Hleypur í fyrsta skipti í tuttugu ár 6. júlí 2007 02:15 Fimm íslenskir stoðtækjanotendur fengu í gær háþróaða hlaupafætur að gjöf frá Össuri hf. til að auðvelda þeim að hreyfa sig reglulega og njóta lífsins betur. Lárus Gunnsteinsson hjá Össuri segir að gríðarleg þróun hafi verið á hlaupafótum síðustu árin. Efnið er úr koltrefjar með sérstakri lögun og valið fyrir hvern og einn einstakling og hvað hann hugsar sér að gera. „Það má kannski geta þess að Tryggingastofnun greiðir ekki hjálpartæki til íþróttaiðkana,“ segir Lárus. „Fulltrúar frá stofnuninni voru hér í dag og sýndu þessu gríðarlegan áhuga. Það er ljóst að hreyfing og þjálfun kemur í veg fyrir aðra sjúkdóma. Aflimun einhvers háttar eykur hættu á sykursýki og æðasjúkdómum því hreyfing minnkar mjög í kjölfarið. Þetta er gríðarleg skerðing á lífsgæðum, ég tala ekki um fyrir ungt fólk sem er vant íþróttum.“ Guðmundur Ólafsson var einn af þeim sem fengu hlaupafæturna og var hæstánægður með þá. „Þetta er í fyrsta skipti í tuttugu ár sem ég hleyp. Ég er búinn að æfa mig í nokkra tíma og þetta gengur frábærlega. Það er eins og ég hafi lent í lukkupotti. Ég er aðstoðarþjálfari Fjölnis í fótbolta og nú þýðir ekkert fyrir strákana að kalla Gummi og hlaupa svo í burtu. Ég get náð þeim núna,“ sagði hann í léttum dúr. Tækni Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Fimm íslenskir stoðtækjanotendur fengu í gær háþróaða hlaupafætur að gjöf frá Össuri hf. til að auðvelda þeim að hreyfa sig reglulega og njóta lífsins betur. Lárus Gunnsteinsson hjá Össuri segir að gríðarleg þróun hafi verið á hlaupafótum síðustu árin. Efnið er úr koltrefjar með sérstakri lögun og valið fyrir hvern og einn einstakling og hvað hann hugsar sér að gera. „Það má kannski geta þess að Tryggingastofnun greiðir ekki hjálpartæki til íþróttaiðkana,“ segir Lárus. „Fulltrúar frá stofnuninni voru hér í dag og sýndu þessu gríðarlegan áhuga. Það er ljóst að hreyfing og þjálfun kemur í veg fyrir aðra sjúkdóma. Aflimun einhvers háttar eykur hættu á sykursýki og æðasjúkdómum því hreyfing minnkar mjög í kjölfarið. Þetta er gríðarleg skerðing á lífsgæðum, ég tala ekki um fyrir ungt fólk sem er vant íþróttum.“ Guðmundur Ólafsson var einn af þeim sem fengu hlaupafæturna og var hæstánægður með þá. „Þetta er í fyrsta skipti í tuttugu ár sem ég hleyp. Ég er búinn að æfa mig í nokkra tíma og þetta gengur frábærlega. Það er eins og ég hafi lent í lukkupotti. Ég er aðstoðarþjálfari Fjölnis í fótbolta og nú þýðir ekkert fyrir strákana að kalla Gummi og hlaupa svo í burtu. Ég get náð þeim núna,“ sagði hann í léttum dúr.
Tækni Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira