Er grauturinn lygi eða fáfræði? Finnur Árnason skrifar 17. júlí 2007 03:00 Ónákvæmni í umræðu um matarverð á Íslandi er orðin þjóðaríþrótt. Með jöfnu millibili skapast umræða um þá augljósu staðreynd að matvöruverð á Íslandi er hátt. Keppnin um hverjum sé um að kenna heldur áfram þrátt fyrir að skýrslur Hagfræðistofnunar Háskólans, Samkeppniseftirlita Norðurlandanna og skýrsla Matvælanefndar sýni allar þá meginniðurstöðu, að haftastefna í verslun með landbúnaðarvörur og tollar á innfluttar matvörur valdi hér háu matarverði. Yfirlýsingar frá ASÍ og formanni Neytendasamtakanna undanfarna daga eru sorglegar fyrir þá sem starfa á matvörumarkaði. Ályktanir sem þar eru dregnar hafa engan grundvöll. Fyrir það fyrsta er yfirlýsing Jóhannesar Gunnarssonar, formanns Neytendasamtakanna, um að Bónus haldi uppi háu matvælaverði með slíkum ólíkindum að leiðrétting hlýtur að líta dagsins ljós, enda trúverðugleiki Neytendasamtakanna í húfi. Hlutfall útgjalda af ráðstöfunartekjum heimilanna til matvörukaupa hefur lækkað um helming frá stofnun Bónuss. Það veit Jóhannes Gunnarsson. Gott er fyrir Jóhannes að rifja upp umræðu um vöruverð á landsbyggðinni áður en „skaðvaldurinn" Bónus opnaði þar verslanir. Bónus hefur frá upphafi boðið sama verð til allra viðskiptavina um land allt og ávallt lægsta matvöruverð hér á landi. Þetta veit þjóðin, sem hefur kosið. Bónus hefur verið vinsælasta fyrirtæki landsins fimm ár í röð. Einnig er rétt að minna Jóhannes á að í þau tvö skipti sem Neytendasamtökin hafa veitt hin svokölluðu Neytendaverðlaun Neytendasamtakanna og Bylgjunnar, hefur Bónus sigrað með yfirburðum í bæði skiptin. Yfirlýsingagleði og ónákvæmni ASÍ um verðlag á matvöru kemur mér ekki á óvart. Hana þekki ég fullvel og hef ítrekað gert athugasemdir við óvönduð vinnubrögð þegar kemur að umfjöllun um matvöruverð. Óvönduð vinnubrögð við ríkisstyrkt verðlagseftirlit hæfa ekki samtökum eins og ASÍ.Leikritið og reiknikunnáttanÍ því sambandi er rétt að minnast að í október síðastliðinn tilkynnti ríkisstjórn Íslands um aðgerðir til lækkunar matvælaverðs. Aðgerðirnar áttu samkvæmt yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar að skila tæplega 16% lækkun matvælaverðs. Auk þess kom fram í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar að með þessari lækkun væri matvælaverð hér orðið sambærilegt við meðalverð á Norðurlöndum. Mat hagdeildar ASÍ þann 11. október var að aðgerðirnar skiluðu 12 til 15% lækkun á matarverði. Hagstofa Íslands skilaði síðan útreikningi þann 19. janúar síðastliðinn, sem ekki hefur verið véfengdur, um að breytingarnar ættu að skila 8,7% lækkun. ASÍ mat lækkunina sem sagt 37,8-72,4% meiri en hið óvéfengda mat Hagstofu Íslands. Þann 16. apríl sendi ASÍ frá sér fréttatilkynningu til allra fjölmiðla þar sem verslanir 10-11 voru sagðar hafa lækkað verð um 4,4% frá desember 2006 til mars 2007. Í kjölfar athugasemda okkar sendi ASÍ út aðra fréttatilkynningu daginn eftir, þar sem lækkunin var komin í 6,1%. Sú niðurstaða er reyndar einnig röng enda skilaði öll lækkun sér í 10-11. Óvandaðar yfirlýsingar sem þessar eru ekkert annað en aðför að orðspori fyrirtækja. Fyrirtækja sem í þessu tilfelli hefur starfsfólk, sem flest er aðili að ASÍ. Við slíkar umræður þarf matvöruverslunin að búa. Ríkisstjórn segir almenningi að verð eigi að lækka um 16% og að verðlag verði sambærilegt við meðalverð á Norðurlöndum. Hvort tveggja er fjarri lagi. Í kjölfarið fylgir ASÍ með illa ígrundaðar upplýsingar, sem gerir væntingar neytenda mun meiri en innistæða er fyrir. Þessu tengist umræða um áhrif gengis á verðlag dagvöru. Þar er rétt að hafa í huga að dæmigerð innkaupakarfa á Íslandi er í verðmætum samsett af um 45% af innlendum landbúnaðarvörum, um 25% af innlendum iðnaðarvörum og um 30% af innfluttum vörum, m.a. frá innlendum heildsölum. Verslunin kaupir yfir 90% af öllum vörum af innlendum birgjum fyrir íslenskar krónur. Bein innkaup smásöluverslunar í erlendum gjaldeyri eru því mjög lítil. Þrátt fyrir það er smásöluverslunin ávallt sökudólgur, þegar kemur að þessari umræðu.Ný ríkisstjórn, nýjar áherslur?Það er öllum ljóst að stjórnvöld hafa haft þá stefnu að halda matvöruverði háu með því að takmarka mjög viðskipti með matvörur. Hugsanlega og vonandi eru áherslur nýrrar ríkisstjórnar aðrar. Ef við viljum lækka matvöruverð á Íslandi þarf að auka frelsi í verslun með matvörur. Haftastefna stjórnvalda í þessum flokki er í hróplegu ósamræmi við alla okkar þjóðfélagsþróun. Ef aðrar þjóðir fylgdu fordæmi okkar flyttum við ekki út lambakjöt og skyr og líklegt er að Parmaskinka fengist eingöngu á Ítalíu. Lausnin er að stjórnvöld skapi íslenskri verslun sömu starfsskilyrði og verslanir sem starfa í nágrannalöndum okkar, m.a. með fráhvarfi frá haftastefnu, með niðurfellingu tolla á matvörur og með því að leyfa sölu léttvíns og bjórs í matvöruverslunum, sem ekki síst kæmi landsbyggðarversluninni til góða.Höfundur er forstjóri Haga hf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun Áskoranir næstu áratuga kalla á fjármögnun rannsókna Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson skrifar Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson skrifar Skoðun Nýsköpunarlandið Elías Larsen skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson skrifar Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir skrifar Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding skrifar Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen skrifar Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Sjá meira
Ónákvæmni í umræðu um matarverð á Íslandi er orðin þjóðaríþrótt. Með jöfnu millibili skapast umræða um þá augljósu staðreynd að matvöruverð á Íslandi er hátt. Keppnin um hverjum sé um að kenna heldur áfram þrátt fyrir að skýrslur Hagfræðistofnunar Háskólans, Samkeppniseftirlita Norðurlandanna og skýrsla Matvælanefndar sýni allar þá meginniðurstöðu, að haftastefna í verslun með landbúnaðarvörur og tollar á innfluttar matvörur valdi hér háu matarverði. Yfirlýsingar frá ASÍ og formanni Neytendasamtakanna undanfarna daga eru sorglegar fyrir þá sem starfa á matvörumarkaði. Ályktanir sem þar eru dregnar hafa engan grundvöll. Fyrir það fyrsta er yfirlýsing Jóhannesar Gunnarssonar, formanns Neytendasamtakanna, um að Bónus haldi uppi háu matvælaverði með slíkum ólíkindum að leiðrétting hlýtur að líta dagsins ljós, enda trúverðugleiki Neytendasamtakanna í húfi. Hlutfall útgjalda af ráðstöfunartekjum heimilanna til matvörukaupa hefur lækkað um helming frá stofnun Bónuss. Það veit Jóhannes Gunnarsson. Gott er fyrir Jóhannes að rifja upp umræðu um vöruverð á landsbyggðinni áður en „skaðvaldurinn" Bónus opnaði þar verslanir. Bónus hefur frá upphafi boðið sama verð til allra viðskiptavina um land allt og ávallt lægsta matvöruverð hér á landi. Þetta veit þjóðin, sem hefur kosið. Bónus hefur verið vinsælasta fyrirtæki landsins fimm ár í röð. Einnig er rétt að minna Jóhannes á að í þau tvö skipti sem Neytendasamtökin hafa veitt hin svokölluðu Neytendaverðlaun Neytendasamtakanna og Bylgjunnar, hefur Bónus sigrað með yfirburðum í bæði skiptin. Yfirlýsingagleði og ónákvæmni ASÍ um verðlag á matvöru kemur mér ekki á óvart. Hana þekki ég fullvel og hef ítrekað gert athugasemdir við óvönduð vinnubrögð þegar kemur að umfjöllun um matvöruverð. Óvönduð vinnubrögð við ríkisstyrkt verðlagseftirlit hæfa ekki samtökum eins og ASÍ.Leikritið og reiknikunnáttanÍ því sambandi er rétt að minnast að í október síðastliðinn tilkynnti ríkisstjórn Íslands um aðgerðir til lækkunar matvælaverðs. Aðgerðirnar áttu samkvæmt yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar að skila tæplega 16% lækkun matvælaverðs. Auk þess kom fram í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar að með þessari lækkun væri matvælaverð hér orðið sambærilegt við meðalverð á Norðurlöndum. Mat hagdeildar ASÍ þann 11. október var að aðgerðirnar skiluðu 12 til 15% lækkun á matarverði. Hagstofa Íslands skilaði síðan útreikningi þann 19. janúar síðastliðinn, sem ekki hefur verið véfengdur, um að breytingarnar ættu að skila 8,7% lækkun. ASÍ mat lækkunina sem sagt 37,8-72,4% meiri en hið óvéfengda mat Hagstofu Íslands. Þann 16. apríl sendi ASÍ frá sér fréttatilkynningu til allra fjölmiðla þar sem verslanir 10-11 voru sagðar hafa lækkað verð um 4,4% frá desember 2006 til mars 2007. Í kjölfar athugasemda okkar sendi ASÍ út aðra fréttatilkynningu daginn eftir, þar sem lækkunin var komin í 6,1%. Sú niðurstaða er reyndar einnig röng enda skilaði öll lækkun sér í 10-11. Óvandaðar yfirlýsingar sem þessar eru ekkert annað en aðför að orðspori fyrirtækja. Fyrirtækja sem í þessu tilfelli hefur starfsfólk, sem flest er aðili að ASÍ. Við slíkar umræður þarf matvöruverslunin að búa. Ríkisstjórn segir almenningi að verð eigi að lækka um 16% og að verðlag verði sambærilegt við meðalverð á Norðurlöndum. Hvort tveggja er fjarri lagi. Í kjölfarið fylgir ASÍ með illa ígrundaðar upplýsingar, sem gerir væntingar neytenda mun meiri en innistæða er fyrir. Þessu tengist umræða um áhrif gengis á verðlag dagvöru. Þar er rétt að hafa í huga að dæmigerð innkaupakarfa á Íslandi er í verðmætum samsett af um 45% af innlendum landbúnaðarvörum, um 25% af innlendum iðnaðarvörum og um 30% af innfluttum vörum, m.a. frá innlendum heildsölum. Verslunin kaupir yfir 90% af öllum vörum af innlendum birgjum fyrir íslenskar krónur. Bein innkaup smásöluverslunar í erlendum gjaldeyri eru því mjög lítil. Þrátt fyrir það er smásöluverslunin ávallt sökudólgur, þegar kemur að þessari umræðu.Ný ríkisstjórn, nýjar áherslur?Það er öllum ljóst að stjórnvöld hafa haft þá stefnu að halda matvöruverði háu með því að takmarka mjög viðskipti með matvörur. Hugsanlega og vonandi eru áherslur nýrrar ríkisstjórnar aðrar. Ef við viljum lækka matvöruverð á Íslandi þarf að auka frelsi í verslun með matvörur. Haftastefna stjórnvalda í þessum flokki er í hróplegu ósamræmi við alla okkar þjóðfélagsþróun. Ef aðrar þjóðir fylgdu fordæmi okkar flyttum við ekki út lambakjöt og skyr og líklegt er að Parmaskinka fengist eingöngu á Ítalíu. Lausnin er að stjórnvöld skapi íslenskri verslun sömu starfsskilyrði og verslanir sem starfa í nágrannalöndum okkar, m.a. með fráhvarfi frá haftastefnu, með niðurfellingu tolla á matvörur og með því að leyfa sölu léttvíns og bjórs í matvöruverslunum, sem ekki síst kæmi landsbyggðarversluninni til góða.Höfundur er forstjóri Haga hf.
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun
Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun