Útrásin eykur álagið 7. nóvember 2007 00:01 Jónas Fr. Jónsson forstjóri FME Starfsemi Fjármálaeftirlitsins (FME) erlendis hefur stóraukist á innan við tveimur árum samfara útrás íslenskra fjármálafyrirtækja. Fjármálafyrirtækin starfa nú í tuttugu og einu landi en fyrir aðeins tveimur árum voru löndin tólf. Starfsemin fer ýmist fram í útibúum, dótturfélögum eða á umboðsskrifstofum. FME fylgist með þessari starfsemi. „Þegar íslenskt fjármálafyrirtæki stofnar útibú erlendis, hvílir eftirlitsskyldan á heimalandi fyrirtækisins en þegar um er að ræða dótturfélög eða umboðsskrifstofu, fylgist FME með í gegnum erlendar eftirlitsstofnanir," segir Már Másson hjá FME. Hann segir að þetta auki töluvert á álagið hjá FME. Því sé mætt með fleiri starfsmönnum og aukinni skilvirkni. „Útibúavæðingin er það sem mestu breytir í okkar starfi," segir Már og bætir því við að að jafnaði sé gert ráð fyrir einum tíunda úr stöðugildi fyrir hvert íslenskt útibú sem opnað er erlendis hvort heldur í EES-ríki eða utan. „Við gerum sérstaka samstarfssamninga við eftirlitsstofnanir í ríkjum utan EES, líkt og í Kína, þar sem Glitnir hefur hafið starfsemi. Í þessum samningum er meðal annars kveðið á um að stofnanir deili upplýsingum." Már segir að FME stefni að því að fjölga stöðugildum um yfir tíu fyrir lok næsta árs, meðal annars vegna útrásarinnar. Auknar fjárheimildir til FME fóðri það. Þá berist FME árlega um fjögur þúsund skýrslur frá eftirlitsskyldum aðilum. Verið sé að þróa rafrænt kerfi til að vinna úr þeim, en í því felist meðal annars sjálfvirk vöktun sem geri FME kleift að greina frávik um leið og upplýsingarnar berast. „Það eykur skilvirknina umtalsvert," segir Már Másson. Héðan og þaðan Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Viðskipti innlent Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Viðskipti innlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Viðskipti erlent ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Viðskipti erlent Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Viðskipti erlent Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Neytendur Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Viðskipti innlent Stuðla að góðu orðspori íslenskrar ferðaþjónustu Framúrskarandi fyrirtæki Fleiri fréttir Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu Sjá meira
Starfsemi Fjármálaeftirlitsins (FME) erlendis hefur stóraukist á innan við tveimur árum samfara útrás íslenskra fjármálafyrirtækja. Fjármálafyrirtækin starfa nú í tuttugu og einu landi en fyrir aðeins tveimur árum voru löndin tólf. Starfsemin fer ýmist fram í útibúum, dótturfélögum eða á umboðsskrifstofum. FME fylgist með þessari starfsemi. „Þegar íslenskt fjármálafyrirtæki stofnar útibú erlendis, hvílir eftirlitsskyldan á heimalandi fyrirtækisins en þegar um er að ræða dótturfélög eða umboðsskrifstofu, fylgist FME með í gegnum erlendar eftirlitsstofnanir," segir Már Másson hjá FME. Hann segir að þetta auki töluvert á álagið hjá FME. Því sé mætt með fleiri starfsmönnum og aukinni skilvirkni. „Útibúavæðingin er það sem mestu breytir í okkar starfi," segir Már og bætir því við að að jafnaði sé gert ráð fyrir einum tíunda úr stöðugildi fyrir hvert íslenskt útibú sem opnað er erlendis hvort heldur í EES-ríki eða utan. „Við gerum sérstaka samstarfssamninga við eftirlitsstofnanir í ríkjum utan EES, líkt og í Kína, þar sem Glitnir hefur hafið starfsemi. Í þessum samningum er meðal annars kveðið á um að stofnanir deili upplýsingum." Már segir að FME stefni að því að fjölga stöðugildum um yfir tíu fyrir lok næsta árs, meðal annars vegna útrásarinnar. Auknar fjárheimildir til FME fóðri það. Þá berist FME árlega um fjögur þúsund skýrslur frá eftirlitsskyldum aðilum. Verið sé að þróa rafrænt kerfi til að vinna úr þeim, en í því felist meðal annars sjálfvirk vöktun sem geri FME kleift að greina frávik um leið og upplýsingarnar berast. „Það eykur skilvirknina umtalsvert," segir Már Másson.
Héðan og þaðan Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Viðskipti innlent Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Viðskipti innlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Viðskipti erlent ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Viðskipti erlent Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Viðskipti erlent Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Neytendur Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Viðskipti innlent Stuðla að góðu orðspori íslenskrar ferðaþjónustu Framúrskarandi fyrirtæki Fleiri fréttir Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu Sjá meira