Allir flokkar vilja lengra fæðingarorlof 17. apríl 2007 18:45 Allir stjórnmálaflokkar landsins vilja lengja fæðingarorlofið, flestir í tólf mánuði. Enginn stærstu flokkanna vill þó lofa lengingu strax á næsta kjörtímabili. Sjálfstæðisflokkurinn vill einn flokka skoða stöðu Íbúðalánasjóðs.Fréttastofan heldur í dag áfram að krefja stjórnmálaflokkana svara við spurningum um ýmislegt sem skiptir landsmenn máli. Um helgina var það græna pólitíkin.Nú er það fjölskyldupólitíkin. Við lögðum sex spurningar fyrir flokkana og af svörunum að dæma mun litlu skipta hverjir sitja í ríkisstjórn - svo samhuga eru flokkarnir í flestu sem lýtur að fjölskyldunni - ef frá er talinn Sjálfstæðisflokkurinn sem sker sig nokkuð úr.Barnabætur hafa dregist saman að raungildi á liðnum árum. Á sama tíma er orðið dýrara að eiga börn. Stjórnvöld hafa bent á aukinn kaupmátt en stjórnarandstaðan hefur talað um svik við barnafjölskyldur. Við spurðum: Á að hækka barnabætur?Allir sögðu þeir já - nema Sjálfstæðisflokkur sem segir barnabætur hafa hækkað um tvo milljarða að raunvirði á kjörtímabilinu. Samfylkingin vill hækka skerðingarmörk upp í 125 þúsund krónur hjá einstæðum foreldrum og 250 þúsund krónur hjá hjónum. Vinstri grænir vilja vinna upp skerðingu síðustu 10 ára og Íslandshreyfingin vill 10% hækkun strax.Á meira en tíu árum hefur hvorki gengið né rekið við að draga úr kynbundnum launamun. Við spurðum: Á ríkið að beita sértækum aðgerðum til að draga úr launamun kynjanna? Ef svo er, hvaða?Já, segja allir nema Baráttusamtökin sem tóku ekki beina afstöðu. Sjálfstæðisflokkurinn vill gera stórátak, hinir vilja m.a. afnema launaleynd. Samfylkingin lofar auk þess að minnka kyndbundinn launamun hjá ríkinu um helming á næsta kjörtímabili og Vinstri grænir vilja að jafnréttisstofa fái leitar- og sektarheimildir eins og til dæmis Samkeppniseftirlitið.Fæðingarorlof á Íslandi er styttra en á nokkru hinna Norðurlandanna.Hér er það 39 vikur. Í Svíþjóð er það 68 vikur. Flokkarnir voru spurðir hvort lengja ætti fæðingarorlofið á næsta kjörtímabili?Allir vilja lengja fæðingarorlofið. Allir nema Sjálfstæðisflokkur nefna 12 mánuði en aðeins Framsókn, Íslandshreyfingin og Baráttusamtökin tiltaka að það skuli gerast á næsta kjörtímabili.Sumir flokkar lofuðu ókeypis leikskóla í síðustu sveitarstjórnarskosningum. Við spyrjum: Á ríkið að færa tekjustofna til sveitarfélaga svo leikskólar geti verið ókeypis?Það vilja allir - nema Sjálfstæðisflokkurinn og Baráttusamtökin.Fimmta spurningin er: Á tannlæknaþjónusta að vera ókeypis fyrir börn og unglinga?Já segja fjórir flokkar. Nei, segja Samfylking og Framsóknarflokkur en vilja auka niðurgreiðslur fyrir 18 ára og yngri. Sjálfstæðisflokkur segir alfarið nei og bendir á að 75% tannlæknakostnaðar 17 ára og yngri sé nú þegar niðurgreiddur.Og þá eru það fasteignalánin. Vextir á íbúðalánum eru hærri nú en þeir voru fyrir innreið bankanna á húsnæðislánamarkaðinn árið 2004. Allir flokkarnir - nema Sjálfstæðisflokkur - eru á því að íbúðalánasjóður eigi að starfa í óbreyttri mynd. Sjálfstæðisflokkurinn vill jafna samkeppnisstöðu á húsnæðislánamarkaði og vill því "skoða" stöðu sjóðsins, eins og það er orðað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fréttir Innlent Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Draugagangur Fanney Birna Jónsdóttir Fastir pennar Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Sjá meira
