Óskiljanlegt langlundargeð Eiður Guðnason skrifar 23. júlí 2007 08:00 Fyrir fáeinum dögum las ég í Fréttablaðinu, að núverandi meirihluti í borgarstjórn Reykjavíkur stefndi ekki að millilandaflugi um Reykjavíkurflugvöll. Þetta kom mér spánskt fyrir sjónir. Í fyrsta lagi var mér ekki ljóst, að borgarstjórn Reykjavíkur réði því hvert væri flogið frá Reykjavík. Í öðru lagi þá er rekið millilandaflug frá Reykjavíkurflugvelli og hefur verið lengi. Þaðan er flogið bæði til Færeyja og Grænlands. Þaðan fljúga líka næstum daglega einkaþotur í eigu íslenskra aðila til annarra landa. Hitt er svo annað mál, að aðstaðan fyrir innanlandsflug og millilandaflug á Reykjavíkurflugvelli hefur verið til háborinnar skammar í áratugi. Þar er líklega bæði við ríki og Reykjavíkurborg að sakast. Langlundargeð okkar í sumum greinum er nánast óskiljanlegt.Aðstaða fyrir neðan allar hellurUppistaðan í þeim byggingum ,sem flugafgreiðslan er í, er herskáli frá fyrstu árum seinni heimsstyrjaldar. Klastrað hefur verið skúrum við þennan skála í næstum allar áttir í áranna rás.Sú aðstaða, sem farþegum, er boðið upp á þarna suður við Skerjafjörð er fyrir neðan allar hellur. Sama gildir um aðstöðu þess fólks sem þarna starfar.Ítrekað verða seinkanir á flugi til Færeyja frá Reykjavík vegna þess hve aðstæður allar eru slæmar í þessar svokölluðu flugstöð Reykvíkinga. Samtímis er ekki hægt að afgreiða bæði þá sem eru að koma til landsins og þá sem eru að fara til útlanda. Ekki er langt síðan biðröð var út á götu við innritun í Færeyjaflugið. Þá bjargaði blíðviðrið miklu. Aðstaða til vopnaleitar á farþegum og í farangri þeirra eins og nú er krafist, er sömuleiðis óviðunandi. Ég skil reyndar ekki af hverju aðeins er leitað á farþegum sem fara til útlanda, en ekki þeim sem fljúga frá Reykjavík til annarra staða innanlands. Kannski er það vegna þess að hreinlega er ekki hægt að koma því við vegna plássleysis.Þegar vélar Atlantic Airways koma frá Færeyjum með hátt í hundrað farþega með hundrað ferðatöskur, þá er færibandið sem skilar töskunum inn í biðrýmið (sem er eins og sæmilega stór stofa) líklega einir sex metrar að lengd. Við enda þess hrúgast töskurnar upp og velta svo út á gólfið. Stundum stíflast allt.Flugvellir á landsbyggðinni eru betur búnirFlugvellirnir á Akureyri og Egilsstöðum eru langtum betur búnir til að sinna millilandaflugi en flugvöllur höfuðborgarinnar. Þingmenn þeirra kjördæma hafa átt sinn þátt í að sjá um það.Á flugvellinum í Vágum í Færeyjum er prýðileg aðstaða.Flugstöðin þar hefur ekki verið dýr bygging. En hún er Færeyingum til sóma. Nú er talað um að stækka hana. Færeyingar hafa tekið rekstur flugvallarins í sínar hendur og það mun ekki vefjast fyrir þeim að stækka flugstöðina sína.En það vefst endalaust fyrir okkur Íslendingum að koma upp mannsæmandi og boðlegri aðstöðu fyrir ferðafólk á Reykjavíkurflugvelli.Hólmsheiði og sker úti í sjó eru út úr kúEkki finnst mér trúlegt, að Reykjavíkurflugvöllur verði lagður niður. Kannski verður hann minnkaður. En það vekur mér ævarandi undrun að talað skuli um í alvöru að gera nýjan flugvöll á Hólmsheiði og verja til þess milljörðum af skattfé borgaranna. Frá Hólmsheiði eru ekki nema örfáir tugir kílómetra að einum besta og fullkomnasta flugvelli við Norður-Atlantshaf, Keflavíkurflugvelli.Umræðan um nýjan flugvöll á Hólmsheiði, eða á skerjum úti í sjó, er út úr kú.Höfundur er aðalræðismaður Íslands í Færeyjum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Fyrir fáeinum dögum las ég í Fréttablaðinu, að núverandi meirihluti í borgarstjórn Reykjavíkur stefndi ekki að millilandaflugi um Reykjavíkurflugvöll. Þetta kom mér spánskt fyrir sjónir. Í fyrsta lagi var mér ekki ljóst, að borgarstjórn Reykjavíkur réði því hvert væri flogið frá Reykjavík. Í öðru lagi þá er rekið millilandaflug frá Reykjavíkurflugvelli og hefur verið lengi. Þaðan er flogið bæði til Færeyja og Grænlands. Þaðan fljúga líka næstum daglega einkaþotur í eigu íslenskra aðila til annarra landa. Hitt er svo annað mál, að aðstaðan fyrir innanlandsflug og millilandaflug á Reykjavíkurflugvelli hefur verið til háborinnar skammar í áratugi. Þar er líklega bæði við ríki og Reykjavíkurborg að sakast. Langlundargeð okkar í sumum greinum er nánast óskiljanlegt.Aðstaða fyrir neðan allar hellurUppistaðan í þeim byggingum ,sem flugafgreiðslan er í, er herskáli frá fyrstu árum seinni heimsstyrjaldar. Klastrað hefur verið skúrum við þennan skála í næstum allar áttir í áranna rás.Sú aðstaða, sem farþegum, er boðið upp á þarna suður við Skerjafjörð er fyrir neðan allar hellur. Sama gildir um aðstöðu þess fólks sem þarna starfar.Ítrekað verða seinkanir á flugi til Færeyja frá Reykjavík vegna þess hve aðstæður allar eru slæmar í þessar svokölluðu flugstöð Reykvíkinga. Samtímis er ekki hægt að afgreiða bæði þá sem eru að koma til landsins og þá sem eru að fara til útlanda. Ekki er langt síðan biðröð var út á götu við innritun í Færeyjaflugið. Þá bjargaði blíðviðrið miklu. Aðstaða til vopnaleitar á farþegum og í farangri þeirra eins og nú er krafist, er sömuleiðis óviðunandi. Ég skil reyndar ekki af hverju aðeins er leitað á farþegum sem fara til útlanda, en ekki þeim sem fljúga frá Reykjavík til annarra staða innanlands. Kannski er það vegna þess að hreinlega er ekki hægt að koma því við vegna plássleysis.Þegar vélar Atlantic Airways koma frá Færeyjum með hátt í hundrað farþega með hundrað ferðatöskur, þá er færibandið sem skilar töskunum inn í biðrýmið (sem er eins og sæmilega stór stofa) líklega einir sex metrar að lengd. Við enda þess hrúgast töskurnar upp og velta svo út á gólfið. Stundum stíflast allt.Flugvellir á landsbyggðinni eru betur búnirFlugvellirnir á Akureyri og Egilsstöðum eru langtum betur búnir til að sinna millilandaflugi en flugvöllur höfuðborgarinnar. Þingmenn þeirra kjördæma hafa átt sinn þátt í að sjá um það.Á flugvellinum í Vágum í Færeyjum er prýðileg aðstaða.Flugstöðin þar hefur ekki verið dýr bygging. En hún er Færeyingum til sóma. Nú er talað um að stækka hana. Færeyingar hafa tekið rekstur flugvallarins í sínar hendur og það mun ekki vefjast fyrir þeim að stækka flugstöðina sína.En það vefst endalaust fyrir okkur Íslendingum að koma upp mannsæmandi og boðlegri aðstöðu fyrir ferðafólk á Reykjavíkurflugvelli.Hólmsheiði og sker úti í sjó eru út úr kúEkki finnst mér trúlegt, að Reykjavíkurflugvöllur verði lagður niður. Kannski verður hann minnkaður. En það vekur mér ævarandi undrun að talað skuli um í alvöru að gera nýjan flugvöll á Hólmsheiði og verja til þess milljörðum af skattfé borgaranna. Frá Hólmsheiði eru ekki nema örfáir tugir kílómetra að einum besta og fullkomnasta flugvelli við Norður-Atlantshaf, Keflavíkurflugvelli.Umræðan um nýjan flugvöll á Hólmsheiði, eða á skerjum úti í sjó, er út úr kú.Höfundur er aðalræðismaður Íslands í Færeyjum.
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar