Reykleysi á veitingastöðum 1. ágúst 2007 05:30 Hér er ekki ætlunin að tala um réttmæti reykingabannsins sem slíks. Ég skrifa þessa grein fyrst og fremst út frá því sjónarhorni hver ávinningurinn af því er fyrir mig sem íþróttakonu og heilbrigða manneskju. Reykingabannið hefur mikið gildi fyrir mig og fyrir fólk sem vill lifa heilbrigðu lífi. Ég, sem einstaklingur og íþróttamaður, vel heilbrigði ofar öllu og lifi samkvæmt því. Fyrir nokkrum árum hefði mig ekki grunað að þessi áfangi næðist. Ég hef alltaf reynt að forðast hvers kyns tóbak og tóbaksreyk frá öðrum. Ástæðan fyrir því er meðal annars sú þekking sem ég hef á skaðsemi reykinga. Í langan tíma hef ég einnig vitað að reykingar hafa ekki aðeins áhrif á reykingamanninn sjálfan heldur líka annað fólk í umhverfinu. Ég ólst upp við hreint og ferskt loft inni á mínu heimili. Á unga aldri gerði ég mér grein fyrir því að áfengi, reykingar og óhollur lífsstíll myndu hafa slæm áhrif á heilsu mína. Ég vildi lifa heilbrigðu lífi, vera í góðu formi og líða vel, líkt og ég geri í dag. Ég byrjaði snemma í íþróttum og þátttaka mín í þeim íþróttum sem ég stundaði var ekki aðeins vegna félagsskaparins og skemmtanagildisins heldur var einnig markmiðið að bæta mig með hverri æfingunni. Þar sem ég vissi að tóbaksreykur væri slæmur heilsu minni forðaðist ég hann; ef reykt var í einu herbergi þá fór ég í annað og ef ég sat í bíl og var spurð hvort mér væri sama þótt viðkomandi reykti þá sagði ég nei. Það voru hins vegar margir sem virtu ekki mitt álit, þó færri í dag en áður. Í dag veit fólk um skaðsemi reykinga, þrátt fyrir það halda sumir þessum ósið áfram. Hingað til hefur reyklaust fólk þurft að anda að sér reyk á flestum veitinga- og skemmtistöðum, þrátt fyrir að hafa valið að vera á reyklausu svæði. Ég vel auðvitað alltaf reyklaust svæði, en það er hins vegar aldrei alveg reyklaust. Það er alltaf einhver reykur sem berst yfir á reyklausa svæðið og það finnur maður t.d. á lyktinni þegar maður kemur út af staðnum. Eftir kvöldverð eða skemmtun á veitinga-eða skemmtistað angar maður af reykingafýlu. Þetta finnst flestum viðurstyggð og þar á meðal mörgum reykingamönnum. Ég hef aldrei skilið það að reykja. Ég tel reykingar eitt af því fáránlegasta sem hægt er að gera sjálfum sér. Oft er þetta vani hjá fólki, en þessi vani er heilsuspillandi á hæsta stigi. Þegar fólk hafði ekki þekkingu á skaðsemi reykinga þótti þetta flott og aðeins á valdi þeirra ríkustu og fínustu. Þetta fólk vissi ekki betur. En í dag er skaðsemi reykinga vel þekkt. Margar rannsóknir hafa sýnt fram á óhugnanlegar staðreyndir og oft sér maður á einstaklingi hvort hann reyki eða reyki ekki. Þau eru mörg atriðin sem skera reykingamenn út úr og reykingar hafa ekki aðlaðandi áhrif á ytra útlit fólks né innviði. Ég gleðst mikið yfir því að nú hefur þetta breyst. Við hættum að verða fyrir óbeinum reykingum á veitinga- og skemmtistöðum, sem hafa áhrif á heilsu okkar. Það er frábært að geta farið út að borða og skemmta sér án þess að hafa áhyggjur af reyknum frá öðrum. Sem íþróttamaður er ég himinlifandi og sem heilbrigð manneskja enn fegnari. Ég vona að reykingabannið hafi jákvæð áhrif í för með sér. Ég vona að fólk taki þessu á jákvæðan hátt og sem flestir hætti þessum ósið. Reykingar eru skaðlegar heilsunni, það er engin afsökun að segjast ekki geta hætt, tóbak er ávanabindandi, en margir stórreykingamenn hafa náð þeim áfanga að hætta. Það er mikill misskilningur að það sé flott eða töff í dag að reykja. Það er flott og töff að reykja ekki! Að vera sá sem gerir sér grein fyrir því sem er hollt og óhollt fyrir líkama sinn, sá sem virðir sjálfan sig, og eitrar ekki fyrir sjálfum sér og líkama sínum. Það er skref í rétta átt að geta andað að sér hreinu lofti á veitinga- og skemmtistöðum. Þrátt fyrir að það hafi ekki verið markmið laganna þá vona ég að þau hafi í för með sér að fleiri hætti að reykja og velji þannig sér og sínum heilbrigðari lífsstíl. Höfundur er afrekskona í badminton. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Sjá meira
Hér er ekki ætlunin að tala um réttmæti reykingabannsins sem slíks. Ég skrifa þessa grein fyrst og fremst út frá því sjónarhorni hver ávinningurinn af því er fyrir mig sem íþróttakonu og heilbrigða manneskju. Reykingabannið hefur mikið gildi fyrir mig og fyrir fólk sem vill lifa heilbrigðu lífi. Ég, sem einstaklingur og íþróttamaður, vel heilbrigði ofar öllu og lifi samkvæmt því. Fyrir nokkrum árum hefði mig ekki grunað að þessi áfangi næðist. Ég hef alltaf reynt að forðast hvers kyns tóbak og tóbaksreyk frá öðrum. Ástæðan fyrir því er meðal annars sú þekking sem ég hef á skaðsemi reykinga. Í langan tíma hef ég einnig vitað að reykingar hafa ekki aðeins áhrif á reykingamanninn sjálfan heldur líka annað fólk í umhverfinu. Ég ólst upp við hreint og ferskt loft inni á mínu heimili. Á unga aldri gerði ég mér grein fyrir því að áfengi, reykingar og óhollur lífsstíll myndu hafa slæm áhrif á heilsu mína. Ég vildi lifa heilbrigðu lífi, vera í góðu formi og líða vel, líkt og ég geri í dag. Ég byrjaði snemma í íþróttum og þátttaka mín í þeim íþróttum sem ég stundaði var ekki aðeins vegna félagsskaparins og skemmtanagildisins heldur var einnig markmiðið að bæta mig með hverri æfingunni. Þar sem ég vissi að tóbaksreykur væri slæmur heilsu minni forðaðist ég hann; ef reykt var í einu herbergi þá fór ég í annað og ef ég sat í bíl og var spurð hvort mér væri sama þótt viðkomandi reykti þá sagði ég nei. Það voru hins vegar margir sem virtu ekki mitt álit, þó færri í dag en áður. Í dag veit fólk um skaðsemi reykinga, þrátt fyrir það halda sumir þessum ósið áfram. Hingað til hefur reyklaust fólk þurft að anda að sér reyk á flestum veitinga- og skemmtistöðum, þrátt fyrir að hafa valið að vera á reyklausu svæði. Ég vel auðvitað alltaf reyklaust svæði, en það er hins vegar aldrei alveg reyklaust. Það er alltaf einhver reykur sem berst yfir á reyklausa svæðið og það finnur maður t.d. á lyktinni þegar maður kemur út af staðnum. Eftir kvöldverð eða skemmtun á veitinga-eða skemmtistað angar maður af reykingafýlu. Þetta finnst flestum viðurstyggð og þar á meðal mörgum reykingamönnum. Ég hef aldrei skilið það að reykja. Ég tel reykingar eitt af því fáránlegasta sem hægt er að gera sjálfum sér. Oft er þetta vani hjá fólki, en þessi vani er heilsuspillandi á hæsta stigi. Þegar fólk hafði ekki þekkingu á skaðsemi reykinga þótti þetta flott og aðeins á valdi þeirra ríkustu og fínustu. Þetta fólk vissi ekki betur. En í dag er skaðsemi reykinga vel þekkt. Margar rannsóknir hafa sýnt fram á óhugnanlegar staðreyndir og oft sér maður á einstaklingi hvort hann reyki eða reyki ekki. Þau eru mörg atriðin sem skera reykingamenn út úr og reykingar hafa ekki aðlaðandi áhrif á ytra útlit fólks né innviði. Ég gleðst mikið yfir því að nú hefur þetta breyst. Við hættum að verða fyrir óbeinum reykingum á veitinga- og skemmtistöðum, sem hafa áhrif á heilsu okkar. Það er frábært að geta farið út að borða og skemmta sér án þess að hafa áhyggjur af reyknum frá öðrum. Sem íþróttamaður er ég himinlifandi og sem heilbrigð manneskja enn fegnari. Ég vona að reykingabannið hafi jákvæð áhrif í för með sér. Ég vona að fólk taki þessu á jákvæðan hátt og sem flestir hætti þessum ósið. Reykingar eru skaðlegar heilsunni, það er engin afsökun að segjast ekki geta hætt, tóbak er ávanabindandi, en margir stórreykingamenn hafa náð þeim áfanga að hætta. Það er mikill misskilningur að það sé flott eða töff í dag að reykja. Það er flott og töff að reykja ekki! Að vera sá sem gerir sér grein fyrir því sem er hollt og óhollt fyrir líkama sinn, sá sem virðir sjálfan sig, og eitrar ekki fyrir sjálfum sér og líkama sínum. Það er skref í rétta átt að geta andað að sér hreinu lofti á veitinga- og skemmtistöðum. Þrátt fyrir að það hafi ekki verið markmið laganna þá vona ég að þau hafi í för með sér að fleiri hætti að reykja og velji þannig sér og sínum heilbrigðari lífsstíl. Höfundur er afrekskona í badminton.
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun