Líkur á hagnaði bandarískra flugfélaga 3. janúar 2007 16:47 Greiningardeild Landsbankans segir líkur á að nokkur af stærstu flugfélögum Bandaríkjanna muni skila hagnaði á síðasta ári en slíkt hefur ekki gerst frá árinu 2000 eftir mikla lægð. Þá segir deildin mikla umræðu hafa verið um samruna flugfélaganna vestanhafs. Gengi hlutabréfa í móðurfélagi American Airlines hækkaði mikið á fyrsta viðskiptadegi ársins í Bandaríkjunum í dag. Í Vegvísi greiningardeildar Landsbankans í dag kemur fram að flugiðnaðurinn vestanhafs hafi verið í mikilli lægð allt frá árásunum á tvíburaturnana í New York haustið 2001. Rekstur þeirra hafi batnað hægt og bítandi en þrátt fyrir það hafi þau samanlagt tapað 35 milljörðum króna á árabilinu 2001 til 2005. Síðasta ár var gott hjá flestum flugfélögum að fjórða ársfjórðungi undanskildum vegna hærri viðhaldskostnaðar og meiri seinkana á flugi en búist var við, að sögn deildarinnar. Þá geti verið líklegt að einhver félög komi til með að skila tapi í fjórðungnum. Þá vitnar greiningardeildin til bandaríska dagblaðsins Wall Street Journal, sem hefur eftir sérfræðingum að margt bendi til þess að samrunar flugfélaga séu álitlegur kostur í dag. Með samruna muni nýting flugsæta batna og skapa meira svigrúm á markaðnum. Þó myndi það einnig hafa í för með sér aukinn kostnað og skuldsetningu sem kæmi niður á hagnaði félaganna, að sögn blaðsins. Þá segir deildin að AMR, stærsta flugrekstrarfélag í heimi, sem FL Group keypti 6 prósent í undir lok síðasta árs, hafi skilað hagnaði á tveimur fjórðungum á síðasta ári. Gengi hlutabréfa í AMR hefur hækkað mikið í Bandaríkjunum í dag eða um rúm 8 prósent. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Greiningardeild Landsbankans segir líkur á að nokkur af stærstu flugfélögum Bandaríkjanna muni skila hagnaði á síðasta ári en slíkt hefur ekki gerst frá árinu 2000 eftir mikla lægð. Þá segir deildin mikla umræðu hafa verið um samruna flugfélaganna vestanhafs. Gengi hlutabréfa í móðurfélagi American Airlines hækkaði mikið á fyrsta viðskiptadegi ársins í Bandaríkjunum í dag. Í Vegvísi greiningardeildar Landsbankans í dag kemur fram að flugiðnaðurinn vestanhafs hafi verið í mikilli lægð allt frá árásunum á tvíburaturnana í New York haustið 2001. Rekstur þeirra hafi batnað hægt og bítandi en þrátt fyrir það hafi þau samanlagt tapað 35 milljörðum króna á árabilinu 2001 til 2005. Síðasta ár var gott hjá flestum flugfélögum að fjórða ársfjórðungi undanskildum vegna hærri viðhaldskostnaðar og meiri seinkana á flugi en búist var við, að sögn deildarinnar. Þá geti verið líklegt að einhver félög komi til með að skila tapi í fjórðungnum. Þá vitnar greiningardeildin til bandaríska dagblaðsins Wall Street Journal, sem hefur eftir sérfræðingum að margt bendi til þess að samrunar flugfélaga séu álitlegur kostur í dag. Með samruna muni nýting flugsæta batna og skapa meira svigrúm á markaðnum. Þó myndi það einnig hafa í för með sér aukinn kostnað og skuldsetningu sem kæmi niður á hagnaði félaganna, að sögn blaðsins. Þá segir deildin að AMR, stærsta flugrekstrarfélag í heimi, sem FL Group keypti 6 prósent í undir lok síðasta árs, hafi skilað hagnaði á tveimur fjórðungum á síðasta ári. Gengi hlutabréfa í AMR hefur hækkað mikið í Bandaríkjunum í dag eða um rúm 8 prósent.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira