Hagnaður FL Group jókst um 158 prósent 27. apríl 2007 10:12 Hannes Smárason, forstjóri FL Group. Mynd/E.Ól. Fjárfestingafélagið FL Group skilaði 15,1 milljarðs króna hagnaði á fyrstu þremur mánuðum ársins. Þetta er 158 prósenta aukning á milli fjórðunga. Hannes Smárason, forstjóri félagsins, segist afar ánægður með niðurstöðuna og er þess fullviss að núverandi aðferðafræði félagsins gefi möguleika á að nýta þau tækifæri sem kunni að koma upp í framtíðinni. Þetta er talsvert betri afkoma en greiningardeildir viðskiptabankanna höfðu gert ráð fyrir en þær höfðu spáð því að hagnaðurinn myndi liggja nær 12 milljörðum króna á tímabilinu. Í uppgjöri FL Group kemur fram að fjárfestingatekjur félagsins hafi numið 15.579 milljónum króna á tímabilinu samanborið við 7.168 milljónir króna á síðasta rekstrarfjórðungi. Rekstrargjöld fyrir sama tímabil námu 883 milljónum króna samanborið við 1.068 milljónir á fyrri fjórðungi. Eigið fé fjárfestingafélagsins nam 141.802 milljónum króna í lok fyrsta fjórðungs ársins samanborið við 77.383 milljónir króna á sama tíma í fyrra. Þá nam eiginfjárhlutfall 47 prósentum sem er sex prósentustigum meira en á fyrsta ársfjórðungi 2006. FL Group seldi Kynnisferðir, sem var síðasta rekstrarfélag fyrirtækisins, á fyrsta ársfjórðungi fyrir 486 milljónir króna og varð frá og með viðskiptunum hreint fjárfestingafélag. Í uppgjörinu segir að skráðar fjárfestingar félagsins hafi skilað góðum arði og hafi fyrirtækinu tekist að nýta sér aðstæður á markaði sér í vil. Félagið hefur byggt upp stöður í skráðum félögum, sérstaklega í evrópska bankageiranum, nú síðast í þýska bankanum Commerzbank auk þess sem FL Group jók við hlutafjáreign sína í Glitni og á nú 31,97 prósent hlutafjár. Fjárfestingin þar er sú verðmætasta í eignasafni FL Group, að því er segir í uppgjörinu. Þá jók FL Group við sig í AMR, móðurfélagi American Airlines, og á nú sem nemur 8,53 prósent af hlutafé félagsins en FL Group er samkvæmt opinberum tilkynningum stærsti hluthafi AMR. Samhliða þessu yfirtók hollenski drykkjarvöruframleiðandinn Refresco, sem FL Group á 49 prósenta hlut í, þrjú fyrirtæki á fyrsta ársfjórðungi. Heildareignir FL Group námu 302,8 milljörðum króna í lok fyrsta árfjórðungs og jukust um 40 milljarða króna á tímabilinu. Stærsta eign félagsins í lok mars var eignarhlutur í Glitni að andvirði 128,5 milljarðar króna, næst kom eign félagsins í Commerzbank að verðmæti 46,5 milljarðar, þá kom eign félagsins í AMR Corporation, 41,2 milljarðar króna og Finnair, en eign félagsins í Finnair nam 23,7 milljörðum króna í lok tímabilsins. Auk þessa á FL Group FL Group 13,3 prósenta hlut í norska fjármálafyrirtækin Aktiv Kapital en markaðsverðmæti hlutarins nemur 5.765 milljónum króna, 24,4 prósenta hlut í Royal Unibrew sem metinn er á 12.013 milljónir króna og 10,4 prósenta hlut í danska raftækjaframleiðandanum Bang & Olufsen, en markaðsverðmæti hlutarins í fyrirtækinu nemur 10.607 milljónum króna. Uppgjör FL Group Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Viðskipti innlent Landsbankinn við Austurstræti falur Viðskipti innlent Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Viðskipti innlent Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Viðskipti innlent Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Viðskipti innlent Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ Atvinnulíf Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Sjá meira
Fjárfestingafélagið FL Group skilaði 15,1 milljarðs króna hagnaði á fyrstu þremur mánuðum ársins. Þetta er 158 prósenta aukning á milli fjórðunga. Hannes Smárason, forstjóri félagsins, segist afar ánægður með niðurstöðuna og er þess fullviss að núverandi aðferðafræði félagsins gefi möguleika á að nýta þau tækifæri sem kunni að koma upp í framtíðinni. Þetta er talsvert betri afkoma en greiningardeildir viðskiptabankanna höfðu gert ráð fyrir en þær höfðu spáð því að hagnaðurinn myndi liggja nær 12 milljörðum króna á tímabilinu. Í uppgjöri FL Group kemur fram að fjárfestingatekjur félagsins hafi numið 15.579 milljónum króna á tímabilinu samanborið við 7.168 milljónir króna á síðasta rekstrarfjórðungi. Rekstrargjöld fyrir sama tímabil námu 883 milljónum króna samanborið við 1.068 milljónir á fyrri fjórðungi. Eigið fé fjárfestingafélagsins nam 141.802 milljónum króna í lok fyrsta fjórðungs ársins samanborið við 77.383 milljónir króna á sama tíma í fyrra. Þá nam eiginfjárhlutfall 47 prósentum sem er sex prósentustigum meira en á fyrsta ársfjórðungi 2006. FL Group seldi Kynnisferðir, sem var síðasta rekstrarfélag fyrirtækisins, á fyrsta ársfjórðungi fyrir 486 milljónir króna og varð frá og með viðskiptunum hreint fjárfestingafélag. Í uppgjörinu segir að skráðar fjárfestingar félagsins hafi skilað góðum arði og hafi fyrirtækinu tekist að nýta sér aðstæður á markaði sér í vil. Félagið hefur byggt upp stöður í skráðum félögum, sérstaklega í evrópska bankageiranum, nú síðast í þýska bankanum Commerzbank auk þess sem FL Group jók við hlutafjáreign sína í Glitni og á nú 31,97 prósent hlutafjár. Fjárfestingin þar er sú verðmætasta í eignasafni FL Group, að því er segir í uppgjörinu. Þá jók FL Group við sig í AMR, móðurfélagi American Airlines, og á nú sem nemur 8,53 prósent af hlutafé félagsins en FL Group er samkvæmt opinberum tilkynningum stærsti hluthafi AMR. Samhliða þessu yfirtók hollenski drykkjarvöruframleiðandinn Refresco, sem FL Group á 49 prósenta hlut í, þrjú fyrirtæki á fyrsta ársfjórðungi. Heildareignir FL Group námu 302,8 milljörðum króna í lok fyrsta árfjórðungs og jukust um 40 milljarða króna á tímabilinu. Stærsta eign félagsins í lok mars var eignarhlutur í Glitni að andvirði 128,5 milljarðar króna, næst kom eign félagsins í Commerzbank að verðmæti 46,5 milljarðar, þá kom eign félagsins í AMR Corporation, 41,2 milljarðar króna og Finnair, en eign félagsins í Finnair nam 23,7 milljörðum króna í lok tímabilsins. Auk þessa á FL Group FL Group 13,3 prósenta hlut í norska fjármálafyrirtækin Aktiv Kapital en markaðsverðmæti hlutarins nemur 5.765 milljónum króna, 24,4 prósenta hlut í Royal Unibrew sem metinn er á 12.013 milljónir króna og 10,4 prósenta hlut í danska raftækjaframleiðandanum Bang & Olufsen, en markaðsverðmæti hlutarins í fyrirtækinu nemur 10.607 milljónum króna. Uppgjör FL Group
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Viðskipti innlent Landsbankinn við Austurstræti falur Viðskipti innlent Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Viðskipti innlent Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Viðskipti innlent Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Viðskipti innlent Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ Atvinnulíf Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Sjá meira
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent