Kapítalskt nirvana 8. ágúst 2007 00:01 The Guardian segir Moskvuborg hafa náð enn einum áfanganum á leiðinni að kapítalísku algleymi, eða nirvana eins og það heitir upp á ensku. Samkvæmt nýrri könnun er hvergi í veröldinni meiri hagnaður af hótelrekstri heldur en einmitt í Moskvu, þar sem hagnaður á fyrri helmingi árs nam 12.650 krónum á hvert herbergi að meðaltali. Ágóðinn er ríflega þriðjungi meiri en í London, sem er sú borg sem næst kemur. Fram kemur að þessi mikli hagnaður skýrist að stærstum hluta af lágum launakostnaði; sá vandi sé útbreiddur í Rússlandi þar sem auðkýfingar séu á hverju strái, meðan meðallaun í landinu rétt slaga í þrjátíu þúsund krónur á mánuði. Þannig fara um tuttugu prósent tekna hótela í Rússlandi til launagreiðslna meðan hlutfallið er hátt í fjörutíu prósent í Lundúnum. Góður tími til að herða sultarólina The Economist Titringurinn á alþjóðlegum fjármagnsmörkuðum að undanförnu eru góðar fréttir, þrátt fyrir að bankamenn og fjárfestar séu margir hverjir súrir. Þetta er mat leiðarahöfundar The Economist sem segir að skellurinn hafi að minnsta kosti komið vitinu fyrir þessa hópa. Allt of mikið fjármagn hafi verið í boði á undanförnum árum, allt of ódýrt, allt of auðveldlega, fyrir allt of stóra hópa fólks. Gilti einu hvort um væri að ræða spákaupmenn að krækja sér í fljótan gróða á húsnæðismarkaðnum á Miami eða risa fjárfestingasjóði að fjármagna sínar nýjustu yfirtökur. Hringing vekjaraklukkunnar hafi komið of seint fyrir bandaríska húsnæðismarkaðinn. Hún sé þó nógu snemma á ferð til að hemja yfirtökuæðið á þeim tíma sem efnahagur heimsins er nógu sterkur til að takast á við aðstæðurnar. Héðan og þaðan Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
The Guardian segir Moskvuborg hafa náð enn einum áfanganum á leiðinni að kapítalísku algleymi, eða nirvana eins og það heitir upp á ensku. Samkvæmt nýrri könnun er hvergi í veröldinni meiri hagnaður af hótelrekstri heldur en einmitt í Moskvu, þar sem hagnaður á fyrri helmingi árs nam 12.650 krónum á hvert herbergi að meðaltali. Ágóðinn er ríflega þriðjungi meiri en í London, sem er sú borg sem næst kemur. Fram kemur að þessi mikli hagnaður skýrist að stærstum hluta af lágum launakostnaði; sá vandi sé útbreiddur í Rússlandi þar sem auðkýfingar séu á hverju strái, meðan meðallaun í landinu rétt slaga í þrjátíu þúsund krónur á mánuði. Þannig fara um tuttugu prósent tekna hótela í Rússlandi til launagreiðslna meðan hlutfallið er hátt í fjörutíu prósent í Lundúnum. Góður tími til að herða sultarólina The Economist Titringurinn á alþjóðlegum fjármagnsmörkuðum að undanförnu eru góðar fréttir, þrátt fyrir að bankamenn og fjárfestar séu margir hverjir súrir. Þetta er mat leiðarahöfundar The Economist sem segir að skellurinn hafi að minnsta kosti komið vitinu fyrir þessa hópa. Allt of mikið fjármagn hafi verið í boði á undanförnum árum, allt of ódýrt, allt of auðveldlega, fyrir allt of stóra hópa fólks. Gilti einu hvort um væri að ræða spákaupmenn að krækja sér í fljótan gróða á húsnæðismarkaðnum á Miami eða risa fjárfestingasjóði að fjármagna sínar nýjustu yfirtökur. Hringing vekjaraklukkunnar hafi komið of seint fyrir bandaríska húsnæðismarkaðinn. Hún sé þó nógu snemma á ferð til að hemja yfirtökuæðið á þeim tíma sem efnahagur heimsins er nógu sterkur til að takast á við aðstæðurnar.
Héðan og þaðan Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira