Sálrænt ástand þeirra sem meiða og deyða dýr 22. júní 2007 05:00 Eðlilega fyllist fólk óhug þegar það heyrir fréttir um að ungmenni geri sér að leik að meiða og deyða dýr. Maður veltir fyrir sér hvernig andleg líðan þeirra er sem þetta gera? Hefur gerandinn e.t.v. verið meiddur sjálfur, er hann jafnvel haldinn miklum sársauka, reiði og biturleika? Hver svo sem orsökin er, virðist ljóst að eitthvað hefur farið úrskeiðis. Hvað nákvæmlega, vitum við ekki fyrr en málefni hans og fjölskylduaðstæður hafa verið skoðaðar. Fregnir um andfélagslega hegðun eins og þessa kalla fram ýmsar spurningar í hugum almennings. Spurt er t.d. hvort þeir sem þetta gera séu einfaldlega vondir í eðli sínu, eða fæðst hreinlega með hvatir til að pynta og drepa? Þessari spurningu svara ég hiklaust neitandi. Að hugsa dæmið með þessum hætti er að mínu mati varhugavert og vita gagnslaus nálgun. Önnur algeng spurning í þessu sambandi er hvort þetta sé ekki allt sjónvarpinu og tölvuleikjunum að kenna? Þeirri spurningu er heldur ekki hægt að svara með einsatkvæðisorði, jafnvel þótt það sé sennilegt að barn sem hefur ofbeldi sem fyrirmynd frá unga aldri og yfir langan tíma kunni að bera alvarlegan skaða af. Hvort hin skaðlegu áhrif leiði til löngunar að pynta og drepa dýr er að mínu mati einföldun á alvarlegu máli. Aðrir velta fyrir sér hvort í uppeldi þessara ungmenna hafi vantað siðferðislega kennslu sem leitt hafi til einhvers konar siðblindu? Barn sem fer á mis við að vera kennt grundvallaratriði siðfræðinnar getur svo sannarlega reynst erfitt að setja sig í spor annarra og finna til samkenndar. Áhrifagirni og hópþrýstingur er enn annað fyrirbæri sem kemur upp í hugann við tíðindi sem þessi. Getur ungmenni verið svo áhrifagjarnt að ef hvatt til að taka þátt í verknaði sem þessum láti það tilleiðast? Hópþrýstingur og múgsefjun er afl sem, ef óbeislað, getur leitt til þess að hópurinn framkvæmir hluti sem einstaklingurinn, væri hann einsamall, myndi aldrei láta sér detta í hug að gera. Mikilvægt er að börnum sé snemma kennt að varast áhrif og afleiðingar hópþrýsings. Loks er forvitilegt að velta fyrir sér hversu stór hópurinn er sem um ræðir? Er hér e.t.v. um fáa einstaklinga að ræða sem endurtaka verknaðinn eða er þetta stærri hópur? Að meiða og deyða dýr sér til gamans er klárlega æfing í ofbeldi sem ekki nokkur leið er að segja til um hvar endar. Verði þessum aðilum ekki hjálpað eru þeir að mínu mati í áhættuhópi þeirra sem kunna að stunda andfélagslega hegðun lungað af lífsferli sínum. Tökum sameiginlega ábyrgð og vörumst að dæma fyrirfram. Það sem skilar sér best til að sporna við og slökkva á hegðun sem þessari er að ná til þessara ungmenna og fjölskyldna þeirra, greina vandann með faglegum hætti og veita viðeigandi aðstoð. Eins þarf að hlúa að þeim sem koma að slíkum verknaði. Fyrst og fremst er þetta sorglegt, að sjálfsögðu fyrir þolendur en ekki síst fyrir gerendurnar sem síðar á ævinni líta til bernsku sinnar og rifja upp minningar um að hafa pyntað og murkað lífið úr dýrum.Höfundur er sálfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Baldursdóttir Skoðun Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Skoðun Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Eðlilega fyllist fólk óhug þegar það heyrir fréttir um að ungmenni geri sér að leik að meiða og deyða dýr. Maður veltir fyrir sér hvernig andleg líðan þeirra er sem þetta gera? Hefur gerandinn e.t.v. verið meiddur sjálfur, er hann jafnvel haldinn miklum sársauka, reiði og biturleika? Hver svo sem orsökin er, virðist ljóst að eitthvað hefur farið úrskeiðis. Hvað nákvæmlega, vitum við ekki fyrr en málefni hans og fjölskylduaðstæður hafa verið skoðaðar. Fregnir um andfélagslega hegðun eins og þessa kalla fram ýmsar spurningar í hugum almennings. Spurt er t.d. hvort þeir sem þetta gera séu einfaldlega vondir í eðli sínu, eða fæðst hreinlega með hvatir til að pynta og drepa? Þessari spurningu svara ég hiklaust neitandi. Að hugsa dæmið með þessum hætti er að mínu mati varhugavert og vita gagnslaus nálgun. Önnur algeng spurning í þessu sambandi er hvort þetta sé ekki allt sjónvarpinu og tölvuleikjunum að kenna? Þeirri spurningu er heldur ekki hægt að svara með einsatkvæðisorði, jafnvel þótt það sé sennilegt að barn sem hefur ofbeldi sem fyrirmynd frá unga aldri og yfir langan tíma kunni að bera alvarlegan skaða af. Hvort hin skaðlegu áhrif leiði til löngunar að pynta og drepa dýr er að mínu mati einföldun á alvarlegu máli. Aðrir velta fyrir sér hvort í uppeldi þessara ungmenna hafi vantað siðferðislega kennslu sem leitt hafi til einhvers konar siðblindu? Barn sem fer á mis við að vera kennt grundvallaratriði siðfræðinnar getur svo sannarlega reynst erfitt að setja sig í spor annarra og finna til samkenndar. Áhrifagirni og hópþrýstingur er enn annað fyrirbæri sem kemur upp í hugann við tíðindi sem þessi. Getur ungmenni verið svo áhrifagjarnt að ef hvatt til að taka þátt í verknaði sem þessum láti það tilleiðast? Hópþrýstingur og múgsefjun er afl sem, ef óbeislað, getur leitt til þess að hópurinn framkvæmir hluti sem einstaklingurinn, væri hann einsamall, myndi aldrei láta sér detta í hug að gera. Mikilvægt er að börnum sé snemma kennt að varast áhrif og afleiðingar hópþrýsings. Loks er forvitilegt að velta fyrir sér hversu stór hópurinn er sem um ræðir? Er hér e.t.v. um fáa einstaklinga að ræða sem endurtaka verknaðinn eða er þetta stærri hópur? Að meiða og deyða dýr sér til gamans er klárlega æfing í ofbeldi sem ekki nokkur leið er að segja til um hvar endar. Verði þessum aðilum ekki hjálpað eru þeir að mínu mati í áhættuhópi þeirra sem kunna að stunda andfélagslega hegðun lungað af lífsferli sínum. Tökum sameiginlega ábyrgð og vörumst að dæma fyrirfram. Það sem skilar sér best til að sporna við og slökkva á hegðun sem þessari er að ná til þessara ungmenna og fjölskyldna þeirra, greina vandann með faglegum hætti og veita viðeigandi aðstoð. Eins þarf að hlúa að þeim sem koma að slíkum verknaði. Fyrst og fremst er þetta sorglegt, að sjálfsögðu fyrir þolendur en ekki síst fyrir gerendurnar sem síðar á ævinni líta til bernsku sinnar og rifja upp minningar um að hafa pyntað og murkað lífið úr dýrum.Höfundur er sálfræðingur.
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun