Menning og morðvopn 21. júní 2007 02:00 Á sunnudaginn var þjóðhátíðardeginum fagnað um land allt. Í Reykjavík voru hátíðarhöldin með hefðbundnum hætti. Þennan dag var þó einnig boðið upp á annars konar afþreyingu í höfnum borgarinnar. Þar lágu við festar þrjú NATO-herskip, sem þótti tilhlýðilegt að sýna almenningi á 17. júní. Vináttuheimsóknir" af þessu tagi eru árviss viðburður. Hingað koma þá vopnum búin herskip. Stjórnendur þessara hertóla gera þá sitt besta til að kveikja áhuga fjölmiðlafólks og bjóða því t.a.m. að fara í sérstakar skemmtiferðir um borð í herþyrlum eða að setjast upp í orrustuþotur. Eiga sumir fréttamenn til að spennast upp og verða eins og börn að leik. Heimsóknir og vopnasýningar af þessu tagi hafa þann tilgang helstan að skapa jákvæða mynd af her og hermennsku. Mætti helst skilja að megintilgangur NATO-flotans sé sá að sigla snyrtilegum sjóliðum í stífpressuðum einkennisbúningum um heimsins höf og heimsækja hafnir í skemmtiskyni. Veruleikinn er þó allt annar. Tilgangur herskipa er að taka þátt í hernaði og drepa fólk. Meðal skipanna sem hingað komu um liðna helgi var USS Normandy, herskip sem tekið hefur þátt í flestöllum stríðum Bandaríkjahers á liðnum árum. Á afrekaskrá þess er að skjóta flugskeytum á skotmörk í Bosníu og Írak. Hversu margir skyldu hafa fallið í þeim árásum? Þegar NATO-herskip hafa verið auglýst til skoðunar á síðustu árum hefur talsvert borið á því að foreldrar eða afar og ömmur komi með börn um borð og leyfi þeim að dást að voldugum fallstykkjunum og bísperrtum dátunum. Það er ömurleg sjón. Að þessu sinni heimsóttu þó fáir skipin og voru útlendingar þar í afgerandi meirihluta. Af því má ætla að Íslendingar kæri sig lítt um vopnasýningar af þessu tagi, í það minnsta ekki á sjálfan þjóðhátíðardaginn. Eftir stendur spurningin um hver ber ábyrgð á þeirri ráðstöfun að sýna almenningi drápsvélar á 17. júní? Var sú ákvörðun tekin með vitund og vilja borgaryfirvalda og mega Reykvíkingar búast við fleiri slíkum sendingum á stórhátíðisdögum í framtíðinni? Höfundur er formaður Samtaka hernaðarandstæðinga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar Skoðun Ísland á tímamótum – Við skulum leiða gervigreindaröldina! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hvað eru Innri þróunarmarkmið? Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun Áskoranir næstu áratuga kalla á fjármögnun rannsókna Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson skrifar Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson skrifar Skoðun Nýsköpunarlandið Elías Larsen skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson skrifar Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir skrifar Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding skrifar Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen skrifar Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Sjá meira
Á sunnudaginn var þjóðhátíðardeginum fagnað um land allt. Í Reykjavík voru hátíðarhöldin með hefðbundnum hætti. Þennan dag var þó einnig boðið upp á annars konar afþreyingu í höfnum borgarinnar. Þar lágu við festar þrjú NATO-herskip, sem þótti tilhlýðilegt að sýna almenningi á 17. júní. Vináttuheimsóknir" af þessu tagi eru árviss viðburður. Hingað koma þá vopnum búin herskip. Stjórnendur þessara hertóla gera þá sitt besta til að kveikja áhuga fjölmiðlafólks og bjóða því t.a.m. að fara í sérstakar skemmtiferðir um borð í herþyrlum eða að setjast upp í orrustuþotur. Eiga sumir fréttamenn til að spennast upp og verða eins og börn að leik. Heimsóknir og vopnasýningar af þessu tagi hafa þann tilgang helstan að skapa jákvæða mynd af her og hermennsku. Mætti helst skilja að megintilgangur NATO-flotans sé sá að sigla snyrtilegum sjóliðum í stífpressuðum einkennisbúningum um heimsins höf og heimsækja hafnir í skemmtiskyni. Veruleikinn er þó allt annar. Tilgangur herskipa er að taka þátt í hernaði og drepa fólk. Meðal skipanna sem hingað komu um liðna helgi var USS Normandy, herskip sem tekið hefur þátt í flestöllum stríðum Bandaríkjahers á liðnum árum. Á afrekaskrá þess er að skjóta flugskeytum á skotmörk í Bosníu og Írak. Hversu margir skyldu hafa fallið í þeim árásum? Þegar NATO-herskip hafa verið auglýst til skoðunar á síðustu árum hefur talsvert borið á því að foreldrar eða afar og ömmur komi með börn um borð og leyfi þeim að dást að voldugum fallstykkjunum og bísperrtum dátunum. Það er ömurleg sjón. Að þessu sinni heimsóttu þó fáir skipin og voru útlendingar þar í afgerandi meirihluta. Af því má ætla að Íslendingar kæri sig lítt um vopnasýningar af þessu tagi, í það minnsta ekki á sjálfan þjóðhátíðardaginn. Eftir stendur spurningin um hver ber ábyrgð á þeirri ráðstöfun að sýna almenningi drápsvélar á 17. júní? Var sú ákvörðun tekin með vitund og vilja borgaryfirvalda og mega Reykvíkingar búast við fleiri slíkum sendingum á stórhátíðisdögum í framtíðinni? Höfundur er formaður Samtaka hernaðarandstæðinga.
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun
Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar
Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun