Viðskiptatryggð margborgar sig 19. desember 2007 00:01 Fyrirtæki verða að vera vakandi fyrir því að halda tryggð við viðskiptavini sína og sjá hag í því að efla viðskiptatryggð með ýmsu móti," segir Júlíus Valdimarsson, framkvæmdastjóri Lausna, markaðsfyrirtækis sem sérhæfir sig í aðstoð við fyrirtæki, stofnanir og aðra við að greina þarfir og væntingar viðskiptavina. Lausnir luku nýverið við könnun á svonefndri viðskiptatryggð. Stuðst var við við úrtak 150 stjórnenda stórra og meðalstórra fyrirtækja hér á landi. Svarhlutfall var 76 prósent, sem merkir að 114 svöruðu. Í könnuninni kemur fram að mikill meirihluti þátttakenda hafi unnið að því skipulega eða keypt þjónustu, gagngert til þess að halda í viðskiptavini sína. Júlíus segir könnunina sýna að þeir sem hafi beitt skipulögðum aðgerðum sem þessum hafi séð mikinn árangur. Nokkrir þættir skipti máli, svo sem aukin samskipti við viðskiptavini, kannanir, námskeið og fleira í þeim dúr. „Menn og fyrirtæki eru farin að tengja sig betur viðskiptavininum," segir hann og leggur áherslu á mikilvægi þessa. Í könnuninni kemur sömuleiðis fram að stjórnendur margra fyrirtækja telja að fyrirtæki þeirra tapi sem nemi fimm prósentum af heildartekjum vegna tapaðra viðskiptavina. Þetta er eðlilega mishátt en getur numið allt að 50 milljónum króna hjá fyrirtæki sem er með tekjur upp á einn milljarð króna. Upphæðin eykst svo í hlutfalli við tekjurnar. Júlíus segir að þarna sé í fyrsta sinn kominn verðmiði á tapaða viðskiptavini. „Fyrir brot af 50 milljónum er hægt að gera mjög vel við viðskiptavinina," segir hann. Júlíus segir að þegar viðskiptavinir yfirgefi fyrirtæki verði þau að leita leiða til að afla nýrra í þeirra stað. Það geti hins vegar orðið ærið dýrkeypt, að sögn Júlíusar, sem bendir á bandaríska könnun dr. Pauls R. Timms, eins af þekktustu fyrirlesurum í heimi á sviði stjórnunar, að kostnaðurinn geti orðið fimmfalt hærri en að halda í viðskiptavinina. „Það er því arðbær fjárfesting hjá fyrirtækjum að halda í viðskiptavini sína og gera vel við þá," segir hann. - jab Héðan og þaðan Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Innflytjendur krefjast skýrari íslenskustefnu Kynningar Alhliða lausnir í upplýsingatækni Kynningar Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vísindamenn í fiskvinnslu þróa heilsuvörur úr roði og beinum Viðskipti innlent Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Fleiri fréttir Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Sjá meira
Fyrirtæki verða að vera vakandi fyrir því að halda tryggð við viðskiptavini sína og sjá hag í því að efla viðskiptatryggð með ýmsu móti," segir Júlíus Valdimarsson, framkvæmdastjóri Lausna, markaðsfyrirtækis sem sérhæfir sig í aðstoð við fyrirtæki, stofnanir og aðra við að greina þarfir og væntingar viðskiptavina. Lausnir luku nýverið við könnun á svonefndri viðskiptatryggð. Stuðst var við við úrtak 150 stjórnenda stórra og meðalstórra fyrirtækja hér á landi. Svarhlutfall var 76 prósent, sem merkir að 114 svöruðu. Í könnuninni kemur fram að mikill meirihluti þátttakenda hafi unnið að því skipulega eða keypt þjónustu, gagngert til þess að halda í viðskiptavini sína. Júlíus segir könnunina sýna að þeir sem hafi beitt skipulögðum aðgerðum sem þessum hafi séð mikinn árangur. Nokkrir þættir skipti máli, svo sem aukin samskipti við viðskiptavini, kannanir, námskeið og fleira í þeim dúr. „Menn og fyrirtæki eru farin að tengja sig betur viðskiptavininum," segir hann og leggur áherslu á mikilvægi þessa. Í könnuninni kemur sömuleiðis fram að stjórnendur margra fyrirtækja telja að fyrirtæki þeirra tapi sem nemi fimm prósentum af heildartekjum vegna tapaðra viðskiptavina. Þetta er eðlilega mishátt en getur numið allt að 50 milljónum króna hjá fyrirtæki sem er með tekjur upp á einn milljarð króna. Upphæðin eykst svo í hlutfalli við tekjurnar. Júlíus segir að þarna sé í fyrsta sinn kominn verðmiði á tapaða viðskiptavini. „Fyrir brot af 50 milljónum er hægt að gera mjög vel við viðskiptavinina," segir hann. Júlíus segir að þegar viðskiptavinir yfirgefi fyrirtæki verði þau að leita leiða til að afla nýrra í þeirra stað. Það geti hins vegar orðið ærið dýrkeypt, að sögn Júlíusar, sem bendir á bandaríska könnun dr. Pauls R. Timms, eins af þekktustu fyrirlesurum í heimi á sviði stjórnunar, að kostnaðurinn geti orðið fimmfalt hærri en að halda í viðskiptavinina. „Það er því arðbær fjárfesting hjá fyrirtækjum að halda í viðskiptavini sína og gera vel við þá," segir hann. - jab
Héðan og þaðan Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Innflytjendur krefjast skýrari íslenskustefnu Kynningar Alhliða lausnir í upplýsingatækni Kynningar Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vísindamenn í fiskvinnslu þróa heilsuvörur úr roði og beinum Viðskipti innlent Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Fleiri fréttir Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Sjá meira