Wal-Mart: Leiðandi í dreifingu og tækni 13. júní 2007 01:00 Bandaríska verslanakeðjan Wal-Mart hefur um árabil varið tugmilljónum Bandaríkjadala í innleiðingu á tækni til að hámarka vörustjórnun í verslunum sínum og vöruhúsum. Markaðurinn/AFP Að öðrum fyrirtækjum ólöstuðum hefur bandaríski verslanarisinn Wal-Mart markað braut á sviði vörustjórnunar í rúm fjörutíu ár. Fyrirtækið hefur staðið sig vel við innleiðingu á upplýsingatækni til að fylgjast með birgðaflæði í vöruhúsum auk þess sem miðlægt dreifikerfi fyrirtækisins þykir til fyrirmyndar. Hafa mörg stórfyrirtæki fetað í fótspor bandaríska risans jafnt hérlendis sem í Evrópu. Dreifikerfi Wal-Mart er þannig að fyrirtækið hefur byggt upp sínar eigin dreifingastöðvar. Vörur eru keyrðar inn í vöruhús fyrirtækisins í Bentonville í Arkansas í Bandaríkjunum og dreift þaðan áfram til smærri miðstöðva og verslana. Með flutningi á eigin vörum falla niður margir milliliðir, svo sem heildsalarnir. Með því að selja vöruna svo í stórum einingum fæst enn meiri hagkvæmni. Mörg fyrirtæki í smásölugeiranum hafa tekið þetta upp eftir Wal-Mart, svo sem Aðföng, stærsta og fullkomnasta birgða-og dreifingarstöð landsins sem kaupir inn og sér um birgðahald og dreifingu fyrir matvöruverslanir Haga.Tæknivætt wal-martÁrið 1987 varði Wal-Mart háum fjárhæðum í fjárfestingar á tæknibúnaði til að samtengja allar starfsstöðvar og vöruhús keðjunnar um allan heim. Nýtti keðan sér gervihnetti til að tengjast höfuðstöðvunum í Bentonville. Með þessu móti var hægt að hafa auga með vöruveltu og koma skilaboðum áleiðis á augabragði. Tækninni hefur fleytt fram og í dag er vörustjórnun í vöruhúsi Wal-Mart í Bentonville sjálfvirkt kerfi sem nemur strikamerkingar á vöru frá þeim þúsundum birgja sem keðjan verslar við. Vörur frá birgjum fara úr flutningabílum inn á rúllubretti sem flytur þær innar í vöruhús Wal-Mart. Annað rafauga nemur þær og flytur þær á sinn stað. Svona gengur ferlið þar til varan endar í hillu verslunar. En þar með er aðeins hálf sagan sögð því þegar viðskiptavinur kaupir fyrir vöruna er henni rennt framhjá enn einu rafauganu við kassann. Þaðan fara skilaboð um kerfi Wal-Mart og enda á borði birgisins, sem byrjar á ný að senda vörur áleiðis til Wal-Mart. Kerfið er hárnákvæmt og sér til þess, að nokkuð jafnt vöruflæði skapast í vöruhúsum Wal-Mart og verslunum. Undir smásjánni Mest lesið Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Viðskipti innlent Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Viðskipti innlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Viðskipti innlent Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Að öðrum fyrirtækjum ólöstuðum hefur bandaríski verslanarisinn Wal-Mart markað braut á sviði vörustjórnunar í rúm fjörutíu ár. Fyrirtækið hefur staðið sig vel við innleiðingu á upplýsingatækni til að fylgjast með birgðaflæði í vöruhúsum auk þess sem miðlægt dreifikerfi fyrirtækisins þykir til fyrirmyndar. Hafa mörg stórfyrirtæki fetað í fótspor bandaríska risans jafnt hérlendis sem í Evrópu. Dreifikerfi Wal-Mart er þannig að fyrirtækið hefur byggt upp sínar eigin dreifingastöðvar. Vörur eru keyrðar inn í vöruhús fyrirtækisins í Bentonville í Arkansas í Bandaríkjunum og dreift þaðan áfram til smærri miðstöðva og verslana. Með flutningi á eigin vörum falla niður margir milliliðir, svo sem heildsalarnir. Með því að selja vöruna svo í stórum einingum fæst enn meiri hagkvæmni. Mörg fyrirtæki í smásölugeiranum hafa tekið þetta upp eftir Wal-Mart, svo sem Aðföng, stærsta og fullkomnasta birgða-og dreifingarstöð landsins sem kaupir inn og sér um birgðahald og dreifingu fyrir matvöruverslanir Haga.Tæknivætt wal-martÁrið 1987 varði Wal-Mart háum fjárhæðum í fjárfestingar á tæknibúnaði til að samtengja allar starfsstöðvar og vöruhús keðjunnar um allan heim. Nýtti keðan sér gervihnetti til að tengjast höfuðstöðvunum í Bentonville. Með þessu móti var hægt að hafa auga með vöruveltu og koma skilaboðum áleiðis á augabragði. Tækninni hefur fleytt fram og í dag er vörustjórnun í vöruhúsi Wal-Mart í Bentonville sjálfvirkt kerfi sem nemur strikamerkingar á vöru frá þeim þúsundum birgja sem keðjan verslar við. Vörur frá birgjum fara úr flutningabílum inn á rúllubretti sem flytur þær innar í vöruhús Wal-Mart. Annað rafauga nemur þær og flytur þær á sinn stað. Svona gengur ferlið þar til varan endar í hillu verslunar. En þar með er aðeins hálf sagan sögð því þegar viðskiptavinur kaupir fyrir vöruna er henni rennt framhjá enn einu rafauganu við kassann. Þaðan fara skilaboð um kerfi Wal-Mart og enda á borði birgisins, sem byrjar á ný að senda vörur áleiðis til Wal-Mart. Kerfið er hárnákvæmt og sér til þess, að nokkuð jafnt vöruflæði skapast í vöruhúsum Wal-Mart og verslunum.
Undir smásjánni Mest lesið Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Viðskipti innlent Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Viðskipti innlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Viðskipti innlent Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira