Punga út milljón fyrir fjármálafötin Jón Aðalsteinn Bergsveinsson skrifar 7. nóvember 2007 00:01 Margir karlar í fjármálageiranum segjast klæðast fötum merktum Hugo Boss. Markaðurinn/Pjetur „Það væri bókstaflega asnalegt ef margir væru í eins fötum í mötuneytinu," segir einn viðmælenda Markaðarins um fataval fólks í fjármálageiranum. Heimildarmaðurinn, líkt og fjölmargir sem Markaðurinn ræddi við, forðaðist að koma fram undir nafni um fataval og fatakaup sín. Nokkrir sögðust eyða hálfri til einni milljón króna í föt og fylgihluti á ári. Viðmælendur Markaðarins voru sammála um að fólk í þessum geira kappkostaði að komast hjá því að vera í eins fötum og samstarfsmenn þess og leitaði því frekar í verslanir þar sem nokkuð tryggt væri að fá eintök af sömu fötunum væru pöntuð. Þá fara þeir sem þess eiga kost í verslanir erlendis þar sem bankarnir hafa starfsstöðvar. Lönd í Vestur-Evrópu koma sterk inn, ekki síst Bretlandi og Norðurlöndin. Þá fara sumir til New York í sérstakar innkaupaferðir. Aðrir leita til klæðskera og fá á sig sérsniðin föt. Þau kosta eðlilega talsvert meira en önnur og standa rétt við tvö hundruð þúsund krónurnar. karlarnirMargar konur í fjármálageiranum sögðust fara í verslun Karenar Millen. Þær sögðu búðina þá einu sem sinnti konum í þessum geira og því byði það hættunni heim að margar konur væru í svipuðum fötum.Markaðurinn/ValliFlestir karlar nefndu verslanir Boss, Herragarðsins og Sævar Karl sem sínar uppáhaldsverslanir. Verð er æði misjafnt en hleypur á allt frá 50 þúsund krónum til 200 þúsunda. Merkjavörur eru þær dýrustu en skraddarasaumuð föt eru eðlilega í hæsta kantinum.„Ég kaupi aldrei föt á Íslandi," segir Óttar Helgason, sérfræðingur hjá Landsbankanum. Helsti verslunarstaður hans er í Lundúnum en þar kaupir hann föt sem honum líst vel á bókstaflega úti um allt. Sérstaklega líst honum vel á verslanirnar Reiss, Richard James og fleiri þar í borg. Óttar segir jakkaföt sem fáist í Lundúnum iðulega ekki fáanleg hér á landi en verðlagning sé svipuð. Þrátt fyrir það segist hann ekki leita eftir öðru í jakkafötum en að þau líti vel út og séu þægileg. „Ef þau gera það er ég sáttur," segir hann.Óttar segir mikilvægt að kaupa flott og góð föt sem endist. Sjálfur geti hann ekki sagt til um hversu mikið af fötum hann kaupi á ári hverju. Heildarupphæðin fyrir föt, skó og það helsta sé hins vegar há: „Það er hellingur, einhvers staðar á milli hálf og ein milljón," segir hann.KonurnarFlestar konur sem Markaðurinn ræddi við nefndu verslanir á borð við Karen Millen og GK á nafn yfir þær verslanir þar sem þær helst stunduðu fatainnkaupin. Þá koma Zara og H&M helst til greina þegar þær kaupa föt erlendis. Einn viðmælandi sagði það sama eiga við um konur og karla að þær ættu sínar eftirlætisverslanir utan landsteinanna sem þær vildu helst ekki deila með öðrum. Ein sagði þó verslanir Massimo Dutti og Reiss í Lundúnum ansi góðar þótt þær væru í dýrari kantinum.Lára Björnsdóttir, á gjaldeyrisborði Glitnis, tekur í svipaðan streng og Óttar og fleiri sem Markaðurinn ræddi við: „Það eru engar almennilegar verslanir hérna," segir hún og leggur þunga áherslu á að markaðurinn hérlendis sé afar slappur. Lára vill sjá verslanir sem sérhæfi sig í fötum fyrir starfsfólk í fjármála- og skrifstofugeiranum en það leiti iðulega eftir ákveðnu klassísku en gjarnan öðruvísi útliti. „Það er svo mikið af kokkteildressum en skortur á praktískum fötum," segir Lára og bætir við að afar fáar verslanir sinni konum í þessum geira, að Karen Millen undanskilinni. Þegar svo beri undir geti það leitt til þess að margar konur klæðist svipuðum fötum. „Það er svolítið klúður," segir hún.Í ofanálag telur Lára að verslanir hér á landi þurfi að laga ótal smáatriði, sem skipti máli. „Það þarf ekki mikið til," segir hún og bendir á að allt sem þurfi sé góð tónlist í hátalarakerfi verslana og mátunaraðstaða með lási og góðri lýsingu. „Í verslunum þar sem maður borgar hátt verð fyrir föt er grundvallaratriði að hafa góða klefa með hurðum í stað tjalda, með stórum speglum og lýsingu sem ekki skín skært ofan á mann," segir hún og bendir á að þegar viðskiptavininum líði vel í verslun séu meiri líkur á að hann kaupi eitthvað. „Menn eiga ekki að eyða tíma og peningum í eitthvert púður þegar þeir geta gert eitthvað meira fyrir kúnnann," segir Lára. Héðan og þaðan Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Viðskipti innlent Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Viðskipti innlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Viðskipti erlent ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Viðskipti erlent Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Viðskipti erlent Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Neytendur Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Viðskipti innlent Stuðla að góðu orðspori íslenskrar ferðaþjónustu Framúrskarandi fyrirtæki Fleiri fréttir Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu Sjá meira
„Það væri bókstaflega asnalegt ef margir væru í eins fötum í mötuneytinu," segir einn viðmælenda Markaðarins um fataval fólks í fjármálageiranum. Heimildarmaðurinn, líkt og fjölmargir sem Markaðurinn ræddi við, forðaðist að koma fram undir nafni um fataval og fatakaup sín. Nokkrir sögðust eyða hálfri til einni milljón króna í föt og fylgihluti á ári. Viðmælendur Markaðarins voru sammála um að fólk í þessum geira kappkostaði að komast hjá því að vera í eins fötum og samstarfsmenn þess og leitaði því frekar í verslanir þar sem nokkuð tryggt væri að fá eintök af sömu fötunum væru pöntuð. Þá fara þeir sem þess eiga kost í verslanir erlendis þar sem bankarnir hafa starfsstöðvar. Lönd í Vestur-Evrópu koma sterk inn, ekki síst Bretlandi og Norðurlöndin. Þá fara sumir til New York í sérstakar innkaupaferðir. Aðrir leita til klæðskera og fá á sig sérsniðin föt. Þau kosta eðlilega talsvert meira en önnur og standa rétt við tvö hundruð þúsund krónurnar. karlarnirMargar konur í fjármálageiranum sögðust fara í verslun Karenar Millen. Þær sögðu búðina þá einu sem sinnti konum í þessum geira og því byði það hættunni heim að margar konur væru í svipuðum fötum.Markaðurinn/ValliFlestir karlar nefndu verslanir Boss, Herragarðsins og Sævar Karl sem sínar uppáhaldsverslanir. Verð er æði misjafnt en hleypur á allt frá 50 þúsund krónum til 200 þúsunda. Merkjavörur eru þær dýrustu en skraddarasaumuð föt eru eðlilega í hæsta kantinum.„Ég kaupi aldrei föt á Íslandi," segir Óttar Helgason, sérfræðingur hjá Landsbankanum. Helsti verslunarstaður hans er í Lundúnum en þar kaupir hann föt sem honum líst vel á bókstaflega úti um allt. Sérstaklega líst honum vel á verslanirnar Reiss, Richard James og fleiri þar í borg. Óttar segir jakkaföt sem fáist í Lundúnum iðulega ekki fáanleg hér á landi en verðlagning sé svipuð. Þrátt fyrir það segist hann ekki leita eftir öðru í jakkafötum en að þau líti vel út og séu þægileg. „Ef þau gera það er ég sáttur," segir hann.Óttar segir mikilvægt að kaupa flott og góð föt sem endist. Sjálfur geti hann ekki sagt til um hversu mikið af fötum hann kaupi á ári hverju. Heildarupphæðin fyrir föt, skó og það helsta sé hins vegar há: „Það er hellingur, einhvers staðar á milli hálf og ein milljón," segir hann.KonurnarFlestar konur sem Markaðurinn ræddi við nefndu verslanir á borð við Karen Millen og GK á nafn yfir þær verslanir þar sem þær helst stunduðu fatainnkaupin. Þá koma Zara og H&M helst til greina þegar þær kaupa föt erlendis. Einn viðmælandi sagði það sama eiga við um konur og karla að þær ættu sínar eftirlætisverslanir utan landsteinanna sem þær vildu helst ekki deila með öðrum. Ein sagði þó verslanir Massimo Dutti og Reiss í Lundúnum ansi góðar þótt þær væru í dýrari kantinum.Lára Björnsdóttir, á gjaldeyrisborði Glitnis, tekur í svipaðan streng og Óttar og fleiri sem Markaðurinn ræddi við: „Það eru engar almennilegar verslanir hérna," segir hún og leggur þunga áherslu á að markaðurinn hérlendis sé afar slappur. Lára vill sjá verslanir sem sérhæfi sig í fötum fyrir starfsfólk í fjármála- og skrifstofugeiranum en það leiti iðulega eftir ákveðnu klassísku en gjarnan öðruvísi útliti. „Það er svo mikið af kokkteildressum en skortur á praktískum fötum," segir Lára og bætir við að afar fáar verslanir sinni konum í þessum geira, að Karen Millen undanskilinni. Þegar svo beri undir geti það leitt til þess að margar konur klæðist svipuðum fötum. „Það er svolítið klúður," segir hún.Í ofanálag telur Lára að verslanir hér á landi þurfi að laga ótal smáatriði, sem skipti máli. „Það þarf ekki mikið til," segir hún og bendir á að allt sem þurfi sé góð tónlist í hátalarakerfi verslana og mátunaraðstaða með lási og góðri lýsingu. „Í verslunum þar sem maður borgar hátt verð fyrir föt er grundvallaratriði að hafa góða klefa með hurðum í stað tjalda, með stórum speglum og lýsingu sem ekki skín skært ofan á mann," segir hún og bendir á að þegar viðskiptavininum líði vel í verslun séu meiri líkur á að hann kaupi eitthvað. „Menn eiga ekki að eyða tíma og peningum í eitthvert púður þegar þeir geta gert eitthvað meira fyrir kúnnann," segir Lára.
Héðan og þaðan Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Viðskipti innlent Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Viðskipti innlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Viðskipti erlent ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Viðskipti erlent Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Viðskipti erlent Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Neytendur Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Viðskipti innlent Stuðla að góðu orðspori íslenskrar ferðaþjónustu Framúrskarandi fyrirtæki Fleiri fréttir Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu Sjá meira