Hvíld frá amstri fjármálaheimsins 7. nóvember 2007 00:01 Helga Hlín Hákonardóttir, framkvæmdastjóri lögfræðisviðs Saga Capital og motocross-unnandi. Mynd / Unnar Helgason Frá blautu barnsbeini hefur Helga Hlín Hákonardóttir, framkvæmdastjóri lögfræðisviðs hjá Saga Capital Fjárfestingarbanka, verið viðloðandi vélhjól. Sem krakki lék hún sér á vélsleðum og fjórhjólum og hún var ekki lengi að fá sér mótorhjólapróf um leið og hún hafði aldur til. Í fyrrasumar prófaði hún motocross í fyrsta sinn og féll kylliflöt. „Motocrossið er mjög líkamlega krefjandi íþrótt. Ef maður er ekki í góðu formi þegar maður byrjar er maður fljótur að komast í það. Svo er þetta alveg óheyrilega gaman og ögrandi. Hvíldin frá amstri fjármálaheimsins og útrásin eru algjör. Þetta er mikil frelsun!“ Helga Hlín líkir hverju skipti við þá tilfinningu sem flestir muna eftir, að læra að hjóla á reiðhjóli. „Hvert skipti í motocrossinu er persónulegur sigur sem helst má líkja við að læra að hjóla. Maður er alltaf að sigrast á einhverju nýju. Það finnst mér alveg nauðsynlegt, annars verða hlutirnir fljótt leiðinlegir.“ Öll fjölskyldan deilir áhuga Helgu Hlínar á motocrossinu. Fjögur hjól sitja í bílskúrnum sem tilheyra Helgu Hlín, manni hennar, Unnari Sveini Helgasyni og eldri dóttur þeirra sem er fimmtán ára. Sú yngri, sem er ekki nema tveggja ára, hefur óbilandi áhuga á bleikum hjólum. Hún hefur ekki áhyggjur af áhuga dætranna. „Eldri dóttir mín hefur slasað sig oftar í handboltanum en ég í motocrossinu. Þessu fylgir mikill agi og bæði krakkar og fullorðnir þurfa því að sýna fyllstu virðingu við allar reglur. Svo er maður vel varinn. Maður losnar hins vegar ekki við lófastóra marbletti og skrámur. Þeir sem hafa ekki fengið marblett eða japlað á smá sandi síðan þeir voru níu ára eiga sjálfsagt lítið erindi í motocrossið.“ Héðan og þaðan Mest lesið 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Viðskipti innlent Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Viðskipti erlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Neytendur Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Sjá meira
Frá blautu barnsbeini hefur Helga Hlín Hákonardóttir, framkvæmdastjóri lögfræðisviðs hjá Saga Capital Fjárfestingarbanka, verið viðloðandi vélhjól. Sem krakki lék hún sér á vélsleðum og fjórhjólum og hún var ekki lengi að fá sér mótorhjólapróf um leið og hún hafði aldur til. Í fyrrasumar prófaði hún motocross í fyrsta sinn og féll kylliflöt. „Motocrossið er mjög líkamlega krefjandi íþrótt. Ef maður er ekki í góðu formi þegar maður byrjar er maður fljótur að komast í það. Svo er þetta alveg óheyrilega gaman og ögrandi. Hvíldin frá amstri fjármálaheimsins og útrásin eru algjör. Þetta er mikil frelsun!“ Helga Hlín líkir hverju skipti við þá tilfinningu sem flestir muna eftir, að læra að hjóla á reiðhjóli. „Hvert skipti í motocrossinu er persónulegur sigur sem helst má líkja við að læra að hjóla. Maður er alltaf að sigrast á einhverju nýju. Það finnst mér alveg nauðsynlegt, annars verða hlutirnir fljótt leiðinlegir.“ Öll fjölskyldan deilir áhuga Helgu Hlínar á motocrossinu. Fjögur hjól sitja í bílskúrnum sem tilheyra Helgu Hlín, manni hennar, Unnari Sveini Helgasyni og eldri dóttur þeirra sem er fimmtán ára. Sú yngri, sem er ekki nema tveggja ára, hefur óbilandi áhuga á bleikum hjólum. Hún hefur ekki áhyggjur af áhuga dætranna. „Eldri dóttir mín hefur slasað sig oftar í handboltanum en ég í motocrossinu. Þessu fylgir mikill agi og bæði krakkar og fullorðnir þurfa því að sýna fyllstu virðingu við allar reglur. Svo er maður vel varinn. Maður losnar hins vegar ekki við lófastóra marbletti og skrámur. Þeir sem hafa ekki fengið marblett eða japlað á smá sandi síðan þeir voru níu ára eiga sjálfsagt lítið erindi í motocrossið.“
Héðan og þaðan Mest lesið 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Viðskipti innlent Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Viðskipti erlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Neytendur Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Sjá meira