Árangur Íslenska dansflokksins 12. júní 2007 05:45 Í gagnrýni um dansleikhússamkeppni Íslenska dansflokksins og Leikfélags Reykjavíkur í Fréttablaðinu í gær, eyðir Páll Baldvin Baldvinsson, drjúgu plássi í að fjalla um árangur í starfi Íslenska dansflokksins. Þar setur hann fram nokkrar fullyrðingar sem ástæða er til að svara. „Dansleikhússamkeppnin hefur enda engu skilað: verkin eru ekki endurflutt," skrifar Páll. Íslenski dansflokkurinn hefur frá því keppnin hófst árið 2003 þróað verkefni áfram og gefið verðlaunahöfundum frekari tækifæri. Dæmi. Vinningsverk Helenu Jónsdóttur í fyrstu keppninni árið 2003, Open Source, var þróað áfram og frumsýnt í fullri lengd í febrúar 2005 á vegum Id. Verkið hefur verið sýnt áfram, nú síðast í Kína í maí og verður tekið upp að nýju í september n.k. Verk Guðmundar Helgasonar, Party, sem vann áhorfendaverðlaun árið 2003, var sýnt á vegum flokksins, sem hluti af haustsýningu það ár. Halla Ólafsdóttir, sem sigraði keppnina árið 2005, samdi verk fyrir danssmiðju Id starfsárið 2005-2006. Tveir verðlaunahöfundar, Marta Nordal og Peter Anderson, hafa í vetur þróað verk á vegum Id og LR og var fyrsti afrakstur þeirrar vinnu sýndur á föstudagskvöld. „[N]ýsmíði verka stopult áhugamál...." segir enn fremur í gagnrýninni. Frá árinu 1996 til dagsins í dag hefur Íslenski dansflokkurinn frumsýnt 25 stærri íslensk dansverk, sem öll hafa verið frumsamin. Á sama tíma hefur flokkurinn sýnt 28 erlend verk, þar af hafa 14 verk verið frumsamin fyrir flokkinn. Yfir 20 önnur smærri verkefni og samstarfsverkefni hafa verið sýnd á sama tíma og hafa Íslendingar verið höfundar allra þeirra verkefna. Flokkurinn hefur m.a. staðið fyrir 8 danssmiðjum á síðustu 3 árum þar sem ungir danshöfundar hafa spreytt sig við nýsmíði. Þeir höfundar hafa all flestir komið úr sjálfstæða geiranum og hefur því flokkurinn sannarlega stundað „brúarsmíð" milli aðila í íslenska dansheiminum. Aðsókn að íslenskum listdansi má sannarlega efla og fagnar Íslenski dansflokkurinn allri málaefnalegri umræðu um hvernig styrkja megi stöðu dansins meðal listgreina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Sjá meira
Í gagnrýni um dansleikhússamkeppni Íslenska dansflokksins og Leikfélags Reykjavíkur í Fréttablaðinu í gær, eyðir Páll Baldvin Baldvinsson, drjúgu plássi í að fjalla um árangur í starfi Íslenska dansflokksins. Þar setur hann fram nokkrar fullyrðingar sem ástæða er til að svara. „Dansleikhússamkeppnin hefur enda engu skilað: verkin eru ekki endurflutt," skrifar Páll. Íslenski dansflokkurinn hefur frá því keppnin hófst árið 2003 þróað verkefni áfram og gefið verðlaunahöfundum frekari tækifæri. Dæmi. Vinningsverk Helenu Jónsdóttur í fyrstu keppninni árið 2003, Open Source, var þróað áfram og frumsýnt í fullri lengd í febrúar 2005 á vegum Id. Verkið hefur verið sýnt áfram, nú síðast í Kína í maí og verður tekið upp að nýju í september n.k. Verk Guðmundar Helgasonar, Party, sem vann áhorfendaverðlaun árið 2003, var sýnt á vegum flokksins, sem hluti af haustsýningu það ár. Halla Ólafsdóttir, sem sigraði keppnina árið 2005, samdi verk fyrir danssmiðju Id starfsárið 2005-2006. Tveir verðlaunahöfundar, Marta Nordal og Peter Anderson, hafa í vetur þróað verk á vegum Id og LR og var fyrsti afrakstur þeirrar vinnu sýndur á föstudagskvöld. „[N]ýsmíði verka stopult áhugamál...." segir enn fremur í gagnrýninni. Frá árinu 1996 til dagsins í dag hefur Íslenski dansflokkurinn frumsýnt 25 stærri íslensk dansverk, sem öll hafa verið frumsamin. Á sama tíma hefur flokkurinn sýnt 28 erlend verk, þar af hafa 14 verk verið frumsamin fyrir flokkinn. Yfir 20 önnur smærri verkefni og samstarfsverkefni hafa verið sýnd á sama tíma og hafa Íslendingar verið höfundar allra þeirra verkefna. Flokkurinn hefur m.a. staðið fyrir 8 danssmiðjum á síðustu 3 árum þar sem ungir danshöfundar hafa spreytt sig við nýsmíði. Þeir höfundar hafa all flestir komið úr sjálfstæða geiranum og hefur því flokkurinn sannarlega stundað „brúarsmíð" milli aðila í íslenska dansheiminum. Aðsókn að íslenskum listdansi má sannarlega efla og fagnar Íslenski dansflokkurinn allri málaefnalegri umræðu um hvernig styrkja megi stöðu dansins meðal listgreina.
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar