Methagnaður hjá Nokia 25. janúar 2007 10:21 Finnski farsímaframleiðandinn Nokia skilaði tæplega 1,27 milljarða evra hagnaði á síðasta fjórðungi liðins árs samanborið við 1,07 milljarða evra hagnað á sama tíma ári fyrr. Þetta jafngildir 113,5 milljörðum íslenskra króna og hefur hagnaðurinn aldrei verið meiri. Hagnaður Nokia í fyrra nam 4,3 milljörðum evra, jafnvirði 384,3 milljörðum íslenskra króna. Vöxturinn var mestur á Indlandi og í Kína. Tekjur Nokia námu 11,7 milljörðum evra, 1.045 milljörðum króna, á fjórðungnum sem er tæpum 600 milljónum evra meira en á sama tíma árið áður. Helsta ástæðan fyrir afkomunni á fjórðungnum er aukin eftirspurn eftir farsímum á nýmörkuðum á borð við Indland og í Kína en farsímaframleiðendur hafa í auknum mæli verið að markaðssetja sig þar. Afkoman er talsvert yfir væntingum greinenda en fréttaveita Bloomberg hafði eftir tíu þeirra að gert væri ráð fyrir 1,11 milljarði evra, 98,31 milljarði íslenskra króna, í hagnað á fjórðungnum. Olli-Pekka Kallasvuo, forstjóri Nokia, býst við talsverðri aukningu í farsímasölu á næstu þremur árum og gerir ráð fyrir að farsímanotendur verði fjórir milljarðar talsins árið 2010. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti innlent Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar Viðskipti innlent Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Viðskipti innlent Skarphéðinn til Sagafilm Viðskipti innlent Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Viðskipti innlent „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Viðskipti innlent Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Viðskipti innlent 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Sjálfkjörið í stjórn Símans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Finnski farsímaframleiðandinn Nokia skilaði tæplega 1,27 milljarða evra hagnaði á síðasta fjórðungi liðins árs samanborið við 1,07 milljarða evra hagnað á sama tíma ári fyrr. Þetta jafngildir 113,5 milljörðum íslenskra króna og hefur hagnaðurinn aldrei verið meiri. Hagnaður Nokia í fyrra nam 4,3 milljörðum evra, jafnvirði 384,3 milljörðum íslenskra króna. Vöxturinn var mestur á Indlandi og í Kína. Tekjur Nokia námu 11,7 milljörðum evra, 1.045 milljörðum króna, á fjórðungnum sem er tæpum 600 milljónum evra meira en á sama tíma árið áður. Helsta ástæðan fyrir afkomunni á fjórðungnum er aukin eftirspurn eftir farsímum á nýmörkuðum á borð við Indland og í Kína en farsímaframleiðendur hafa í auknum mæli verið að markaðssetja sig þar. Afkoman er talsvert yfir væntingum greinenda en fréttaveita Bloomberg hafði eftir tíu þeirra að gert væri ráð fyrir 1,11 milljarði evra, 98,31 milljarði íslenskra króna, í hagnað á fjórðungnum. Olli-Pekka Kallasvuo, forstjóri Nokia, býst við talsverðri aukningu í farsímasölu á næstu þremur árum og gerir ráð fyrir að farsímanotendur verði fjórir milljarðar talsins árið 2010.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti innlent Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar Viðskipti innlent Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Viðskipti innlent Skarphéðinn til Sagafilm Viðskipti innlent Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Viðskipti innlent „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Viðskipti innlent Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Viðskipti innlent 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Sjálfkjörið í stjórn Símans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira