Mojito í fyrsta sæti hjá báðum kynjum Jón Aðalsteinn Bergsveinsson skrifar 28. nóvember 2007 00:01 Guffi galdrar fram einn ferskan mojito. Vinsælasti drykkurinn á börum bæjarins er rommdrykkurinn Mojito. Guffi á 1919 á heiðurinn af landnámi hans hér. Markaðurinn/vilhelm „Mojito er vinsælastur bæði hjá körlum og konum í dag. En þær vilja samt stundum Cosmopolitan," segir Guðvarður Gíslason, betur þekktur sem Guffi. Þetta er í samræmi við niðurstöður óformlegrar könnunar Markaðarins á vinsælasta drykknum í dag. Mojito hefur verið þekktur hér á landi í nokkur ár en Guffi á talsvert í landnámi hans: „Þegar ég seldi drykkinn á fyrstu árum Apóteksins botnuðu fáir í honum. Það var ekki fyrr en þegar við opnuðum Mojito-barinn við Austurvöll fyrir nokkrum árum sem salan tók kipp. Hún hefur varla farið niður síðan," segir hann. Guffi ætti að þekkja þetta enda er hann líklegast einn þeirra sem best þekkja drykkjarvenjur landans. Guffi rekur nú veitingahúsið á Hótel Radisson SAS 1919 í miðborg Reykjavíkur. Af öðrum vinsælum drykkjum segir Guffi vodka blandaðan í orkudrykk hafa sótt í sig veðrið upp á síðkastið þrátt fyrir vafasamar umfjallanir um hann. „Menn eiga það til að verða of hressir þegar þeir drekka hann," segir Guffi. Kampavínskokkteillinn Kir Royal og Remy Martin voru sömuleiðis nefndir á nafn en þeir þykja vinsælir fordrykkir. Auk Mojito lenti gin í tónik ofarlega á lista í könnuninni. En gin er ekki sama og gin enda bendir Guffi á að fólk geri meiri kröfur til gins nú en áður. Bombay Sapphire og Tanqueray eru þar vinsælustu tegundirnar. „Bombay-ginið er að ná sér á strik. Menn eru tilbúnir að greiða meira fyrir gott gin," segir hann og bætir við að börunum hérlendis hafi að sama skapi fjölgað sem bjóði upp á tónik í litlum flöskum í stað þess að hella nokkrum sinnum úr sömu flöskunni í marga drykki. „Menn eru að fá betra tónik úr þessu. Mun betra en úr dælu eða brúsa," segir Guffi. Þegar einstaka drykkjum sleppir er vinsælast að drekka rauðvín eða hvítvín með mat. Rauðvín frá Mið-Evrópu eru ofarlega á lista á Vox en í nokkrum tilvikum hvítvín frá Bandaríkjunum og Chile þar og á öðrum stöðum. Domaine Laroche Chablis Vaudevey og Domaine Laroche Chablis Grand Cru Blanchots eru vinsæl á meðal fólks í fjármálageiranum á 101 Hótel í Reykjavík. Flaskan af hvoru tveggja kostar á bilinu átta til ellefu þúsund krónur. „Þeir koma hérna stundum fjórir til fimm strákar og taka saman þrjár flöskur með hamborgara eða lambasteik," segir þjónn á hótelinu. „Síðan fara þeir í vodka og tónik eða annað álíka. Það fer þó allt eftir því hvort fólk kemur í miðri viku eða um helgar hvað það fær sér." Héðan og þaðan Mest lesið Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Viðskipti innlent Bjartara yfir við opnun markaða Viðskipti erlent Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Neytendur Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Viðskipti innlent Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Viðskipti erlent Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Viðskipti innlent Hækkanir í Kauphöllinni á ný Viðskipti innlent Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Sjá meira
„Mojito er vinsælastur bæði hjá körlum og konum í dag. En þær vilja samt stundum Cosmopolitan," segir Guðvarður Gíslason, betur þekktur sem Guffi. Þetta er í samræmi við niðurstöður óformlegrar könnunar Markaðarins á vinsælasta drykknum í dag. Mojito hefur verið þekktur hér á landi í nokkur ár en Guffi á talsvert í landnámi hans: „Þegar ég seldi drykkinn á fyrstu árum Apóteksins botnuðu fáir í honum. Það var ekki fyrr en þegar við opnuðum Mojito-barinn við Austurvöll fyrir nokkrum árum sem salan tók kipp. Hún hefur varla farið niður síðan," segir hann. Guffi ætti að þekkja þetta enda er hann líklegast einn þeirra sem best þekkja drykkjarvenjur landans. Guffi rekur nú veitingahúsið á Hótel Radisson SAS 1919 í miðborg Reykjavíkur. Af öðrum vinsælum drykkjum segir Guffi vodka blandaðan í orkudrykk hafa sótt í sig veðrið upp á síðkastið þrátt fyrir vafasamar umfjallanir um hann. „Menn eiga það til að verða of hressir þegar þeir drekka hann," segir Guffi. Kampavínskokkteillinn Kir Royal og Remy Martin voru sömuleiðis nefndir á nafn en þeir þykja vinsælir fordrykkir. Auk Mojito lenti gin í tónik ofarlega á lista í könnuninni. En gin er ekki sama og gin enda bendir Guffi á að fólk geri meiri kröfur til gins nú en áður. Bombay Sapphire og Tanqueray eru þar vinsælustu tegundirnar. „Bombay-ginið er að ná sér á strik. Menn eru tilbúnir að greiða meira fyrir gott gin," segir hann og bætir við að börunum hérlendis hafi að sama skapi fjölgað sem bjóði upp á tónik í litlum flöskum í stað þess að hella nokkrum sinnum úr sömu flöskunni í marga drykki. „Menn eru að fá betra tónik úr þessu. Mun betra en úr dælu eða brúsa," segir Guffi. Þegar einstaka drykkjum sleppir er vinsælast að drekka rauðvín eða hvítvín með mat. Rauðvín frá Mið-Evrópu eru ofarlega á lista á Vox en í nokkrum tilvikum hvítvín frá Bandaríkjunum og Chile þar og á öðrum stöðum. Domaine Laroche Chablis Vaudevey og Domaine Laroche Chablis Grand Cru Blanchots eru vinsæl á meðal fólks í fjármálageiranum á 101 Hótel í Reykjavík. Flaskan af hvoru tveggja kostar á bilinu átta til ellefu þúsund krónur. „Þeir koma hérna stundum fjórir til fimm strákar og taka saman þrjár flöskur með hamborgara eða lambasteik," segir þjónn á hótelinu. „Síðan fara þeir í vodka og tónik eða annað álíka. Það fer þó allt eftir því hvort fólk kemur í miðri viku eða um helgar hvað það fær sér."
Héðan og þaðan Mest lesið Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Viðskipti innlent Bjartara yfir við opnun markaða Viðskipti erlent Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Neytendur Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Viðskipti innlent Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Viðskipti erlent Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Viðskipti innlent Hækkanir í Kauphöllinni á ný Viðskipti innlent Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Sjá meira