Allir stjórnmálaflokkar landsins vilja lengja fæðingarorlofið, flestir í tólf mánuði. Enginn stærstu flokkanna vill þó lofa lengingu strax á næsta kjörtímabili. Sjálfstæðisflokkurinn vill einn flokka skoða stöðu Íbúðalánasjóðs.Fréttastofan heldur í dag áfram að krefja stjórnmálaflokkana svara við spurningum um ýmislegt sem skiptir landsmenn máli. Um helgina var það græna pólitíkin.Nú er það fjölskyldupólitíkin. Við lögðum sex spurningar fyrir flokkana og af svörunum að dæma mun litlu skipta hverjir sitja í ríkisstjórn - svo samhuga eru flokkarnir í flestu sem lýtur að fjölskyldunni - ef frá er talinn Sjálfstæðisflokkurinn sem sker sig nokkuð úr.Barnabætur hafa dregist saman að raungildi á liðnum árum. Á sama tíma er orðið dýrara að eiga börn. Stjórnvöld hafa bent á aukinn kaupmátt en stjórnarandstaðan hefur talað um svik við barnafjölskyldur. Við spurðum: Á að hækka barnabætur?Allir sögðu þeir já - nema Sjálfstæðisflokkur sem segir barnabætur hafa hækkað um tvo milljarða að raunvirði á kjörtímabilinu. Samfylkingin vill hækka skerðingarmörk upp í 125 þúsund krónur hjá einstæðum foreldrum og 250 þúsund krónur hjá hjónum. Vinstri grænir vilja vinna upp skerðingu síðustu 10 ára og Íslandshreyfingin vill 10% hækkun strax.Á meira en tíu árum hefur hvorki gengið né rekið við að draga úr kynbundnum launamun. Við spurðum: Á ríkið að beita sértækum aðgerðum til að draga úr launamun kynjanna? Ef svo er, hvaða?Já, segja allir nema Baráttusamtökin sem tóku ekki beina afstöðu. Sjálfstæðisflokkurinn vill gera stórátak, hinir vilja m.a. afnema launaleynd. Samfylkingin lofar auk þess að minnka kyndbundinn launamun hjá ríkinu um helming á næsta kjörtímabili og Vinstri grænir vilja að jafnréttisstofa fái leitar- og sektarheimildir eins og til dæmis Samkeppniseftirlitið.Fæðingarorlof á Íslandi er styttra en á nokkru hinna Norðurlandanna.Hér er það 39 vikur. Í Svíþjóð er það 68 vikur. Flokkarnir voru spurðir hvort lengja ætti fæðingarorlofið á næsta kjörtímabili?Allir vilja lengja fæðingarorlofið. Allir nema Sjálfstæðisflokkur nefna 12 mánuði en aðeins Framsókn, Íslandshreyfingin og Baráttusamtökin tiltaka að það skuli gerast á næsta kjörtímabili.Sumir flokkar lofuðu ókeypis leikskóla í síðustu sveitarstjórnarskosningum. Við spyrjum: Á ríkið að færa tekjustofna til sveitarfélaga svo leikskólar geti verið ókeypis?Það vilja allir - nema Sjálfstæðisflokkurinn og Baráttusamtökin.Fimmta spurningin er: Á tannlæknaþjónusta að vera ókeypis fyrir börn og unglinga?Já segja fjórir flokkar. Nei, segja Samfylking og Framsóknarflokkur en vilja auka niðurgreiðslur fyrir 18 ára og yngri. Sjálfstæðisflokkur segir alfarið nei og bendir á að 75% tannlæknakostnaðar 17 ára og yngri sé nú þegar niðurgreiddur.Og þá eru það fasteignalánin. Vextir á íbúðalánum eru hærri nú en þeir voru fyrir innreið bankanna á húsnæðislánamarkaðinn árið 2004. Allir flokkarnir - nema Sjálfstæðisflokkur - eru á því að íbúðalánasjóður eigi að starfa í óbreyttri mynd. Sjálfstæðisflokkurinn vill jafna samkeppnisstöðu á húsnæðislánamarkaði og vill því "skoða" stöðu sjóðsins, eins og það er orðað.
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar