hf. (Fjárfestingafélag Sparisjóðanna) á mánudag að sameina félögin undir nafni VBS fjárfestingarbanka hf. Samruninn er með fyrirvara um samþykki Fjármálaeftirlits. Eigið fé hins sameinaða félags nemur tæpum 6,1 milljarði króna.

Að viðbættum víkjandi lánum nemur eigið féð 6,6 milljörðum.

Þá er gert ráð fyrir að rekstrarhagnaður muni nema 550 milljónum króna á fyrsta ársfjórðungi þess árs.

Í tilkyninningu frá bönkunum kemur fram að með samrunanum verður til öflugt fjármálafyrirtæki með fjölbreytta starfsemi sem býður meðal annars upp á eignastýringu, miðlun verðbréfa, fyrirtækjaráðgjöf og lánastarfsemi.

Um 30 manns vinna hjá hinum nýja banka.

Kjartan Broddi Bragason, sem var framkvæmdastjóri FSP hf., lætur af störfum, að því er segir í tilkynningunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×