Lífsstíll fremur en áhugamál 24. október 2007 00:01 Ásgeir Margeirsson, forstjóri Geysis Green Energy, er mikill hestamaður. Hér nær hann tengingu við nýfætt folald í sveitinni í sumar. Mynd/Ásgeir Margeirsson Í hátt í tuttugu ár hefur Ásgeir Margeirsson, forstjóri Geysis Green Energy, stundað hestamennsku af miklu kappi. Hann kynntist henni sem unglingur í sveit og keypti sér sinn fyrsta hest þegar hann var ekki nema sextán ára. „Hestamennskan var mér alltaf mjög nærri, þrátt fyrir að mitt fólk vissi ekki hvað sneri fram og hvað aftur á hestum. Hún togaði hins vegar alltaf í mig, allt frá þessum tíma." Eftir að Ásgeir flutti aftur heim að loknu verkfræðinámi í Svíþjóð hóf hann að stunda hestamennsku ásamt tengdaföður sínum. Síðan hefur áhugamálið hlaðið utan á sig hjá Ásgeiri, eiginkonu hans og tveimur af þremur sonum þeirra. „Fyrir okkur er þetta ekki lengur áhugamál heldur lífsstíll, enda fer megnið af okkar frítíma í þetta." Í það heila á fjölskyldan hátt á annan tug hesta. Þau eru með hesthús í bænum og aðstöðu austur í sveit sem þau nota mikið á sumrin. Á haustin, þegar hestarnir eru í haga, nota Ásgeir og synir hans tímann í tamningar. Þeir eru því fáir mánuðirnir á ári sem hestamennskan tekur ekki tíma fjölskyldunnar. Nú er tamningunum nýlokið hjá þeim feðgum. Segir Ásgeir ekki laust við að hann finni fyrir fráhvarfseinkennum. „Maður er fljótt farinn að hugsa um hvernig hestarnir hafi það og gefur sér tíma til að fara að heimsækja þá. Enda myndast mjög sterkar taugar á milli hests og manns. Hins vegar nota ég líka tímann á haustin til að sinna öðrum málum sem ef til vill hafa setið á hakanum." Það er lykilatriði, að mati Ásgeirs, að hestamennskan sé sameiginlegt áhugamál fjölskyldunnar. „Þetta kostar bæði mikinn tíma og peninga. Hestamennskunni þarf að forgangsraða framarlega, jafnvel á kostnað annars sem maður myndi gera. Það getur verið mjög erfitt ef það er ekki samstaða um það hjá fjölskyldunni. Ég hefði ekki sökkt mér svona djúpt í hestamennskuna nema af því hún varð fjölskylduáhugamál hjá okkur." Héðan og þaðan Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira
Í hátt í tuttugu ár hefur Ásgeir Margeirsson, forstjóri Geysis Green Energy, stundað hestamennsku af miklu kappi. Hann kynntist henni sem unglingur í sveit og keypti sér sinn fyrsta hest þegar hann var ekki nema sextán ára. „Hestamennskan var mér alltaf mjög nærri, þrátt fyrir að mitt fólk vissi ekki hvað sneri fram og hvað aftur á hestum. Hún togaði hins vegar alltaf í mig, allt frá þessum tíma." Eftir að Ásgeir flutti aftur heim að loknu verkfræðinámi í Svíþjóð hóf hann að stunda hestamennsku ásamt tengdaföður sínum. Síðan hefur áhugamálið hlaðið utan á sig hjá Ásgeiri, eiginkonu hans og tveimur af þremur sonum þeirra. „Fyrir okkur er þetta ekki lengur áhugamál heldur lífsstíll, enda fer megnið af okkar frítíma í þetta." Í það heila á fjölskyldan hátt á annan tug hesta. Þau eru með hesthús í bænum og aðstöðu austur í sveit sem þau nota mikið á sumrin. Á haustin, þegar hestarnir eru í haga, nota Ásgeir og synir hans tímann í tamningar. Þeir eru því fáir mánuðirnir á ári sem hestamennskan tekur ekki tíma fjölskyldunnar. Nú er tamningunum nýlokið hjá þeim feðgum. Segir Ásgeir ekki laust við að hann finni fyrir fráhvarfseinkennum. „Maður er fljótt farinn að hugsa um hvernig hestarnir hafi það og gefur sér tíma til að fara að heimsækja þá. Enda myndast mjög sterkar taugar á milli hests og manns. Hins vegar nota ég líka tímann á haustin til að sinna öðrum málum sem ef til vill hafa setið á hakanum." Það er lykilatriði, að mati Ásgeirs, að hestamennskan sé sameiginlegt áhugamál fjölskyldunnar. „Þetta kostar bæði mikinn tíma og peninga. Hestamennskunni þarf að forgangsraða framarlega, jafnvel á kostnað annars sem maður myndi gera. Það getur verið mjög erfitt ef það er ekki samstaða um það hjá fjölskyldunni. Ég hefði ekki sökkt mér svona djúpt í hestamennskuna nema af því hún varð fjölskylduáhugamál hjá okkur."
Héðan og þaðan Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira