Farsíminn út á lífið Jón Aðalsteinn Bergsveinsson skrifar 5. desember 2007 00:01 Hrafnhildur Erna, fimm ára dóttir Katrínar, fékk á dögunum sérstakan farsíma fyrir börn. Síminn er af einföldustu gerð; einungis hægt að taka á móti símtölum og hringja í fimm fyrirfram ákveðin númer. „Þetta er skiljanlega algjört öryggistæki,“ segir Katrín, sem hér sýnir hinn margrómaða síma frá LG undir merkjum Prada. Markaðurinn/Valli „Ég þarf alltaf að eiga nokkra farsíma og er með þrjá í takinu núna," segir Katrín Olga Jóhannesdóttir. Hún segist þurfa marga síma starfs síns vegna en hún er framkvæmdastjóri einstaklingssviðs Símans. Þríeykið eru BlackBerry Pearl, Sony Ericsson, sem styður þriðju kynslóð í fjarskiptatækni, og farsími frá LG undir merkjum Prada. „Hann er sérstaklega flottur. Ég tek hann með þegar ég fer út á lífið." Katrín og fleiri konur sem Markaðurinn ræddi við sögðu farsímann afar mikilvægan. Einn ákveðinn sími væri iðulega notaður í daglegu lífi en flottari síminn væri brúkaður við sérstök tækifæri, svo sem þegar farið væri út á lífið. Aðrir símar sem komu upp í samtölunum voru Dolce Gabbana-síminn frá Motorola, sem þykir afar flottur, og samlokusímar - gjarnan í bleikum lit - sem þykja sérstaklega höfða til kvenna. Katrín segir ljóst að farsímaframleiðendur hafi í síauknum mæli sett síma á markað sem eigi að höfða til þeirra. Það virki oft, að hennar sögn. Viðmælendur Markaðarins bentu sömuleiðis á að færst hafi í vöxt að kaupa ýmsa fylgihluti með símunum, lítið skraut - oft nafn eða tákn - sem hangi á þeim. Katrín bendir á að fylgihlutir sem þessir séu ekki bara skraut heldur afar hagnýtur hlutur. „Þá sjáum við þá í töskunum okkar, annars týnast þeir bara," segir hún, hlær og bætir við að hún sé lítið fyrir hluti sem þessa, taki frekar aðeins lengri tíma í að gramsa eftir farsímanum. Katrín lítur á BlackBerry-símtækið sem skrifstofuna. Hann noti hún mest enda geti hún þar nálgast tölvupóst og fleira. „Þetta er nettari tegundin, er líkari venjulegum farsíma en hinar gerðirnar. Við konurnar viljum alltaf hugsa um útlitið," segir Katrín og bendir á að smærri símar og þynnri, svo sem samlokusímar, rúmist betur í jakka eða veski kvenna en breiðari símar. Nokkrar gerðir eru til af BlackBerry-símum en Perlan, eins og Katrín kallar sinn þarfasta þjón, er í smærra lagi. „Við nennum ekki að hafa hlunka í töskunni," segir hún. Prada-síminn skipar sérstakan sess í huga Katrínar og má líkja því við að hún sé að ræða um listmun eða gæðahross þegar spjallið berst að honum: „Hann er rosalega flottur og virkar vel þegar maður vill vera góður á því úti á lífinu," segir hún. Síminn styður ekki þriðju kynslóð í farsímatækni en hefur upp á flest annað að bjóða sem prýðir farsíma í dag. „Og þegar ég tek hann með mér er það svolítið eins og að klæða sig upp," segir Katrín. „Þetta er hluti af því að fara út." ekki alveg eins og ömmuklukka Katrín er sérstaklega hrifin af klukkunni á Prada-símanum. Markaðurinn/Valli Gjarnan er sagt að fínni tískusímar á borð við þann frá Prada, sem suður-kóreski hátækniframleiðandinn LG framleiðir, sé gagnslaust glys sem nýtist í fátt annað en til skrauts. Katrín vísar slíkum fullyrðingum út á hafsauga: „Hann er með snertiskjá, líkist svolítið iPhone frá Apple og eiginlega gæti ég sagt að ég væri að undirbúa mig," segir Katrín og bendir á að klukkan framan á símanum sé svolítið öðruvísi en gengur og gerist á farsímum enda líti hún út eins og venjuleg klukka. „Það er svolítið öðruvísi upplifun að nota hann. Hann lítur náttúrlega æðislega út - er kolsvartur og hentar mjög þeim sem líkar við litinn," segir Katrín Olga. Héðan og þaðan Mest lesið Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Viðskipti innlent Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Viðskipti innlent Mannauðsmál lögreglunnar: Ljótu málin taka á Atvinnulíf Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Viðskipti innlent Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Viðskipti innlent Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Viðskipti innlent Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Sjá meira
„Ég þarf alltaf að eiga nokkra farsíma og er með þrjá í takinu núna," segir Katrín Olga Jóhannesdóttir. Hún segist þurfa marga síma starfs síns vegna en hún er framkvæmdastjóri einstaklingssviðs Símans. Þríeykið eru BlackBerry Pearl, Sony Ericsson, sem styður þriðju kynslóð í fjarskiptatækni, og farsími frá LG undir merkjum Prada. „Hann er sérstaklega flottur. Ég tek hann með þegar ég fer út á lífið." Katrín og fleiri konur sem Markaðurinn ræddi við sögðu farsímann afar mikilvægan. Einn ákveðinn sími væri iðulega notaður í daglegu lífi en flottari síminn væri brúkaður við sérstök tækifæri, svo sem þegar farið væri út á lífið. Aðrir símar sem komu upp í samtölunum voru Dolce Gabbana-síminn frá Motorola, sem þykir afar flottur, og samlokusímar - gjarnan í bleikum lit - sem þykja sérstaklega höfða til kvenna. Katrín segir ljóst að farsímaframleiðendur hafi í síauknum mæli sett síma á markað sem eigi að höfða til þeirra. Það virki oft, að hennar sögn. Viðmælendur Markaðarins bentu sömuleiðis á að færst hafi í vöxt að kaupa ýmsa fylgihluti með símunum, lítið skraut - oft nafn eða tákn - sem hangi á þeim. Katrín bendir á að fylgihlutir sem þessir séu ekki bara skraut heldur afar hagnýtur hlutur. „Þá sjáum við þá í töskunum okkar, annars týnast þeir bara," segir hún, hlær og bætir við að hún sé lítið fyrir hluti sem þessa, taki frekar aðeins lengri tíma í að gramsa eftir farsímanum. Katrín lítur á BlackBerry-símtækið sem skrifstofuna. Hann noti hún mest enda geti hún þar nálgast tölvupóst og fleira. „Þetta er nettari tegundin, er líkari venjulegum farsíma en hinar gerðirnar. Við konurnar viljum alltaf hugsa um útlitið," segir Katrín og bendir á að smærri símar og þynnri, svo sem samlokusímar, rúmist betur í jakka eða veski kvenna en breiðari símar. Nokkrar gerðir eru til af BlackBerry-símum en Perlan, eins og Katrín kallar sinn þarfasta þjón, er í smærra lagi. „Við nennum ekki að hafa hlunka í töskunni," segir hún. Prada-síminn skipar sérstakan sess í huga Katrínar og má líkja því við að hún sé að ræða um listmun eða gæðahross þegar spjallið berst að honum: „Hann er rosalega flottur og virkar vel þegar maður vill vera góður á því úti á lífinu," segir hún. Síminn styður ekki þriðju kynslóð í farsímatækni en hefur upp á flest annað að bjóða sem prýðir farsíma í dag. „Og þegar ég tek hann með mér er það svolítið eins og að klæða sig upp," segir Katrín. „Þetta er hluti af því að fara út." ekki alveg eins og ömmuklukka Katrín er sérstaklega hrifin af klukkunni á Prada-símanum. Markaðurinn/Valli Gjarnan er sagt að fínni tískusímar á borð við þann frá Prada, sem suður-kóreski hátækniframleiðandinn LG framleiðir, sé gagnslaust glys sem nýtist í fátt annað en til skrauts. Katrín vísar slíkum fullyrðingum út á hafsauga: „Hann er með snertiskjá, líkist svolítið iPhone frá Apple og eiginlega gæti ég sagt að ég væri að undirbúa mig," segir Katrín og bendir á að klukkan framan á símanum sé svolítið öðruvísi en gengur og gerist á farsímum enda líti hún út eins og venjuleg klukka. „Það er svolítið öðruvísi upplifun að nota hann. Hann lítur náttúrlega æðislega út - er kolsvartur og hentar mjög þeim sem líkar við litinn," segir Katrín Olga.
Héðan og þaðan Mest lesið Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Viðskipti innlent Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Viðskipti innlent Mannauðsmál lögreglunnar: Ljótu málin taka á Atvinnulíf Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Viðskipti innlent Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Viðskipti innlent Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Viðskipti innlent Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Sjá meira