Kapítalskt nirvana 8. ágúst 2007 00:01 The Guardian segir Moskvuborg hafa náð enn einum áfanganum á leiðinni að kapítalísku algleymi, eða nirvana eins og það heitir upp á ensku. Samkvæmt nýrri könnun er hvergi í veröldinni meiri hagnaður af hótelrekstri heldur en einmitt í Moskvu, þar sem hagnaður á fyrri helmingi árs nam 12.650 krónum á hvert herbergi að meðaltali. Ágóðinn er ríflega þriðjungi meiri en í London, sem er sú borg sem næst kemur. Fram kemur að þessi mikli hagnaður skýrist að stærstum hluta af lágum launakostnaði; sá vandi sé útbreiddur í Rússlandi þar sem auðkýfingar séu á hverju strái, meðan meðallaun í landinu rétt slaga í þrjátíu þúsund krónur á mánuði. Þannig fara um tuttugu prósent tekna hótela í Rússlandi til launagreiðslna meðan hlutfallið er hátt í fjörutíu prósent í Lundúnum. Góður tími til að herða sultarólina The Economist Titringurinn á alþjóðlegum fjármagnsmörkuðum að undanförnu eru góðar fréttir, þrátt fyrir að bankamenn og fjárfestar séu margir hverjir súrir. Þetta er mat leiðarahöfundar The Economist sem segir að skellurinn hafi að minnsta kosti komið vitinu fyrir þessa hópa. Allt of mikið fjármagn hafi verið í boði á undanförnum árum, allt of ódýrt, allt of auðveldlega, fyrir allt of stóra hópa fólks. Gilti einu hvort um væri að ræða spákaupmenn að krækja sér í fljótan gróða á húsnæðismarkaðnum á Miami eða risa fjárfestingasjóði að fjármagna sínar nýjustu yfirtökur. Hringing vekjaraklukkunnar hafi komið of seint fyrir bandaríska húsnæðismarkaðinn. Hún sé þó nógu snemma á ferð til að hemja yfirtökuæðið á þeim tíma sem efnahagur heimsins er nógu sterkur til að takast á við aðstæðurnar. Héðan og þaðan Mest lesið Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
The Guardian segir Moskvuborg hafa náð enn einum áfanganum á leiðinni að kapítalísku algleymi, eða nirvana eins og það heitir upp á ensku. Samkvæmt nýrri könnun er hvergi í veröldinni meiri hagnaður af hótelrekstri heldur en einmitt í Moskvu, þar sem hagnaður á fyrri helmingi árs nam 12.650 krónum á hvert herbergi að meðaltali. Ágóðinn er ríflega þriðjungi meiri en í London, sem er sú borg sem næst kemur. Fram kemur að þessi mikli hagnaður skýrist að stærstum hluta af lágum launakostnaði; sá vandi sé útbreiddur í Rússlandi þar sem auðkýfingar séu á hverju strái, meðan meðallaun í landinu rétt slaga í þrjátíu þúsund krónur á mánuði. Þannig fara um tuttugu prósent tekna hótela í Rússlandi til launagreiðslna meðan hlutfallið er hátt í fjörutíu prósent í Lundúnum. Góður tími til að herða sultarólina The Economist Titringurinn á alþjóðlegum fjármagnsmörkuðum að undanförnu eru góðar fréttir, þrátt fyrir að bankamenn og fjárfestar séu margir hverjir súrir. Þetta er mat leiðarahöfundar The Economist sem segir að skellurinn hafi að minnsta kosti komið vitinu fyrir þessa hópa. Allt of mikið fjármagn hafi verið í boði á undanförnum árum, allt of ódýrt, allt of auðveldlega, fyrir allt of stóra hópa fólks. Gilti einu hvort um væri að ræða spákaupmenn að krækja sér í fljótan gróða á húsnæðismarkaðnum á Miami eða risa fjárfestingasjóði að fjármagna sínar nýjustu yfirtökur. Hringing vekjaraklukkunnar hafi komið of seint fyrir bandaríska húsnæðismarkaðinn. Hún sé þó nógu snemma á ferð til að hemja yfirtökuæðið á þeim tíma sem efnahagur heimsins er nógu sterkur til að takast á við aðstæðurnar.
Héðan og þaðan Mest lesið Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent