Að verja vondan málstað 18. júlí 2007 02:45 Fjölmiðlar hafa að undanförnu greint frá könnunum ASÍ á þróun matarverðs í helstu verslanakeðjum landsins. Kannanirnar hafa sýnt að á tímabilinu frá því í desember 2006 til maí 2007 lækkaði verðið um 4,2 til 6,7% í lágvöruverðsverslunum og 1,6 til 6,4% í öðrum verslanakeðjum. Samkvæmt einföldu meðaltali þá lækkaði matarverð um 4,8% samkvæmt mælingum ASÍ. Til samanburðar þá lækkaði liðurinn matar- og drykkjarvara í mælingum Hagstofu Íslands um 5% á sama tímabili. Þegar það er haft í huga að niðurstöður Hagstofunnar byggja á vegnu meðaltali úr verðmælingum í öllum verslunum má fullyrða að góð samsvörun er á milli niðurstaðna ASÍ og Hagstofunnar. Á grundvelli þessara niðurstaðna er eðlilegt að spyrja; þróaðist matarverð með eðlilegum hætti á tímabilinu frá desember 2006 til maí 2007? Hagstofa Íslands mat það svo í upphafi árs að lækkun á virðisaukaskatti og vörugjöldum ætti að skila almenningi 8,7% lægra matarverði. Að auki styrktist gengi íslensku krónunnar um 6% frá 15. desember 2006 til 15. maí 2007. Við hjá ASÍ höfum því talið að matarverð til almennings hefði átt að lækka umtalsvert meira. Þetta hefur farið fyrir brjóstið á fulltrúum verslunarinnar. Þannig fer forstjóri Haga mikinn í grein í Fréttablaðinu í gær og kvartar sérstaklega undan hlut ASÍ í umræðunni um matarverðið. Forstjórinn velur að nota stór orð og segir m.a: „Yfirlýsingagleði og ónákvæmni ASÍ um verðlag á matvöru kemur mér ekki á óvart. Hana þekki ég fullvel og hef ítrekað gert athugasemdir við óvönduð vinnubrögð þegar kemur að umfjöllun um matvöruverð. Óvönduð vinnubrögð við ríkisstyrkt verðlagseftirlit hæfa ekki samtökum eins og ASÍ.“ Það vekur athygli að á sama tíma og forstjórinn kvartar undan umræðunni um matarverðið þá víkur hann sér algjörlega undan því að svara efnislega þeirri gagnrýni sem að versluninni er beint. Það er þekkt aðferð hjá þeim sem hafa vondan málstað að verja að ráðast með dylgjum og rógi að þeim sem gagnrýna þá og reyna þannig að draga úr trúverðugleika þeirra. Eftir stendur að forstjórinn skuldar þjóðinni skýringar á því hvers vegna matar- og drykkjarvörur lækkuðu aðeins um 5%, svo vitnað sé í niðurstöður Hagstofu Íslands, á tímabilinu frá desember 2006 til maí 2007, þegar lækkun á opinberum álögum átti að skila 8,7% lækkun og styrking krónunnar hefði til viðbótar átt að skila lægra innflutningsverði. Höfundur er hagfræðingur ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Sjá meira
Fjölmiðlar hafa að undanförnu greint frá könnunum ASÍ á þróun matarverðs í helstu verslanakeðjum landsins. Kannanirnar hafa sýnt að á tímabilinu frá því í desember 2006 til maí 2007 lækkaði verðið um 4,2 til 6,7% í lágvöruverðsverslunum og 1,6 til 6,4% í öðrum verslanakeðjum. Samkvæmt einföldu meðaltali þá lækkaði matarverð um 4,8% samkvæmt mælingum ASÍ. Til samanburðar þá lækkaði liðurinn matar- og drykkjarvara í mælingum Hagstofu Íslands um 5% á sama tímabili. Þegar það er haft í huga að niðurstöður Hagstofunnar byggja á vegnu meðaltali úr verðmælingum í öllum verslunum má fullyrða að góð samsvörun er á milli niðurstaðna ASÍ og Hagstofunnar. Á grundvelli þessara niðurstaðna er eðlilegt að spyrja; þróaðist matarverð með eðlilegum hætti á tímabilinu frá desember 2006 til maí 2007? Hagstofa Íslands mat það svo í upphafi árs að lækkun á virðisaukaskatti og vörugjöldum ætti að skila almenningi 8,7% lægra matarverði. Að auki styrktist gengi íslensku krónunnar um 6% frá 15. desember 2006 til 15. maí 2007. Við hjá ASÍ höfum því talið að matarverð til almennings hefði átt að lækka umtalsvert meira. Þetta hefur farið fyrir brjóstið á fulltrúum verslunarinnar. Þannig fer forstjóri Haga mikinn í grein í Fréttablaðinu í gær og kvartar sérstaklega undan hlut ASÍ í umræðunni um matarverðið. Forstjórinn velur að nota stór orð og segir m.a: „Yfirlýsingagleði og ónákvæmni ASÍ um verðlag á matvöru kemur mér ekki á óvart. Hana þekki ég fullvel og hef ítrekað gert athugasemdir við óvönduð vinnubrögð þegar kemur að umfjöllun um matvöruverð. Óvönduð vinnubrögð við ríkisstyrkt verðlagseftirlit hæfa ekki samtökum eins og ASÍ.“ Það vekur athygli að á sama tíma og forstjórinn kvartar undan umræðunni um matarverðið þá víkur hann sér algjörlega undan því að svara efnislega þeirri gagnrýni sem að versluninni er beint. Það er þekkt aðferð hjá þeim sem hafa vondan málstað að verja að ráðast með dylgjum og rógi að þeim sem gagnrýna þá og reyna þannig að draga úr trúverðugleika þeirra. Eftir stendur að forstjórinn skuldar þjóðinni skýringar á því hvers vegna matar- og drykkjarvörur lækkuðu aðeins um 5%, svo vitnað sé í niðurstöður Hagstofu Íslands, á tímabilinu frá desember 2006 til maí 2007, þegar lækkun á opinberum álögum átti að skila 8,7% lækkun og styrking krónunnar hefði til viðbótar átt að skila lægra innflutningsverði. Höfundur er hagfræðingur ASÍ.
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun