Betware nemur land á Spáni 15. ágúst 2007 04:00 Stefán Hrafnkelsson er framkvæmdastjóri og stofnandi Betware sem veitir Spænska ríkislottóinu þjónustu samkvæmt nýjum samningi. MYND/GVA Undirritaður hefur verið samningur íslenska hugbúnaðar- og þjónustufyrirtækisins Betware og Spænska ríkislottósins um að Betware þjónusti lottóið á sviði gagnvirkra leikja. Samningurinn er gerður við STL (Sistemas Técnicos de Loterías del Estado) sem er að fullu í eigu ríkislottósins. „Spænska ríkislottóið vill þróa leikjaframboð sitt þannig að viðskiptavinir geti tekið þátt í leikjum á Internetinu, farsímum og gagnvirku sjónvarpi,“ segir í tilkynningu Betware. Þar kemur einnig fram að þeir leikir sem STL býður upp á nú þegar verði jafnframt fluttir yfir í kerfi Betware. Haft er eftir Alfonso P. Fernandez hjá STL að meðal annars hafi verið horft til sveigjanleika lausnar Betware sem þýði að hægt sé á skömmum tíma að bæta við nýjum leikum. „Samningurinn við STL skiptir miklu máli fyrir Betware þar sem um er að ræða eitt stærsta ríkislottó í heimi. Árið 2005 var Spænska ríkislottóið það stærsta í heimi með 11 milljarða dollara í sölutekjur sem er nálægt 13 prósentum af heildarsölu allra lottómiða í Evrópu. Segja má að með þessum samningi sé Betware komið á kortið sem verðugur keppinautur á þessum markaði,“ segir í tilkynningunni um samninginn, en í kjölfar hans er fyrirtækið sagt munu stækka um að minnsta kosti helming. Betware var stofnað árið 1998 og er með höfuðstöðvar í Reykjavík. Að auki er fyrirtækið með þrjú útibú í Evrópu og Norður-Ameríku. Hjá Betware starfa ríflega 60 manns, en áætlanir gera ráð fyrir að starfsmenn verði um 90 fyrir árslok. Birtist í Fréttablaðinu Héðan og þaðan Mest lesið Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Sjá meira
Undirritaður hefur verið samningur íslenska hugbúnaðar- og þjónustufyrirtækisins Betware og Spænska ríkislottósins um að Betware þjónusti lottóið á sviði gagnvirkra leikja. Samningurinn er gerður við STL (Sistemas Técnicos de Loterías del Estado) sem er að fullu í eigu ríkislottósins. „Spænska ríkislottóið vill þróa leikjaframboð sitt þannig að viðskiptavinir geti tekið þátt í leikjum á Internetinu, farsímum og gagnvirku sjónvarpi,“ segir í tilkynningu Betware. Þar kemur einnig fram að þeir leikir sem STL býður upp á nú þegar verði jafnframt fluttir yfir í kerfi Betware. Haft er eftir Alfonso P. Fernandez hjá STL að meðal annars hafi verið horft til sveigjanleika lausnar Betware sem þýði að hægt sé á skömmum tíma að bæta við nýjum leikum. „Samningurinn við STL skiptir miklu máli fyrir Betware þar sem um er að ræða eitt stærsta ríkislottó í heimi. Árið 2005 var Spænska ríkislottóið það stærsta í heimi með 11 milljarða dollara í sölutekjur sem er nálægt 13 prósentum af heildarsölu allra lottómiða í Evrópu. Segja má að með þessum samningi sé Betware komið á kortið sem verðugur keppinautur á þessum markaði,“ segir í tilkynningunni um samninginn, en í kjölfar hans er fyrirtækið sagt munu stækka um að minnsta kosti helming. Betware var stofnað árið 1998 og er með höfuðstöðvar í Reykjavík. Að auki er fyrirtækið með þrjú útibú í Evrópu og Norður-Ameríku. Hjá Betware starfa ríflega 60 manns, en áætlanir gera ráð fyrir að starfsmenn verði um 90 fyrir árslok.
Birtist í Fréttablaðinu Héðan og þaðan Mest lesið Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Sjá meira