Al Gore ávarpaði gesti Landsbankans 5. desember 2007 00:01 Al Gore hugsar grænt Fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna ávarpaði orku- og umhverfisráðstefnu Merrion Capital, dótturfélags Landsbankans, á dögunum. Mynd/Johny Bambury Yfir fjögur hundruð manns hlustuðu á framsöguræðu Al Gore á orku- og umhverfisráðstefnu Merrion Capital, dótturfélags Landsbankans, í Dublin á Írlandi hinn 1. desember. Ávarp hans bar nafnið „Græn hugsun: Efnahagsstefna fyrir 21. öldina.“ Þegar Al Gore var kynntur til leiks sagði John Conroy, forstjóri Merrion Capital, að Dublin væri heiður að heimsókn Gore, „sem væri áhrifamesti maður um mikilvægasta málefni sem mannkynið stæði frammi fyrir í dag – loftslagsbreytingar“. Gore sagði áheyrendum, meðal annarra írskum og alþjóðlegum fjárfestum og forstjórum stórra fyrirtækja, að það væri sér mikil hvatning hve ofarlega umhverfismál væru á baugi í alþjóðlegum markaðsviðskiptum. Hann fagnaði einnig möguleikum á að versla með endurnýjanlega orkukvóta. Hann óskaði Írum til hamingju með góðan árangur í efnahagsmálum á undanförnum tíu árum. Þá sagði hann að „aukinni hagsæld [fylgdi] aukin siðferðisleg og pólitísk ábyrgð um að taka forystu í glímunni við loftslagsbreytingar.“ Þá sagði hann Írland geta gegnt lykilhlutverki meðal iðnríkja heims við að vekja athygli á umhverfisverndarmálum, í ljósi árangurs síns í viðskiptum og pólitískrar stöðu landsins. Í fréttatilkynningu frá Landsbankanum segir að það sé skoðun bankans að alþjóðlegum fyrirtækjum beri skylda til að taka markvissa afstöðu til mikilvægra félagslegra og siðferðislegra mála og umhverfismála. Þar á meðal sé glíman við loftslagsbreytingar. Bankinn taki þátt í mörgum verkefnum til að framfylgja þeirri stefnu. Landsbankinn hefur lýst yfir stuðningi við leiðbeiningar OECD fyrir fjölþjóðleg fyrirtæki samkvæmt tilkynningunni. Þá hafi bankinn verið meðal þeirra sem fyrst skrifuðu undir alþjóðlega yfirlýsingu fjármálastofnana um umhverfismál og sjálfbæra þróun. Bankaráð hafi lagt aukna áherslu á að fjárfesta í fyrirtækjum og verkefnum sem hvetja til sjálfbærrar nýtingar náttúruauðlinda. Bankinn hyggist leggja enn meira af mörkum til að stuðla að þróun á sjálfbærri nýtingu orku og auðlinda með því að nýta íslenska sérþekkingu á þessu sviði. Ísland sé í fremstu röð þegar kemur að notkun endurnýjanlegrar orku. Á komandi árum verður umhverfisvernd eitt af mikilvægum verkefnum bankans, samkvæmt tilkynningunni. Landsbankinn hafi mótað sína eigin umhverfisstefnu. Með viðskiptastefnu sinni vilji bankinn styðja við nýja tækni og nýjar lausnir á sviði endurnýtanlegrar orku. - hhs Héðan og þaðan Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Sjá meira
Yfir fjögur hundruð manns hlustuðu á framsöguræðu Al Gore á orku- og umhverfisráðstefnu Merrion Capital, dótturfélags Landsbankans, í Dublin á Írlandi hinn 1. desember. Ávarp hans bar nafnið „Græn hugsun: Efnahagsstefna fyrir 21. öldina.“ Þegar Al Gore var kynntur til leiks sagði John Conroy, forstjóri Merrion Capital, að Dublin væri heiður að heimsókn Gore, „sem væri áhrifamesti maður um mikilvægasta málefni sem mannkynið stæði frammi fyrir í dag – loftslagsbreytingar“. Gore sagði áheyrendum, meðal annarra írskum og alþjóðlegum fjárfestum og forstjórum stórra fyrirtækja, að það væri sér mikil hvatning hve ofarlega umhverfismál væru á baugi í alþjóðlegum markaðsviðskiptum. Hann fagnaði einnig möguleikum á að versla með endurnýjanlega orkukvóta. Hann óskaði Írum til hamingju með góðan árangur í efnahagsmálum á undanförnum tíu árum. Þá sagði hann að „aukinni hagsæld [fylgdi] aukin siðferðisleg og pólitísk ábyrgð um að taka forystu í glímunni við loftslagsbreytingar.“ Þá sagði hann Írland geta gegnt lykilhlutverki meðal iðnríkja heims við að vekja athygli á umhverfisverndarmálum, í ljósi árangurs síns í viðskiptum og pólitískrar stöðu landsins. Í fréttatilkynningu frá Landsbankanum segir að það sé skoðun bankans að alþjóðlegum fyrirtækjum beri skylda til að taka markvissa afstöðu til mikilvægra félagslegra og siðferðislegra mála og umhverfismála. Þar á meðal sé glíman við loftslagsbreytingar. Bankinn taki þátt í mörgum verkefnum til að framfylgja þeirri stefnu. Landsbankinn hefur lýst yfir stuðningi við leiðbeiningar OECD fyrir fjölþjóðleg fyrirtæki samkvæmt tilkynningunni. Þá hafi bankinn verið meðal þeirra sem fyrst skrifuðu undir alþjóðlega yfirlýsingu fjármálastofnana um umhverfismál og sjálfbæra þróun. Bankaráð hafi lagt aukna áherslu á að fjárfesta í fyrirtækjum og verkefnum sem hvetja til sjálfbærrar nýtingar náttúruauðlinda. Bankinn hyggist leggja enn meira af mörkum til að stuðla að þróun á sjálfbærri nýtingu orku og auðlinda með því að nýta íslenska sérþekkingu á þessu sviði. Ísland sé í fremstu röð þegar kemur að notkun endurnýjanlegrar orku. Á komandi árum verður umhverfisvernd eitt af mikilvægum verkefnum bankans, samkvæmt tilkynningunni. Landsbankinn hafi mótað sína eigin umhverfisstefnu. Með viðskiptastefnu sinni vilji bankinn styðja við nýja tækni og nýjar lausnir á sviði endurnýtanlegrar orku. - hhs
Héðan og þaðan Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Sjá meira